Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2015, Page 16

Víkurfréttir - 16.04.2015, Page 16
16 fimmtudaginn 16. apríl 2015 • VÍKURFRÉTTIR -aðsent pósturu vf@vf.is Þá ritari skrif-a ð i s í ð a s t a pi st i l s i n n u m rósir við íslenskar aðstæður til að vekja athygli á fyrsta fundi félags- skapar okkar hér á Suðurnesjum hefur náttúran lítið gert til að minna okkur á að vorið ætti sam- kvæmt tímatöflu að hafa haldið innreið sína. Kári virðist ennþá eiga í fórum sínum firnamikið loft og þræsing sem hann deilir út markvisst svona til að minna á að hann hafi ennþá völdin. Hann útdeilir dagshléum á milli lægða til að menn fái að- eins ráðrúm til að jafna sig áður en næsti umgangur hefst. Enda fór það með fundinn góða að enginn mætti til að hlýða á glæsilegt erindi sem þar var flutt. Þannig var til- raun ritara tímaskekkja, því Suður- nesjamenn eiga nóg með sig, telja aura til að takast á við hækkað út- svar og hafa áhyggjur af mengun sem hugsanlega getur skapast af aukinni iðnaðarvæðingu á Helgu- víkursvæðinu. Yfir þetta dægur- þras er svartþrösturinn hafinn. Hann horfir yfir svæðið úr hæstu aspartoppum og syngur sínum fal- lega rómi án þess að hafa minnstu áhyggjur. Hann er byrjaður að tóna löngu fyrir fótaferð okkar tvífæt- linga, aðeins morgunskokkarar, eftirlegukindur skemmtanalífs- ins og þeir eftirlaunaþegar sem hættir eru að sofa á morgnana eiga þess kost að njóta hljómfegurðar þessa nýbúa sem svo sannarlega er velkominn að bætast við okkar fáskrúðugu fuglaflóru. Hann er í eðli sínu næturgali, eins og hann vilji helga sér trjátoppinn áður en bróðir hans skógarþrösturinn vaknar. Ritari átti þess kost nú um helgina að horfa á slíkan söngfugl úr nánd og fylgjast með hreyfingu barkakýlisins á meðan flutt voru heilu orgelverkin. Sértu ævinlega velkominn. Í verbúð minni þarna á Akranesi hef ég örsjaldan látið freistast af því að kaupa mér berjabox ættuðu frá heitu löndunum og seld eru í stórmörkuðum. Hef síðan gætt mér á kræsingunum, ýmist með rjóma eða ís sem viðbit. Þegar staðið er upp frá borðum finnst mér ég ennþá leitandi sál, í leit að hinu fullkomna bragði aldinsins sem ekki fylgdi með í Bónsusar- pakkanum, eins og bragðlaukum sé ekki alveg fullnægt. Þá reikar hugurinn að okkar eigin sumar- aldinum, sem hafa vaxið hægt við alla þá norrænu birtu sem sum- arið okkar veitir. Þvílíkan unað sem bragðlaukarnir upplifa þegar slíkt aldin er sett á tungu. Við spúsa mín eigum í fórum okkar töluvert magn af hreinni frosinni kræki- berjasaft á plastflöskum frá síðasta sumri án nokkurra bætiefna. Þegar hennar er neytt birtast manni ilmandi lyngbrekkur og heiðlóa í huga enda tærleikinn fullkominn. Þessu veldur, að berin þroskuðust hægt í bjartri sumartíðinni. Næt- urnar stundum svalar og dagarnir langir. Þannig náðu berin að safna í sig bragðefnum sem fullkomna verkið. Okkar norðlægu slóðir mynda þrátt fyrir veðrabrigði fullkominn skilyrði til að fá fram hreinleika og heilbrigða afurð. Öll aldin sem ná að þroskast við slíkar aðstæður gæla við bragðlaukana full af vítamínum og andoxunar- efnum. Ritari hlakkar alltaf til að setjast á jarðaberjakassana og tína upp í sig eitt og eitt fagurrautt ber gjarnan með rjómapela í hinni hendinni. Fátt kætir börnin meir en að taka þátt í slíkri uppskeru- hátíð. Nú ber svo við að fjöbreyti- leiki þeirra erlendu aldina sem ná þroska við íslenskar aðstæður eykst stöðugt. Ávaxtatrjáarækt er orðin vaxandi áhugamál fjölmargra. Ný yrki eru reynd með góðum árangri. Afkastamestu ræktendurnir eru að fá allt að 3000 aldin utanhúss. Við erum stöðugt að safna í reynslu- bankann meiri efnivið til árangurs- ríkrar ræktunar. Þessu viljum við í Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags- ins deila með ykkur sem áhuga hafa á næsta fundi. Við höfum fengið til liðs við okkur tvo mikla spekinga, hvar af annar er hrein- ræktaður Suðurnesjamaður. Þann 21. apríl verður haldinn fundur í Suðurnesjadeild Garð- yrkufélags Íslands um ræktun og umhirðu berja og ávaxtaplantna. Þeir félagar Kristinn H. Þorsteins- son verkefnastjóri Garðyrkjufélags Íslands og Carl J. Gränz formaður ávaxtaklúbbs Garðyrkjufélags Ís- lands verða framsögumenn þetta