Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2015, Síða 8

Víkurfréttir - 16.04.2015, Síða 8
8 fimmtudaginn 16. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR Laghentir ehf. · Bolafæti 1 · 260 Reykjanesbæ · Sími 456 7600 · Gsm 861 7600 · www.laghentir.is Opið alla virka daga frá kl. 8.00-17.00 ALHLIÐA BÍLAÞJÓNUSTA Sala varahluta og aukahluta frá Stillingu hf. Bætiefni og olíur Bremsuklossar BremsudiskarÞurrkublöðRafgeymar í tilefni 5 ára afmælis okkar 50% afsláttur af smurolíum og smursíum við olíuskipti50% afsláttur Gildir út apríl Kristján hættir sem formaður FFR „Hef tekið þá ákvörðun í sam- ráði við fjölskyldu mína, félaga og vini að bjóða mig ekki fram til formanns í Félagi flugmálastarfs- manna ríkisins. Stjórnaskipti fara því fram á komandi aðalfundi FFR sem verður í lok aprílmán- aðar. Einn listi barst kjörstjórn og því kemur ekki til kosninga í félaginu,“ segir Kristján Jóhanns- son í tilkynningu á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Hann hefur sinnt starfi formanns og fram- kvæmdastjóra FFR undanfarin tvö ár. Gustað hefur um Kristján í for- mannsembættinu í verkfallsað- gerðum og viðræðum frá því í haust og hann m.a. sakaður um að hafa ofurlaun. Á þriðja tug fé- lagsmanna gengu af félagsfundi í byrjun mars, þar sem ræða átti fjárhagsstöðu félagsins og nýtt samkomulag á milli FFR og SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Þeir vildu ekki taka þátt í um- ræðu um launakostnað og rekstur félagsins. Kristján gekk einnig sjálfur af þeim fundi. Í samtali við Ví k u r f r é t t i r vildi Kristján ekki tjá sig fyrr en eftir aðal- fund, annað en það sem fram kemur í yfirlýsingunni og það að hann gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Þegar hefur eitt fram- boð borist núverandi stjórn FFR sem tilkynnt verður á aðalfund- inum í lok apríl. Núverandi stjórn gefur ekki kost á sér. Fræða skólabörn í Garði um Unu í Sjólyst Gengið hefur verið frá samningi milli Hollvina Unu og Gerðaskóla í Garði um samstarf um að fræða nemendur Gerðaskóla um líf og starf Unu Guðmundsdóttur og framlag hennar til heimabyggðarinnar í Garði. Frá þessu er greint á vef Sveitarfélagsins Garðs. Una bjó í Sjólyst í Garði lengst af ævi sinni og í dag er heimili hennar varð- veitt af Hollvinasamtökum Unu. Ágúst Ólason skólastjóri Gerðaskóla og Erna Marsibil Sveinbjarnardóttir formaður Hollvina Unu undirrituðu samninginn. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir í pistli á vef bæjarains mikilvægt að halda merki- legri sögu á lofti og uppfræða yngstu kynslóðirnar á hverjum tíma um líf og störf fyrri kynslóða. Ágúst skólastjóri og Erna formaður Holl- vina Unu undirrita samninginn. Bæjarstjórn Sveitarfélags-ins Garðs lýsir miklum áhyggjum af slæmu ástandi þjóð- vega í sveitarfélaginu. Af því stafar slysahætta og við það verður ekki unað“. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs sem samþykkt var ný Bæjarstjórn bendir á að slitlag á Garðvegi, milli Reykjanesbæjar og Garðs, er mjög illa farið, það er mishæðótt, holótt, sprungið og farið að brotna með köntum. Það sama á við um Sandgerðisveg, milli Garðs og Sandgerðis. Bæjar- stjórn ítrekar fyrri ábendingar um að nauðsynlega þurfi að breikka Sandgerðisveg, en um hann fer mikil umferð þungaflutninga og að vegurinn uppfylli ekki kröfur vegna þess. „Bæjarstjórn Garðs skorar á Vega- gerðina að nú þegar verði ráðist í nauðsynlegar endurbætur og lag- færingar á þjóðvegum í sveitar- félaginu. Við núverandi ástand og með stöðugt versnandi ástandi veganna er umferðaröryggi stefnt í óefni, með tilheyrandi slysahættu,“ segir einnig í bókun bæjarstjórnar. Slysahætta af slæmum þjóðvegum í Garði – nauðsynlega þarf að breikka Sandgerðisveg Taka undir ályktun um bráðavanda og Garðvang Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs tekur undir ályktun aðalfundar Félags eldri borgara á Suðurnesjum þar sem fram kemur að skorað er á sveitar- félögin á Suðurnesjum að sameinast um að mesti bráðavandinn er varðar hjúkrunarrými verði leystur með nauðsynlegum breytingum á húsnæði Garðvangs, þannig að þar verði hægt að útbúa heimili fyrir 15-20 ein- staklinga. Ályktunin FEBS er í samræmi við bókun bæjarstjórnar á 134. fundar bæjarstjórnar Garðs þann 4. febrúar 2015 um sama málefni. Innri-Njarðvíkurkirkja Aðalsafnaðarfundur haldinn í kirkjunnar 19. apríl kl.13:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd Fimleikadeild Keflavíkur leitar að þjálfara til þess að sjá um leikjanámskeið fimleikadeildarinnar í júní og ágúst. Boðið er upp á fjölbreytta hreyfidagskrá með fimleikaívafi. Síðastliðið sumar sóttu yfir 100 krakkar námskeiðið. Unglingar úr vinnuskólanum munu einnig aðstoða á námskeiðinu.  Í boði eru góð laun og ákveðið frjálsræði í að búa til dagskrá og skipulag.  Ef þú hefur áhuga á þessu starfi ,endilega sendu póst á fimleikar@keflavik.is fyrir 26. apríl 2015. FIMLEIKADEILD KEFLAVÍKUR ATVINNA -Gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.