Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 26.06.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 26. júní 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 Hjónin Böðvar Kristjánsson og Guðrún Karitas Garðarsdóttir ákváðu fyrir skömmu að ráðast í rekstur gistiheimilis á Akureyri en þar í bæ hafa þau verið með annan fótinn um allnokkurt skeið. Böðvar er Kefl- víkingur í húð og hár en körfuboltinn togaði hann norður á sínum tíma. Guðrún sem er Reykvíkingur bjó um árabil í Reykjanesbæ á árum áður. „Það var bara ævintýramennska sem dró okkur út í þetta. Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt,“ segir Guðrún í samtali við VF en þau hjónin höfðu talsvert verið að ferðast og lengi haft áhuga á ferða- bransanum. Gistihúsið kallast Hvítahúsið en upphaflega var það nú bara grín hjá þeim hjónum. „Það átti vel við og við höfum haldið okkur við það, húsið er jú hvítt,“ segir Guðrún og hlær. „Ég vil þó síður að það sé svarað í símann „The White ho- use,“ þegar útlendingarnir hringja, það er ekki alveg að ganga upp,“ bætir hún við hress í bragði. Um sannkallað fjölskyldufyrirtæki er að ræða en unglingsstúlkurnar tvær á heimilinu eru duglegar að hjálpa til. „Þannig gengur þetta upp en vissulega er þetta erilsamt og mikil binding sem fylgir þessu.“ Húsið er byggt árið 1946 og stað- sett í eldri hluta Akureyrar á milli miðbæjar og sundlaugar. Sem sagt á besta stað í bænum. Þau Guð- rún og Böðvar kunna ákaflega vel við sig fyrir norðan og hafa í nógu að snúast. „Það er ótrúlega fínt að vera á Akureyri. Sumrin geta verið svo ótrúlega góð hérna og á veturna hefur maður Hlíðar- fjallið, svo finnst mér bara mjög stutt til höfuðborgarinnar, það er ekki mikið mál að skjótast suður,“ segir Guðrún. „Ég hugsa að maður sé ekki á leiðinni „heim.“ Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir Böðvar sem þó fylgist vel með gangi mála á Suðurnesjunum. Mynda gott teymi „Við keyptum húsið gagngert til þess að fara út í þennan rekstur. Við vildum finna hús sem gæti hentað sem húsnæði fyrir okkur og sem gistihús.“ Böðvar er húsasmíða- meistari og byggingarfræðingur og hann tók að sér breytingar á hús- næðinu, svo það hentaði sem gisti- rými. „Guðrún er að koma með þessar hugmyndir og svo segir hún mér bara hvað ég á að smíða. Við náum vel saman í vinnu,“ segir Böðvar. Guðrún er viðskiptafræð- ingur svo hún tók bókhaldið að sér. „Þetta er fín blanda hjá okkur,“ segir Guðrún en þau Böðvar eru með mikið á sinni könnu þar sem Böðvar setti nýlega á laggirnar byggingafyrirtæki. Þannig að bæði eru þau í fullri vinnu og Guðrún heldur utan um bókhald fyrir þessi tvö litlu fjölskyldufyrirtæki auk þess að vera verslunarstjóri hjá Eymundsson. „Við reynum svo að fara í golf þess á milli, þannig að það er aldrei dauð stund,“ segir Guðrún. Böðvar flutti upphaflega norður árið 1995 til þess að spila körfubolta með Þórsurum. Hann hefur svo alla tíð síðan verið viðloðinn körfu- boltann og m.a. þjálfað um árabil. Nú hefur hann lagt körfuboltann til hliðar enda hefur gistibransinn farið vel af stað hjá þeim hjónum. „Við höfum fengið hlýlegar mót- tökur og fólki finnst vera góður andi í húsinu. Þetta hefur verið ákaflega skemmtilegt,“ segir Kefl- víkingurinn. „Það er búið að vera miklu meira að gera en við gerðum ráð fyrir. Sumarið lítur rosalega vel út og þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt. Hér hafa verið margir Íslendingar frá því við opnuðum í febrúar. Það er alltaf eitthvað um að vera á Akureyri,“ segir Guðrún. Hún segir Suðurnesjamenn hafa rekið inn nefið hjá þeim en hún vill sjá fleiri slíka. „Þetta er auðvitað eðalfólk, það er bara þannig,“ bætir hún við. Smáatriðin eru oft stærstu atriðin Hjónin hafa lagt áherslu á að fylgja stemmingu hússins (það er byggt 1946). Þau leggja upp með að finna gamla hluti og nota þá til að gera gistiheimilið hlýlegt og heimilis- legt. Þetta mjatlast því inn því hver hlutur sem kemur