kvöld. Fundurinn verður hald- inn í húsi Rauða Kross Íslands, Smiðjuvöllum 8 Reykjanesbæ (ath. breyttan fundarstað) og hefst kl. 20. Allir eru velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar. Að- gangseyrir er 500 kr. Konráð Lúðvíksson, formaður ■■ Konráð Lúðvíksson skrifar: Gæðaaldin gef mér fleiri Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Tröppur og stigar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ RLA-05 Áltrappa 5 þrep, tvöföld 6.610 4 þrepa 5.630,- 6 þrepa 7.800,- 7 þrepa 9.580,- Áltrappa 5 þrep 6.320,- Áltrappa 3 þrep 3.950 LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m 17.990 SM-RLG0 Áltrappa 7 þrep, tvöföld 25.290 U ppfyllir A N :131 staðalinn Múrbúðin auglýsir með verðum! Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Fyrirmyndardagurinn verður haldinn 17. apríl og stendur Vinnu- málastofnun fyrir deginum. Mark- mið dagsins er að atvinnuleitendur með skerta starfsgetu fái aukin og fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði. Á þessum degi bjóða fyrirtæki og stofnanir þeim að vera gestastarfs- menn í fyrirtækjunum í einn dag eða hluta úr degi. Afar mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir taki þátt í Fyrirmyndardeginum og gefi þannig atvinnuleitendum einnig innsýn í störf hjá ólíkum fyrir- tækjum. Í fyrra var Fyrirmyndardagurinn haldinn í fyrsta sinn á Íslandi og gekk dagurinn vonum framar. 46 atvinnuleitendur með skerta starfsgetu prófuðu sig áfram sem gestastarfsmenn í 35 fyrirtækjum og stofnunum. Störfin voru fjöl- breytt og má þar nefna störf í leik- skólum, stjórnsýslu, verslunum, iðnaði, skrifstofum, banka og þjónustu. Almenn ánægja var hjá fyrirtækjum með þetta framtak og fengu fjórir vinnu í kjölfar dagsins en aðrir fengu að kynnast nýju starfsumhverfi og auka víðsýni sem nýtist í framhaldi í atvinnuleitinni. t Gestastarfsmennirnir voru afar ánægðir með að prófa ný störf og í sumum tilfellum var um drauma- starfið að ræða og einnig mynduð- ust ný kynni sem er ómetanlegt. Ávinningur dagsins er ekki ein- ungis fyrir atvinnuleitendur heldur geta þátttökufyrirtækin kynnt sín störf og um leið að kynnst styrk- leikum þeirra sem eru með skerta starfsgetu. Við hvetjum alla til þess að skoða F a c e b o o k s í ð u Fyrirmyndardags- ins en þar eru fréttir, upplýsingar, myndir og annað tengt deginum. Þar má auk þess senda inn fyrir- spurnir eða hafa samband við Vinnumálastofnun. Hlökkum til að eiga skemmtilegt samstarf við atvinnuleitendur og fyrirtæki 17. apríl. Íris Guðmundsdóttir Forstöðumaður Vinnumálastofn- unar á Suðurnesjum Ánægja og ávinningur af Fyrirmyndardegi ■■ Íris Guðmundsdóttir skrifar: AÐALSAFNAÐARFUNDUR Keflavíkursóknar og Kirkjugarða Keflavíkur verður haldinn mánudaginn 27. apríl kl.17:30 í Kirkjulundi Dagskrá fundarins: Venjulega aðalfundarstörf Kosning Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju Guðmundur Óli Jónsson, Ingibjörg Samúelsdóttir Elín Jónsdóttir Griffin, Tommy C. Griffin Laufey Jónsdóttir Sasaki, Ryan Sasaki Styrmir Geir Jónsson, Ágústa Kristín Grétarsdóttir Magnús Jónsson, Hrönn Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Emilía Svava Þorvaldsdóttir, Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Pétur Guðmundsson, sparisjóðsstjóri, tollvörður og ökukennari, Greniteg 32, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 12. apríl síðastliðinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21. apríl kl. 13:00. Ásthildur M. Kristjánsdóttir, Magnús Jónsson, Jón Kristjánsson, Jóhanna Óladóttir, Jónína María Kristjánsdóttir, Þröstur Kristjánsson, Kristján Lars Kristjánsson, Erla Finnsdóttir, Friðleifur Kristjánsson, Stefanía Ósk Þórisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Matthildur Magnúsdóttir, áður til heimilis að Vallarbraut 6, Njarðvík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi 9. apríl. Útförin fer fram föstudaginn 17. apríl frá Ytri Njarðvíkurkirkju kl. 15:00. Birna Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,   Valur Margeirsson. Vatnsholti 1a, Keflavík,   lést miðvikudaginn 8. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 17. apríl kl. 13:00.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.