Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 28.08.2014, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. ágúst 2014 11 444 9900 www.omnis.is Akranesi Dalbraut 1 Borgarnesi Borgarbraut 61 Reykjanesbæ Tjarnargötu 7 B ir t m eð f yr ri va ra u m p re nt vi llu r o g m yn da br en gl . Dell Inspiron 15 (3542) i3 Dell Inspiron 15 (3542) Celeron Dell Inspiron 11 (3147) Flottar í skólann og afþreyinguna Dell Inspiron 15 (3542) i5 kr. 109.990 kr. 99.990kr. 79.990 kr. 119.990 Heiti: Dell Inspiron 11 (3147) Skjár: 11.6” IPS HD LED Truelife snertiskjár (1366x768) Örgjörvi: Intel Pentium N3530 (2.16GHz, 2MB, Quad Core) Vinnsluminni: 4GB minni Harður diskur: 500 GB diskur Skjástýring: Intel HD Graphics 2000 skjástýring Rafhlaða: 3 Cell 43W/HR Lithium-Ion rafhlaða Þyngd: 1.41kg Stýrikerfi: Windows 8.1 Ábyrgð: 3 ára ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu Vörunúmer: INSPIRON3147#01 Skjár: 15.6” HD WLED True-Life 15.6” HD WLED True-Life 15.6” HD WLED True-Life Örgjörvi: Intel Celeron 2957U Intel Corei3-4030U Intel Core i5-4210U (1.4GHz, 2MB, Dual Core) (1.9GHz, 3MB, Dual Core) (upp í 2.7GHz, 3MB, Dual Core) Vinnsluminni: 4GB minni 4GB minni 4GB minni Harður diskur: 500 GB diskur 500 GB diskur 500 GB diskur Skjákort: Intel HD Graphics4000 Intel HD Graphics4400 2GB NVIDIA GeForce 820M DDR3L Rafhlaða: 4 Cell 40W/HR 4 Cell 40W/HR 4 Cell 40W/HR Lithium-Ion rafhlaða Lithium-Ion rafhlaða Lithium-Ion rafhlaða Þyngd: 2.16kg 2.16kg 2.16kg Stýrikerfi: Windows 8.1 Windows 8.1 Windows 8.1 Ábyrgð: 3 ára ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu 3 ára ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu 3 ára ábyrgð, 1 ár á rafhlöðu Vörunúmer: INSPIRON3542#01 INSPIRON3542#03 INSPIRON3542#03-BL hátt að mun meiri hækkanirnar voru lagðar á íbúðaeigendur en fyrirtækin. Segja má að þann- ig hafa íbúðaeigendur verið látnir taka mun stærri þátt í að niður- greiða taprekstur fyrirtækisins. Það er alveg augljóst að sú leið sem farin var þjónaði alls ekki hagsmunum fyrirtækisins og það er einnig alveg augljóst að þessi leið sem farin var þjónaði alls ekki hagsmunum íbú- anna,“ sagði Jón á aðalfundinum. Gjöldin hækkuðu um 91% á sex árum Á sex ára tímabili á árunum 2006 til og með 2011 hækkuðu sorp- gjöldin á Suðurnesjum sem hér segir: Sorpgjöld á íbúa innheimt með fasteignagjöldum hækkuðu um 91%. Á sama tímabili hækkaði gjaldskrá fyrir stofnanir og fyrir- tæki aðeins um 37% og gjaldskrá fyrir spilliefni og sóttmengaðan úr- gang, efni sem valda langmestum brennslukostnaði hækkaði aðeins um 30%. „Nú hefur verið breytt um takt og þessum gjaldtökumálum algjörlega verið snúið við og á síðustu þremur árum, þ.e. frá 2012 til og með 2014 hefur þetta breyst umtals- vert og sorpgjöldin hækkað sem hér segir: Sorpgjöld innheimt með fasteignagjöldum hafa hækkað um 3%. Gjaldskrá fyrir stofnanir og fyrirtæki hefur hækkað um 23%. Gjaldskrá fyrir spilliefni og sótt- mengaðan úrgang hefur hækkað að meðaltali um 55% á þessum þremur árum. Með þessari miklu stefnubreytingu hefur á síðustu misserum orðið verulegur viðsnúningur í gjald- tökumálum fyrirtækisins eins og sjá má. Stefnan var sett á að verð- leggja þjónustuna í sem mestu samræmi við þann kostnað sem úrgangsefni valda í brennslunni. Einnig hefur verið tekið tillit til þess að mikið magn berst til fyrir- tækisins af óendurvinnanlegum úrgangsefnum sem við getum ekki brennt og verðum að láta flytja til Sorpu til urðunar. Allt