Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.10.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 09.10.2014, Blaðsíða 16
fimmtudagurinn 9. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR16 Sigríður Magnúsdóttir, Einar Haukur Helgason, Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, Kristbjörg Jónína Magnúsdóttir, Sjöfn Magnúsdóttir, Óskar Gunnarsson, Elísabet Magnúsdóttir, Hafþór Óskarsson, Pétur Magnússon, Valerie Jaqueline Harris, Sigurborg Magnúsdóttir, Gunnar Ellert Geirsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Magnús Jónsson, Háteigi 19, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, miðvikudaginn 24. september 2014. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til starfs- fólks legudeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja D-álmu. Hafsteinn Sigurvinsson, Sigurvin Ægir Sigurvinsson, Bergþóra Sigurjónsdóttir, Ólöf Sigurvinsdóttir, Halldór Rúnar Þorkelsson, Dröfn Sigurvinsdóttir, Karítas Sigurvinsdóttir, Tryggvi Björn Tryggvason, Hreinn Steinþórsson, Leo George , Þorvaldur Kjartansson, barnabörn, barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Karlsdóttir, Vesturbraut 11, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 5. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju kl. 13:00 þann 16. október. Guðrún Sonja Hreinsdóttir, Jóhanna Andrea Markúsdóttir, Guðmundur Hreinn Markússon, Valur Ingi Markússon, Þorvaldur Markússon, Jóhanna Andrea Markúsdóttir, Valur Kristinsson, Þórunn Ólöf Valsdóttir,  Kristinn Ingi Valsson, Daníel Þór Valsson, Markús Hreinn Jóhönnuson, Einlægar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, sonar, bróður og afa, Markúsar Karls Valssonar, Heiðartúni 4 Garði, sérstakar þakkir til SBK og Kaffi Duus fyrir stuðning á erfiðum tíma. Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir, Gunnbjörn Ólafsson, Guðný Ösp Ólafsdóttir, Gerilaug Jónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Bjartmar Hannesson. Ólafur Helgi Gunnbjörnsson, Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, Gestrún Sveinsdóttir, fyrrum kaupmaður á Tálknafirði, Ægisvöllum 1, Keflavík, sem lést þann 1. október í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 10. október kl. 13:00. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á félagið Heilavernd. Undanfarnar v i kur hafa staðið yfir æfingar á reví- unni „Með ryk í auga“ sem Leik- félag Keflavíkur frumsýnir þann 31. október. Það eru bæði nýir og gamalreyndir leikfélagar sem semja verkið að þessu sinni en af nægu er að taka enda mikið gerst á undanförnum árum hér á svæðinu. Leikstjórinn Hjálmar Hjálmarsson sagði í samtali við Víkurfréttir að mikill kraftur og áhugi einkenndi alla þá sem að verkinu koma hvort heldur um er að ræða höfunda, leikara eða aðra. „Þetta er frábær hópur og augljóst að leikfélagið býr yfir feikna kraft- miklu fólki,“ segir Hjálmar.“ Hann sagði það mikinn heiður að fá tæki- færi til þess að setja á svið revíu með þessu metnaðarfulla fólki og hann hlakkar til frumsýningar- innar. Það hvílir reyndar mikil leynd yfir þeim mönnum og málefnum sem tekin eru fyrir og öruggt að ein- hverjir verða pínu fúlir en þann- ig eru þessar revíur bara og hafa verið í gegnum tíðina; einhverjir fara í fýlu ef þeir eru teknir fyrir og aðrir verða fúlir yfir því að vera ekki teknir fyrir, aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Eitt er þó á hreinu miðað við hlátrasköllin og fjörið sem einkenndi leikara- hópinn þegar blaðamaður kíkti á æfingu að þarna eru á ferðinni bráðfyndnir þættir og stiklað er á ýmsum málum sem allir ættu að þekkja úr sveitarfélögunum hér á Suðurnesjum. Með ryk í auga – Bráðfyndin revía frumsýnd í lok oktober -mannlíf pósturu vf@vf.is ■■ Skapa sendiherra aðgengis með fyrirlestrum um landið: Ekki eins og að sitja í stól „Við gerum þetta til að skapa sendiherra aðgengis í framtíð- inni; að þau muni hafa upplifað á eigin skinni hvernig er að mæta þeim hrindrunum sem þau mæta þegar þau fara um bæinn sinn. Við vonumst til að þegar þau verða t.d. stjórnmálamenn, arkitektar eða byggingafulltrúar í framtíðinni, þá muni þau eftir þessari reynslu og skili henni inn í sín störf,“ segir Árnný Guð- jónsdóttir, fulltrúi hjá MND félaginu og dóttir formanns fé- lagsins, Guðjóns Sigurðssonar. Þau feðgin, ásamt Arnari Helga Lárussyni, formanni SEM sam- takanna og Tryggva Frey Torfa- syni, fulltrúa MND félagsins, hófu hringferð um landið í Njarðvíkurskóla sl. mánudag. Stefnan er tekin á grunnskólana þar sem efld verður vitund 10. bekkinga um aðgengismál með fyrirlestrum. Greina hindranir í nærumhverfi Árnný segir verkefnið ganga út á kynna hvað hægt sé að gera þrátt fyrir takmarkanir sem hjólastóll veldur. Í kjölfarið verður haldin keppni sem gengur út á að nem- endur, 4-6 saman í hóp, fá af- hentan hjólastól og hafa hann í 24 klukkustundir. Þau muni greina hindranir í sínu nærum- hverfi og koma mögulega með einhverjar lausnir. „Við erum að í raun að virkja kraftinn í unga fólkinu því oft er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Þess vegna völdum aldurshópinn sem mun erfa landið. Þau hafa tvær vikur til að skila okkur skýrslu sem inni- heldur uppl um hrindarnir og lausn við þeim.“ Erfitt að skreppa út í bakarí Arnar Helgi bætir við að verkefnið sé mjög þarft. „Við Guðjón sýnum þeim hvað við getum og gerum en á móti átta þau sig vonandi á að þetta er ekki hindranalaust og við þurfum að hafa miklu meira fyrir því að t.d. skreppa út í bakarí. Við þurfum að velja bakaríið úr frá aðgengi. Þetta er ekki bara eins og að sitja í stól.“ Guðjón Sigurðsson, formaður MND.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.