Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2015, Qupperneq 25

Víkurfréttir - 30.04.2015, Qupperneq 25
25VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 30. apríl 2015 AÐALFUNDIR DEILDA UMFN  verða haldnir í Íþróttahúsinu í Njarðvík og hefjast eftirfarandi daga: 4. maí Sunddeild kl. 19:30 5. maí  Þríþrautardeild kl. 19:30 6. maí Massi - kraftlyftingadeild kl. 19:30 7. maí Júdódeild kl. 19:30 11. maí  Körfuknattleiksdeild kl. 19:30 12. maí Aðalstjórn UMFN kl. 19:30 kaffitar.is Elskar þú kaffi? Sumarstörf hjá Kaffitár Stapabraut. Í boði eru fjölbreytt störf í skemmtilegu vinnuumhverfi Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu Kaffitárs Helstu verkefni • Þjónusta við viðskiptavini Kaffitárs • Öflun nýrra viðskiptavina • Áætlanagerð, undirbúningur og eftirfylgni • Frágangur pantana Hæfniskröfur: • Reynsla af sölumennsku • Hæfni og áhugi á mannlegum samskiptum • Áhugi fyrir kaffi • Góð almenn tölvukunnátta • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Vinnutími 08:00 til 16:00 alla virka daga. Umsóknafrestur er til 8. maí 2015. Upplýsingar veitir Hildur Guðlaugsdóttir sölustjóri í síma 420 2703 eða á hildurgg@kaffitar.is. Laust starf hjá Kaffibrennslu Kaffitárs Helstu verkefni • Pakka og framleiða okkar gæða kaffi . • Önnur þau verkefni sem snúa að kaffinu og framleiðslu þess. Hæfniskröfur: • Viðkomandi þarf umfram allt að hafa áhuga á að læra nýja hluti. • Frumkvæði og rík þjónustulund • Færni í mannlegum samskiptum og hæfileiki til að vinna með öðrum. • Lyftarapróf æskilegt, þó það sé ekki skylda. Vinnutími 08:00 til 16:00 alla virka daga. Umsóknafrestur er til 8. maí 2015. Upplýsingar veitir Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir framleiðslustjóri í síma 420 2713 eða á kristbjorg@kaffitar.is. Kaffitár framleiðir og selur einungis úrvalskaffi. Við leggjum áherslu á gæði og ferskleika. Við erum skemmtileg, alúðleg, umhverfisvæn,litaglöð og líka röff og töff. Við setjum fólk í fyrirrúm og opnum hjarta okkar til að koma boðskap Kaffitárs til skila og tengjast viðskiptavinum okkar traustum böndum. Við kaupum kaffi án krókaleiða til að stuðla að þvi að við fáum besta kaffi sem völ er á og að bændurnir fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína. – leggur heiminn að vörum þér Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Keilir og Matorka hafa undir-ritað samstarfssamning. Markmið samningsins er að efla tengsl fyrirtækjanna á sviði rann- sókna og þróunar. Þeim mark- miðum hyggjast fyrirtækin ná með nemendaverkefnum, reglulegum kynningarfundum, þ.m.t. vísindaferðum, störfum fyrir nemendur eftir aðstæðum hverjum sinni, möguleikum á að nýta rannsóknaraðstöðu Keilis, þróunarverkefnum í samstarfi fyrirtækjanna og í þátttöku í klasastarfi um þróun námsbrauta í líftækni. Fiskeldi muni gegna lykilhlutverki í matvælaframleiðslu til framtíðar. Árleg aukning í fiskeldi er 6-8% eða um 25 milljón tonn til ársins 2020. Aukning kemur bara úr fiskeldi því ekki verður veitt meira úr höfum heimsins. Í samtali við Víkurfréttir sagði Stefanía Katrín Karlsdóttir frá Matorku að mikilvægt væri að hafa þessa og nokkrar aðrar staðreyndir varðandi stöðu fisks í heiminum. Hún sagði að Evrópusambandið þarf að flytja inn 65% af fiski til innanlandsneyslu, Finnland 75%, Katar 95% og Indland um 70%. Brasilía, Rússland, Indland og Kína eru þau lönd eða markaðssvæði með lang mesta vöxtinn. Sam- kvæmt frétt Intra Fish í apríl er því spáð að Brasilía muni innan nokk- urra ára taka við allri laxafram- leiðslu frá Chile. Stefanía segir jafnframt að fiskeldi á Íslandi sé fyrst og fremst til út- flutnings, á heimsmarkað, um allan heim og að Íslendingar geta tekið pólitíska ákvörðun um það hvort þeir vilja vera stærri þátttakendur á ört vaxandi fiskneyslumarkaði í heiminum eða hvort þeir vilja öðrum það eftir. Matorka hyggst vera með í þeirri uppbyggingu sem framundan er í heiminum og nýta hinar einstöku aðstæður á Reykjanesi þar sem vatn frá Svartsengi skapar einstakar aðstæður. Matorka mun nýta sér þær aðstæður og koma upp mjög vistvænu kerfi til framleiðslu á nokkrum tegundum fiskar, s.s. laxi, bleikju og fleiri tegundum. Stefnt er að árlegri framleiðslu upp á 3.000 tonn í fiskeldisstöð sem mun rísa á iðnaðarsvæði vestan Grindavíkur í nágrenni við golfvöll þeirra Grind- víkinga. Í máli Hjálmar Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Keilis, kom fram að samningur þessi væri í samræmi við tilganginn með starfi Keilis, þ.e. að vinna náið með fyrirtækjum til að efla verðmætasköpun og þróa nýsköpun. Fyrirtækin geta nýtt sér hinn góða tækjabúnað Keilis en geta einnig unnið með nem- endum í tæknifræðinni að raun- hæfum verkefnum. Samstarfið við Matorku er kjörinn vettvangur til þess. Slíkt fyrirkomulag er til hags- bóta fyrir alla aðila, fyrirtækin og ekki síst nemendur sem þannig fá að vinna að lifandi verkefnum. Hjálmar vakti einnig athygli á því að á Reykjanesi væri að verða til sterkur líftækniklasi. Keilir væri með í undirbúningi í samstarfi við líftæknifyrirtækin á svæðinu að byggja upp spennandi námsbraut á sviði líftækni. -fréttir pósturu vf@vf.is Svona mun eldisstöð Matorku við Grindavík líta út. ■■ Samstarfssamningur milli Keilis og Matorku vegna fiskeldis við Grindavík: Nýta rannsóknaraðstöðu í Keili fyrir nýtt 3000 tonna fiskeldi í Grindavík Frá undirritun samnings á milli Keilis og Matorku. F.v.: Sverrir Guðmunds- son, forstöðumaður tæknifræðináms Keilis, Stefanía K. Karlsdóttir, for- stöðumaður, viðskiptaþróunar Matorku og Hjálmar Árnason, framkvæmda- stjóri Keilis. VF-mynd: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.