Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2015, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 11.06.2015, Qupperneq 8
8 fimmtudagur 11. júní 2015 • VÍKURFRÉTTIR -sjóarinn síkáti pósturu vf@vf.is Það fór sennilega ekki framhjá neinum Íslendingi að Sjóarinn síkáti fór fram í Grindavík um helgina. Á bilinu 25-30 þúsund gestir lögðu leið sína til Grindavíkur um helgina og skartaði bærinn sínu fegursta í sól- inni, vandlega skreyttur í hverfalitun- um. Á föstudeginum fór litaskrúð- gangan fram þar sem leiðin lá niður á bryggju þar sem Ingó og veðurguðirn- ir héldu uppi rífandi stemmingu með brekkusöng og bryggjuballi fram eft- ir nóttu. Bekkirnir voru þétt setnir og mikil og góð stemming myndað- ist, bæði hjá þeim sem vögguðu sér á bekkjunum og hjá þeim sem tóku sporið við sviðið. Sjóarinn síkáti hefur nú fest sig rækilega í sessi sem bæjarhátíð okkar Grindvík- inga og koma gestir til okkar hvaðan æfa af landinu til að taka þátt í gleðinni sem er nánast orðin stanslaus í fjóra daga. Tjaldstæðið var þétt setið og einnig var tjaldað á gamla rollutúninu. Fullt var útúr dyrum á veitingastöðum og hjá öðrum þjónustuaðilum en Grindvík- ingar kippa sér nú lítið upp við smá ver- tíðarstemmingu í verslun og þjónustu og stóðu vaktina með bros á vör. Á laugardeginum var mikið um að vera. Glæsileg dagskrá á hátíðarsviðinu við Kvikuna fyrir unga sem aldna, krafta- keppnin "Sterkasti víkingur í heimi" fór fram á bryggjunni og leiktæki frá Sprell vöktu mikla lukku. Um kvöldið voru svo glæsilegir tónleikar frá Skonrokk í íþróttahúsinu og böll og skemmtan- ir útum allan bæ. Sunnudagurinn er svo auðvitað stóri dagurinn, Sjómanna- dagurinn sjálfur, og var áfram nóg um að vera á bryggjunni. Hátíðardagskrá Sjómanna- og vélstjórafélagsins, kodda- slagur, sædýrasýning, barnaskemmtun og margt fleira. „Skipuleggjendur hátíðarinnar vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem að henni komu og tóku þátt. Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur að ári,“ segir í tilkynningu frá Grindavíkurbæ. Sturla Atlas á sumarsmellinn í ár Berta Svansdóttir er 17 ára Keflavíkurmær. Hún er að vinna í fiski í sumar og æfir fót- bolta. Útilegur og hátíðir með skemmti- legu fólki kemur henni svo í sumarfíling. Aldur og búseta? 17 ára Keflvíkingur. Starf eða nemi? Vinn í fiski og er líka nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hvernig hefur sumarið verið hja þér? Nokkuð fínt, úlnliðsbrotnaði sem kom í veg fyrir margt en tók þátt í The Color Run um daginn sem var mjög skemmtilegt. Hvar verður þú að vinna í sumar? Í fiski. Hvernig á að verja sumarfríinu? Vinna, slaka á og ferðast. Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Já, ætla fara út á land með bæði fjöl- skyldunni og vinum. Eftirlætis staður á Íslandi? Verð að velja tvo, Akur- eyri og Árskógssandur. Hvað einkennir íslenskt sumar? Útilegur, grillmatur og fótbolti. Áhugamál þín? Fótbolti. Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Já, ég æfi fótbolta með Mfl. kvk í Keflavík. Hvað ætlar þú að gera um versl- unarmannahelgina? Það er ekki ákveðið, fer annaðhvort til Akureyrar á unglingalandsmótið eða til Eyja á Þjóðhátíð. Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Fara í útilegur eða á hátíð- ir með skemmtilegu fólki. Hvað er sumarsmellurin í ár að þínu mati? Sturla Atlas - San Francisco Hvað er það besta við íslenskt sumar? Miðnætursólin er alltaf falleg. En versta? Rigning og rok. Uppáhalds grillmatur? Lambalæri með bökuðum kart- öflum og góðri sósu. Klikkar ekki! Sumardrykkurinn? Skógarberja Berg Toppur. B er ta Sv an sd ót ti r SJÓARINN SÍKÁTI FÓR FRAM UM HELGINA Í BLÍÐSKAPARVEÐRI 25-30 þúsund gestir Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 Póstur: fusi@vf.is UMSJÓN: PÁLL ORRI PÁLSSON POP@VF.IS

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.