veldur þetta mjög miklum kostnaði fyrir fyrir- tækið og þess vegna skiptir öllu máli að verðleggja þjónustuna rétt, hafa góða yfirsýn á allri starfsem- inni og að hafa vel mótaðar vinnu- og umgengnisreglur sem við- skiptaaðilar fyrirtækisins þurfa að framfylgja,“ segir Jón og bætir við: „Það var einhver albesta ákvörðun sem við höfum tekið í gjaldtöku- málum var að taka upp gjaldskyldu á gámaplönum fyrirtækisins“. Greiddu ekkert fyrir 1000 tonn á ári Jón segir í samtali við Víkurfréttir að áður en gjaldtakan var tekin upp komu 800 til 1000 tonn á ári af gjaldskyldum úrgangi á gáma- plönin m.a. frá fyrirtækjum og minni rekstraraðilum sem engin greiðsla fékkst fyrir. Miðað við gjaldskrá nú eru þetta tekjur upp á um 16 til 18 milljónir króna á ári. Auk þess innheimtast 4 til 5 millj- ónir króna á ári af einstaklingum fyrir greiðsluskyldan úrgang. „Með ákvörðun um gjaldtöku á gámaplönum hefur þannig tekist að koma í veg fyrir að fyrirtækjum sé gróflega mismunað og einnig er nú tryggt að ákvæðum sam- þykkta um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum er mun betur framfylgt. Fullyrða má að settar reglur og gjaldtaka á gámaplönum hafi einnig átt hvað stærstan þátt í að stöðva þá slæmu stefnu sem leiddi af sér gengdarlausar hækk- anir sorpgjalda á íbúðaeigendur. Meðal annars þess vegna hefur ekki þurft að hækka sorpgjöld á íbúana um meira en 3% á síðastliðnum þremur árum eins og fram kom hér áður. Með sama aðhaldi og góðum skilningi fyrir því að hafa stefnuna í gjaldtökumálum Kölku eins og hér hefur verið lýst, er það von mín að sorpgjöld á fasteignaeigendur geti haldist óbreytt áfram árið 2015. Ég segi þetta þó með smá fyrirvara,“ segir Jón. Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa að meðaltali komið um 1500 aðilar á gámaplönin í hverjum mánuði. Af þessum 1500 aðilum koma um 80% eða um 1200 aðilar með gjald- frjálsan úrgang og greiða þ.a.l. ekk- ert gjald. Af þeim 20% þ.e. 300 að- ilum sem koma með gjaldskyldan úrgang, eru um 65% eða um 200 aðilar sem greiða lágmarksgjald kr. 875. Það eru því aðeins um 100 aðilar þ.e. um 7% þeirra sem koma á gámaplönin í hverjum mánuði sem greiða meira en lágmarksgjald. Sumir þessara aðila eru rekstrarað- ilar sem koma með úrgang sinn utan opnunartíma fyrir móttöku úrgangs frá fyrirtækjum. Af þessu má sjá að gjaldtaka á gámaplönum Kölku er sannarlega ekki fjárhags- lega íþyngjandi fyrir íbúa á Suður- nesjum. 340 tonn á tveimur dögum Í vor var ráðist í hreinsunarátak á Suðurnesjum þar sem boðið var upp á tvo gjaldfrjálsa daga hjá Kölku fyrir heimilin á svæðinu. Á þessum tveimur dögum bárust samtals 340 tonn af rusli en mjög stór hluti af því var timburúr- gangur. Þegar horft er í hauginn sem barst má glögglega sjá að stór hluti af þessum 340 tonnum hefur alls ekki verið rusl frá heimilum eða það sem safnast hefur fyrir í bíl- skúrum og geymslum. Þá var stór hluti af ruslinu þannig að það fer ekki til brennslu hjá Kölku, heldur þarf að fara til förgunar á annan hátt. Kostnaður Kölku vegna þessa umhverfisátaks er áætlaður um 8-10 milljónir króna. Jón Norðfjörð segir ljóst að hreinsunarátak sem þetta þurfi að vinna með öðrum hætti, því stór hluti af ruslinu sem safnaðist sé í raun frá atvinnustarf- semi og ætti að vera gjaldskylt. Fjórir af starfsmönnum Kölku í Helguvík. Frá vinstri: Ingþór Karlsson, Loftur Sigvaldason, Axel Þórisson og Jón Norðfjörð. Kalka í Helguvík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.