Víkurfréttir - 11.06.2015, Síða 2
2 fimmtudagur 11. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR
GARÐASEL
AÐSTOÐAR-
LEIKSKÓLASTJÓRI
OG -MATRÁÐUR
Heilsuleikskólinn Garðasel auglýsir stöðu aðstoðar-
leikskólastjóra lausa frá 11. ágúst 2015.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileik-
um, jákvæðni, samskiptahæfni, þjónustulund og áhuga
á þróun nýjunga í leikskólastarfi.
Einnig óskar skólinn eftir að ráða aðstoðarmatráð
frá 20. júlí, eða eftir samkomulagi, í 100% stöðu.
Aðstoðarmatráður annast öll almenn störf í eldhúsi
og þvottahúsi í samvinnu við matráð og leikskólastjóra
leikskólans.
Umsóknarfrestur fyrir bæði störfin er til og með
16. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg
Guðjónsdóttir leikskólastjóri í síma 420-3160 eða
896-5058 eða með tölvupósti á
ingibjorg.gudjonsdottir@leikskolinngardasel.is
Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar: www.
reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem
einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og
hæfniskröfur.
STRÆTÓ REYKJANESBÆ
SUMARÁÆTLUN
TEKUR GILDI
Frá 15. júní til 15. ágúst breytist tímaáætlun strætó í
Reykjanesbæ. Þetta gildi um allar 4 leiðir stætó innan
Reykjanesbæjar. Sjá tímatöflur á www.reykjanesbaer.is
og www.sbk.is. Upplýsingar í síma 420-6000.
SÁLFRÆÐINGUR
ÓSKAST
Reykjanesbær óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa
á fræðslusvið bæjarins. Í starfinu felst sálfræðilegar
athuganir á börnum á leik- og grunnskólum, fræðsla til
barna og fjölskyldna þeirra og ráðgjöf við starfsfólk
í leik- og grunnskólum bæjarins. Viðkomandi þarf að
geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 16. júní nk. Nánari
upplýsingar um starfið veitir Einar Trausti Einarsson,
yfirsálfræðingur, einar.trausti.einarsson@reykjanes-
baer.is.
Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar: www.
reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem
einnig er að finna upplýs-
ingar um menntunar- og
hæfniskröfur.
AKURSKÓLI
KENNARAR ÓSKAST
Akurskóli óskar eftir kennurum til starfa næsta skólaár.
Um fer að ræða umsjónarkennslu á yngsta- og miðstigi.
Umsóknarfrestur er til 25. júní en ráðið er í stöðunarnar
frá 1. ágúst. Hluti af stöðunum eru afleysingarstöður
vegna barneignaleyfa.
Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Róbertsdóttir,
skólastjóri í síma 420-4550 eða 849-3822. Einnig
er hægt að senda fyrirspurn á netfangið sigurbjorg.
robertsdottir@akurskoli.is. Sjá nánar um Akurskóla á
www.akurskoli.is
Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar
www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem
einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og
hæfniskröfur.
-fréttir pósturu vf@vf.is
Reykjanesbær úthlutaði nýlega fimm milljónunum króna í menn-ingarstyrki í ár. Ráðið auglýsti eftir menningarhópum sem
áhuga hefðu á þjónustusamningi við Reykjanesbæ og eftir að hafa hitt
forsvarsmenn allra umsækjenda leggur ráðið til að gerður verði þjón-
ustusamningar við eftirfarandi félög og þau fái þessa upphæð greidda:
Eldey = 150.000 kr.
Norðuróp = 500.000 kr.
Félag myndlistarmanna = 500.000 kr.
Danskompaní = 350.000 kr.
Félag harmonikkuunnenda = 150.000 kr.
Karlakór Keflavíkur = 500.000 kr.
Kvennakór Suðurnesja = 500.000 kr.
Leikfélag Keflavíkur = 600.000 kr.
Ljósop =150.000 kr.
Norræna félagið 100.000 kr.
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar = 500.000 kr.
Faxi = 150.000 kr.
Sönghópur Suðurnesja = 150.000 kr.
Kór Keflavíkurkirkju = 300.000 kr.
Brynballett = 350.000 kr.
Fárveiktist eftir
landadrykkju
u Unglingsstúlka fárveikt-
ist um helgina eftir að hafa
drukkið heimabruggað áfengi.
Lögreglunni á Suðurnesjum
var tilkynnt um atvikið seint
á laugardagskvöld. Stúlkan
og piltur sem með henni var
höfðu keypt landann fyrir utan
skemmtistað í umdæminu.
Skömmu eftir að stúlkan hafði
innbyrt eitthvað af brugginu
varð hún fárveik, kastaði upp
og meðvitund hennar skertist.