inn er úthugs- aður. Guðrún eyddi t.d. nóvember til janúar í að gera upp gamla stóla og borð. Bæði er það ódýr leið til að mubla upp eitt stykki gisti- heimili nú og svo er það hlýlegt og umfram allt umhverfisvænt. Fata- hengin koma svo úr Kjarnaskógi og hinni íslensku fjöru. Böðvar sá um að smíða bekki í setustofu sem og rúmgafla og náttborð. -viðtal pósturu vf@vf.is -fréttir pósturu vf@vf.is Um sannkallað fjölskyldufyrirtæki er að ræða en unglingsstúlkurnar tvær á heimilinu eru duglegar að hjálpa til við reksturinn. Böðvar var verkefnastjóri hjá stærsta byggingarverktaka á Akureyri en honum fannst sem hann væri staðnaður þar. Hann fór því að starfa sjálf- stætt við verkefnastjórnun. „Síðan er ég beðinn um að stofna byggingar- fyrirtæki ásamt kunningja mínum. Ég ákveð að láta slag standa. Það er mjög mikið að gera hérna í byggingarbransanum.“Hvítahúsinu - Böðvar og Guðrún reka gistihús á besta stað á Akureyri ■■ Sveitarfélagið Garður: Einar Jón forseti og Jónína formaður Einar Jón Pálsson verður for s e t i b æ j ar stj ór n ar Sveitarfélagsins Garðs næstu fjögur árin. Þetta var samþykkt með fimm atkvæðum D-lista á fundi bæjarstjórnar Garðs þann 18. júní sl. Fulltrúar N- lista sátu hjá. Brynja Kristjáns- dóttir verður fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Jónína Hólm 2. varaforseti. Jónína Magnúsdóttir verður for- maður bæjarráðs. Skipað var í bæjarráð til eins árs en auk Jónínu Magnúsdóttur skipa það þau Gísli Heiðarsson og Jónína Hólm. Varamenn í bæjarráði eru Einar Tryggvason, Brynja Krist- jánsdóttir og Pálmi Guðmunds- son en bæjarráð var samþykkt samhljóða á síðasta fundi bæjar- stjórnar. Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri Bæjarstjórn Sveitarfélags-ins Garðs hefur samþykkt samhljóða að ráða Magnús Stefánsson sem bæjarstjóra Garðs og gildir ráðningin fyrir kjörtímabilið 2014 til 2018, með þeim fyrirvara að ef honum verður sagt upp áður en kjörtímabilinu lýkur fái hann laun í sex mánuði. Einari Jóni Pálssyni, forseta bæjarstjórnar, hefur verið falið að gera ráðningarsamning við bæjarstjóra sem verður lagður fyrir bæjarráð og staðfestur af bæjarstjórn. Magnús var ráðinn sem bæjar- stjóri í Garði á nýliðnu kjör- tímabili eftir að meirihluti sjálf- stæðismanna klofnaði og Ás- mundi Friðrikssyni var sagt upp starfi bæjarstjóra. Duglegir nemendur sem auka lestrarkunnáttu sína í sumarfríinu Þessa dagana eru nemendur í 1.- 4. bekk í Stóru-Vogaskóla á nám-skeiði sem hefur það að markmiði að auka lestrarfærni þeirra. Þrettán nemendum var boðin þátttaka og þáðu allir boðið. Á nám- skeiðinu eru notaðar tvær stofur, (hreyfistofa og vinnustofa), útisvæði og bókasafn. Unnið er með nemendum á fjölbreyttan hátt þar sem skiptast á leikir og lestrarverkefni. Áhersla er lögð á samhæfingu hugar og handar, hlustun, minni, einbeitingu, málörvun, hreyfileiki o.fl. Öll verkefni eru þannig sett upp að allir geti tekið þátt og skemmt sér. Einn reyndur kennari skipuleggur námskeiðið og hefur sér til að- stoðar þrjá nemendur úr vinnu- skólanum. Hver dagur hefst í hreyfistofunni þar sem unnið er með málörvun og hreyfingu. Þá er farið í vinnu- stofu þar sem unnin eru alls konar lestrarverkefni. Í frímínútum er farið í skipulagða leiki þar sem reynir á einbeitingu, jafnvægi og samhæfingu. Þá er komið inn í nesti og kenndur nýr hreyfileikur áður en farið er í vinnustofu þar sem unnin eru lestrarverkefni og endað á félagalestri (PALS, pör að lesa saman). Í lok dags er slakað á í hreyfistof- unni, rifjaður upp lærdómur dagsins, og allir fara sáttir og glaðir heim. Síðan verður boðið upp á fram- haldsnámskeið í ágúst. „Það er virkilega gaman að fylgjast með glöðum og eftirvæntingar- fullum börnunum, áhugasömum og flottum unglingunum og kenn- ara dansa, leika og síðast en ekki síst lesa,“ segir Svava Bogadóttir skólastjóri Stóru-Vogaskóla. ■■ Leikum og lesum í Vogunum:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.