Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2015, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 16.04.2015, Blaðsíða 4
4 fimmtudaginn 16. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR Bláa Lónið og Jáverk hafa undirritað verksamning vegna stækkunar upplifunar- svæðis Bláa Lónsins og bygg- ingar lúxus hótels. Samningurinn hljóðar upp á 3,4 milljarða króna en samtals er heildarkostnaður- inn vegna framkvæmdanna um 6 milljarðar. Mannvirki Bláa Lóns- ins munu tvöfaldast að stærð. Hundrað ný störf verða til og verða því um 400 eftir opnunina sem gert er ráð fyrir í upphafi árs 2017. Á framkvæmdatíma, sem áætlað er að verði tvö ár, munu 150 starfsmenn starfa við verk- efnið. Endurhönnun og stækkun nú- verandi lónssvæðis er mikilvægur hluti verkefnisins. Þá verður nýtt spa upplifunarsvæði byggt inn í hraunið vestur af núverandi lóni og mun það tengja núverandi lón og nýtt lúxushótel . Með tilkomu hót- elsins verður fyrsta flokks gisting hluti af upplifun Bláa Lónsins. Í hótelinu er gert ráð fyrir 60 her- bergjum, fundarsal og veitingastað. Stækkun og endurhönnun nú- verandi upplifunarsvæðis er mikil- vægur þáttur uppbyggingarinnar, en lónið sjálft verður stækkað um helming. Ný og glæsileg aðstaða fyrir spa meðferðir sem boðið er upp á ofaní lóninu er hluti stækkunarinnar. Verkefnið er í takt við þróun Bláa Lónsins undanfarin ár þar sem jafnt og þétt hefur verið unnið að því að auka úrval og gæði þjónustu. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, sagði við þetta tækifæri að það væri ánægjulegt að ganga til samninga við Jáverk. „Fyrirtækið er þekkt fyrir vönduð og góð vinnu- brögð. Við hlökkum til samstarfs við Jáverk við það metnaðarfulla uppbyggingarverkefni sem við höfum nú hafið.“ Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverk, sagði við undirritunina að mannvirki og hönnun Bláa Lónsins væri þekkt fyrir samspil hins mann- gerða og náttúrulega umhverfis. „Hinar nýju byggingar verða engin undantekning. Verkefnið er því í senn spennandi og mikil áskorun.“ Eitt hundrað ný störf í ferðaþjónustu Gert er ráð fyrir 100 nýjum störfum í tengslum við stækkun upplif- -fréttir pósturu vf@vf.is www.sgs.is SAMEINUÐ BERJUMST VIÐ! KJÓSTU JÁ ■■ Sex milljarða framkvæmdir við Bláa Lónið: Lúxushótel opnar 2017 - Mannvirki Bláa Lónsins munu tvöfaldast að stærð. 150 starfsmenn vinna við hótelbygginguna og 100 ný störf verða til eftir opnun. www.kia.com7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland Upplifðu nýjan og glæsilegan Kia Sorento Br an de nb ur g Fullbúinn Fullorðins Fullkominn Nýr Kia Sorento Kia Sorento bíður þín hjá K. Steinarssyni. Komdu og prófaðu. Komdu og fagnaðu með okkur um leið og við kynnum glænýjan Kia Sorento hjá K. Steinarssyni í Reykjanesbæ, laugardaginn 18. apríl frá kl. 12 til 17. Um er að ræða 3. kynslóð Sorento sem státar m.a. af 200 hestafla sparneytinni dísilvél, íslensku leiðsögukerfi og bakkmyndavél. Kia Sorento fylgir 7 ára ábyrgð. Frumsýndur laugardaginn 18. apríl Holtsgötu 52 · Reykjanesbæ 420 5000 · ksteinarsson.is Fegurð í hrauninu. Starfsmenn verkfræðistofa, verktaka og Bláa Lónsins skoðuðu aðstæður á vettvangi. Umhverfið er ægifagurt. VF-myndir/pket. Það er ekki einfalt að byggja hótel inni í hrauni. Hótelgestir munu upp- lifa veruna á einstakan hátt. Neðri mynd: Þriggja milljarða samningur hand- salaður hjá Grími og Gylfa. GERUM TILBOÐ Í ALLA INNANHÚSSMÍÐI   INNHUS.EHF@GMAIL.COM GSM 899 3743 Vorhátíð eldri borgara er í Eldborg í Grindavík 23. apríl kl. 15:00. Bíósýning: VIÐ ERUM TIL Sambíóinu í Reykjanesbæ 21. apríl kl. 16:30. Frítt er fyrir alla eldri borgara sem hafa greitt árgjaldið fyrir 2014, kr. 500,- fyrir aðra Allir velkomnir. SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA - nýjung í fjölmiðlun VF frá árinu 2013. Mannlíf, fjör og atvinnulífið á Suðurnesjum. Vikulegur þáttur sýndur á ÍNN, á vf.is og hjá Kapalvæðingu í Reykjanesbæ. VÍKURFRÉTTIR - vikulegt fréttablað - dreift frítt inn á hvert heimili og fyrirtæki á Suðurnesjum Nýtt efni, viðtöl, menning, mannlíf, íþróttir, greinar og pistlar. FRÉTTAVEFURINN VF.IS - vinsælasti héraðsfréttavefurinn í 20 ár og einn af 25 vinsælustu vefjum landsins. GOLFVEFURINN KYLFINGUR.IS - vinsælasti golffréttavefur landsins fagnar 10 ára afmæli á þessu ári. PRENTÞJÓNUSTAN OG HÖNNUN Auglýsingahönnun í blöð, bæklinga, kynningarefni og hvers kyns prentverk. Nafnspjöld, logo og myndbandsgerð. Gerum tilboð. VÍKURFRÉTTIR Sími 421 0000 01 02 03 04 05 unarsvæðis Bláa Lónsins og mun hluti starfsfólks hefja störf á fram- kvæmdatíma. Störfin verða fjöl- breytt, en eins og önnur störf hjá fyrirtækinu munu þau miða að því að veita gestum Bláa Lónsins góða og fágaða þjónustu. Hluti starf- anna sem verða til við stækkunina munu kalla á háskólamenntað fólk og starfsmenn með sérþekkingu á sviði heilsu og vellíðunar. Hjá Bláa Lóninu starfa um 300 starfsmenn Orlofshús VSFK Sumar 2015 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabilið er frá föstudeginum 29. maí og fram til föstudagsins 28. ágúst 2015. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og einnig inn á heimasíðu vsfk.is. Umsóknafrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 27. apríl 2015. Úthlutað verður samkvæmt punktaker. Orlofsnefnd VSFK á ársgrunni. Að framkvæmdum loknum er gert ráð fyrir því að heildarstarfsmannafjöldi verði 400.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.