Henni hrakaði svo og var hún
flutt með sjúkrabifreið í lög-
reglufylgd á Landspítalann í
Reykjavík. Ástand hennar var
orðið stöðugt eftir skamma
dvöl á spítalanum.
Lögregla hafði samband við
forráðamenn stúlkunnar og
piltsins og einnig var málið til-
kynnt til barnaverndarnefndar.
Málið er í rannsókn.
Lögregla varar sem fyrr við
kaupum á heimabrugguðu
áfengi. Neysla þess getur haft
alvarlegar afleiðingar eins og
dæmi hafa sannað.
Bjó í flugstöð-
inni í viku
u Lögreglan á Suðurnesjum
hafði aðfararnótt sunnudags-
ins sl. afskipti af erlendri konu
sem hafði dvalið í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar í sjö daga.
Grunur vaknaði um að kon-
an byggi í flugstöðinni þar sem
hún kom daglega í verslun í
henni og keypti sér kók og ban-
ana. Í viðtali við lögreglumenn
viðurkenndi hún að hafa dvalið
í flugstöðinni í ofangreindan
tíma. Henni var tjáð að flug-
stöðin væri ekki ætluð til bú-
setu og að hún hefði dvalið of
lengi á Schengen-svæðinu. Hún
framvísaði bandarísku vega-
bréfi, en þvertók fyrir að halda
aftur til síns heima. Niðurstað-
an varð sú að hún bókaði miða
til Edinborgar og hélt þangað á
sunnudagskvöld.
Kannabisræktun
stöðvuð
u Lögreglan á Suðurnesjum
stöðvaði kannabisræktun í
húsnæði í umdæminu á sjó-
mannadaginn. Upphaf málsins
var að rúmlega tvítugur karl-
maður var stöðvaðir í akstri
við hefðbundið eftirlit. Hann
framvísaði fjórum grömmum
af kannabisefni, en var flótta-
legur og svör hans ótrúverðug
þegar spurt var nánar út í ferðir
hans og uppruna efnanna.
Að fenginni heimild var leit-
að í húsnæði því sem maður-
inn leigir og fundust þar nær
fjörutíu kannabisplöntur. Hann
játaði ræktunina og haldlagði
lögregla bæði plönturnar og
munina sem notaðir voru við
ræktunina.
Annar karlmaður á svipuðum
aldri var svo handtekinn í öðru
máli, þar sem hann var að sjúga
hvítt efni upp í nefið þar sem
hann sat undir stýri. Um var að
ræða amfetamín og var hann
handtekinn. Við öryggisleit
fannst svo amfetamín í fórum
hans.
Fimm milljónir í menningar-
styrki hjá Reykjanesbæ
Víkurfréttir og Samtök at-vinnurekenda á Reykjanesi
( S A R ) h a f a g e r t m e ð s é r
samkomulag um að standa að
fundarherferð á Reykjanesi frá og
með haustinu 2015. Markmiðið er
að vekja athygli á jákvæðum vexti
í atvinnulífinu og þannig styrkja
ímynd svæðisins sem laskaðist
verulega eftir bankahrun.
Verulegur vöxtur hefur verið á
ýmsum sviðum í atvinnulífinu sem
hefur einnig skilað sér út í mannlíf-
ið almennt. Frá þessu vilja Víkur-
fréttir og SAR greina og verður það
gert skipulega í miðlum VF, blaði,
vef og sjónvarpi.
Stefnt er að því til að byrja með að
halda mánaðarlega fundi í öllum
sveitarfélögunum á Reykjanesi og
mun herferðin hefjast næsta haust.
Á fundunum sem verða í hádeg-
inu munu aðilar úr atvinnulífinu
verða með stuttar kynningar auk
þess sem almennt verður farið yfir
stöðu mála.
„Við viljum snerpa á þeirri stað-
reynd að Suðurnesjamenn eru á
uppleið í atvinnulífinu og öðr-
um greinum. Formlegt samstarf
við Víkurfréttir er hugsað til að
snerpa á umræðunni sem hefur oft
verið neikvæð í garð Suðurnesja.
Á fundunum ætlum við að upp-
lýsa um stöðu mála og vonast til
að fá sem flesta úr atvinnulífinu
til að mæta og þannig taka þátt í
því að styrkja umræðuna,“ segir
Guðmundur Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Samstaka atvinnu-
rekenda á Suðurnesjum.
VÍKURFRÉTTIR OG SAMTÖK ATVINNU-
REKENDA EFNA TIL FUNDAHERFERÐAR:
Vekja athygli á
jákvæðri sókn
á Reykjanesi
Guðmundur Pétursson, formaður SAR og Páll Ketilsson,
ritstjóri VF, handsala samkomulag SAR og VF.
Fulltrúar margra stærstu fyrirtækja á Suðurnesjum, samtökum atvinnurek-
enda og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra á fundi SAR í vikunni.