Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.07.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 31.07.2014, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 31. júlí 2014 13 Hvernig kom það til að þú fórst út sem skiptinemi? „Mig langaði bara aðeins að breyta til. Hér heima hef ég alltaf verið í sama skólanum, búið í sama húsinu í sama bænum. Mig langaði bara að prófa að flytja út og upplifa eitthvað nýtt,“ segir Helena sem alin er upp í Móahverfinu í Njarðvík. Hún hefur þó alltaf verið í skóla í Keflavík og æft körfubolta þar. Ævintýrið næstum úti áður en það byrjaði Helena var á leið til fjölskyldu í Ho- uston í Texas en skyndilega breytt- ist allt á svipstundu. „Ég var komin í samband við fjölskylduna og var meira að segja búin að pakka niður fyrir Texas. Nóttina áður en ég átti að fara í flug fékk mamma mín svo símtal frá verðandi fósturfjölskyldu minni í Texas þar sem mamman hafði fengið stöðuhækkun og þyrfti í kjölfarið að flytja til Californiu mjög fljótlega. Hún sá sér ekki fært að taka á móti mér á nýja staðnum og því var farið í að reyna að finna fjölskyldu í kringum skólann sem ég var komin inn í í Houston. Það tókst ekki en hins vegar fannst fyrir mig fjölskylda í Illinois,“ segir Hel- ena sem íhugaði á tímabili að hætta við allt saman og vera um kyrrt heima fyrir. „Til að byrja með var ég í algjöru sjokki af því að ég var orðin svo spennt að fara til Houston. Það var búið að halda fyrir mig kveðjupartý og allt. Ég hugsaði í smá stund um að hætta við þetta allt saman en ákvað síðan að pakka ofan í nýja tösku þar sem ég þurfti á aðeins hlýrri fötum að halda í Illinois en í Texas,“ segir hún en það er augljóst að þetta smávægilega bakslag situr ekki lengur í henni. Fjölskyldan var með annan skiptinema Helena flutti til fjölskyldu sem býr í pínulitlum bæ í um tveggja tíma fjarlægð frá borginni Chicago í Illinois-fylki. Þar búa um 1000 manns en hins vegar eru fullt af litlum bæjum í kring. „Það er langt að keyra í allt eins og er oft í smá- bæjum í Bandaríkjunum. Í skól- anum mínum voru 350 nemendur sem samanstóðu af krökkum úr öllum bæjunum í kring. Fjöl- skyldan sem ég dvaldi hjá var með annan skiptinema, stelpu frá Mexíkó, hjá sér fyrir þannig að ég endaði á því að deila með henni herbergi. Síðan var þarna annar skiptinemi í skólanum, strákur frá Þýskalandi.“ Stundaði frjálsar íþróttir og víðavangshlaup Helena segir dvöl sína hafa verið lærdómsríka en hún prófaði þar ýmsa nýja hluti og kynntist fjölda fólks. „Þessi lífsreynsla var æðisleg, ég lærði svo mikið og prófaði nýja hluti eins og t.d. að æfa „cross- country“ sem er víðavangshlaup. Svo æfði ég líka frjálsar íþróttir en ég hafði aldrei stundað þær áður. Á vetrartímabilinu æfði ég körfubolta en það hafði ég æft í mörg ár heima með Keflavík áður en ég fór út.“ Helena átti eftir að láta mikið að sér kveða bæði í frjálsum íþróttum og körfuboltanum. Fólk læsir ekki bílum eða húsum sínum „Það var ótrúlega gaman að kynn- ast svo mikið af nýju fólki. Mér finnst Ameríkanar almennt vera mjög vinalegir og hjálplegir, flestir voru mikið að spyrja mig spurn- inga og forvitnast um mig og mitt líf. Svo var mjög góð stemning í litla bænum, það var enginn að læsa húsunum eða bílunum sínum. Mamma var búin að segja mér að vera alltaf varkár og ekki treysta neinum ókunnugum, svona eins og mömmum er kannski lagið. Það var þó engin þörf á því en í litla bænum voru allir mjög indælir.“ Komst á verðlaunapall í hlaupum og fór hamförum í körfunni Eftir að út var komið ákvað Helena að prófa að æfa víðavangshlaup þar sem íþróttunum í menntaskólum Bandaríkjanna er skipt niður í tímabil en körfuboltinn er bara spilaður yfir veturinn. „Ég vildi byrja að hreyfa mig til þess að vera í góðu formi þegar karfan byrjaði. Þjálfarinn í víðavangshlaupinu var sá sami og í frjálsum og hann hvatti mig til þess að prófa það líka. Ég hafði enga trú á mér í byrjun að ég gæti farið í þrístökk og fleiri greinar en þjálfarinn vildi meina að ég gæti þetta alveg. Síðan gekk það bara mjög vel og var ótrúlega skemmtilegt,“ en Helena prófaði líka grindarhlaup sem gekk ágæt- lega þó svo að hún hefði engan grunn í þessum íþróttum. Helena var mest í hlaupunum og var valin í fjögurra manna boðhlaupslið en lið hennar lenti í þriðja sæti í fylkis- keppninni (state championship) í sínum stærðarflokki. Í körfu- boltanum var Helena svo valin til að taka þátt í stjörnuleiknum í fylkinu en það var mikil viður- kenning að sögn Helenu. Körfu- boltaliðinu hafði ekki gengið mjög vel árinu áður og aðeins unnið einn leik. „Við unnum hins vegar 11 leiki þannig að það voru allir voða ánægðir með okkar frammistöðu á síðasta tímabili.“ Helena var með 8,2 stig að leik og var stigahæst í liðinu sínu og líka með flestar stoðsendingar. Körfu- boltinn er aðeins öðruvísi þarna úti, engin skotklukka og því er skorað miklu minna en t.d. í leikj- unum hérna heima. Í lok tíma- bilsins var Helena svo valin besti varnarmaðurinn og með bestu skot- og vítanýtinguna. „Það var mjög gaman að spila svona stórt hlutverk í liðinu,“ segir Helena hógværðin uppmáluð. Helena fékk að ferðast á meðan á dvölinni stóð og skoða sig um í Ameríkunni. „Fjölskyldan leyfði okkur skiptinemasystrum að velja sitthvort fylkið sem við vildum heimsækja. Hún vildi fara til New York og ég til Florida og við fórum í stuttar ferðir til beggja staða. Svo fórum við líka til Boston og ég fór með skólanum í ferð til Minne- sota. Auðvitað var svo oft farið til Chicago og mér fannst borgin mjög skemmtileg. Ég náði ekki að fara á NBA leik en fór hins vegar á háskólaboltann, á leik hjá Univer- sity of Illinois en þar var svakaleg stemning,“ segir Helena. Núna langar hana að ferðast meira um heiminn og fara jafnvel í nám einhvern tímann úti seinna meir. „Ég mun pottþétt fara og heim- sækja skiptinemasystur mína til Mexíkó og vonandi vera þar í einhvern tíma. Þetta opnar augu manns fyrir svo miklum tæki- færum sem eru í boði fyrir ungt fólk í dag,“ segir Helena að lokum. Njarðvíkingurinn Helena Árnadóttir lagði í fyrra land undir fót, en hún fór þá sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Allt útlit var fyrir að ekkert yrði af vista- skiptum hennar en nóttina fyrir brottför Helenu kom babb í bátinn. Helena segir dvöl sína hafa opnað augu hennar og núna langar hana að ferðast víða og skoða heiminn. við hérna á Réttinum höfum ákveðið að fresta hinum mánaðarlega kótilettudegi um eina viku þar sem það eru svo margir á ferð og ugi um Verslunarmannahelgina. Einnig verður lokað hjá okkur föstudagskvöldið 1. ágúst. Gangið hægt um gleðinnar dyr og komið heil heim. Sumarkveðjur. KÆRU VINIR TIL SJÁVAR OG SVEITA, Þessi lífsreynsla var æðisleg, ég lærði svo mikið og prófaði nýja hluti. Helena ásamt bandarísku fjölskyldunni sinni. Helena ferðaðist vítt og breitt um Bandaríkin.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.