Víkurfréttir - 11.06.2015, Page 19
19VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 11. júní 2015
-fræðslumál pósturu vf@vf.is
HELGA KARLSDÓTTIR HÆTTIR KENNSLU EFTIR 45 ÁRA STARF:
ERT ÞÚ SÁ ÖFLUGI LEIÐTOGI SEM VIÐ LEITUM AÐ TIL
AÐ STÝRA HJARTANU Í STARFSEMI BLÁA LÓNSINS?
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnunarstörfum nauðsynleg, alþjóðleg reynsla æskileg
• Fáguð framkoma og framúrskarandi samskiptafærni
• Góð tungumála- og tölvukunnátta
• Svigrúm og vilji til að vinna óreglulegan vinnutíma
Starfið heyrir beint undir framkvæmdarstjóra félagsins. Viðkomandi verður einn af
lykilstjórnendum Bláa Lónsins og stýrir um 100 manna teymi. Umsóknarfrestur er til
23. júní n.k. Nánari upplýsingar á www.bluelagoon.is/leidtogi
Við leitum að framúrskarandi stjórnanda og góðri fyrirmynd sem hugsar
í lausnum. Viðkomandi þarf að eiga það sameiginlegt með okkur hinum
að hafa óbilandi þörf og metnað til að gleðja gesti okkar og skapa
ævilangar minningar.
Bláa Lónið hefur um árabil verið í hópi bestu heilsulinda heims og hlotið
fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir framúrskarandi aðstöðu og einstaka
upplifun. Bláa Lónið er eitt af 25 undrum veraldar að mati National Geographic.
Helga Karlsdóttir heimilis-fræðikennari lét formlega af
störfum við skólaslit í Grunnskól-
anum í Sandgerði á dögunum.
Helga hefur starfað sem kennari
allt frá árinu 1971 og í Sandgerði
frá 1986.
Hún hefur látið mikið að sér kveða,
gengt trúnaðarstörfum og unnið
ötullega að bættu skólasamfélagi
en fyrst og fremst hefur Helga
kennt heimilisfræði og sýnt fram
á mikilvægi heilbrigðra lífshátta.
Heilsuefling og lýðheilsa í viðum
skilningi hafa verið henni hugleik-
in. Hún nefndi í ræðu sinni, í tilefni
dagsins, að hún vonaðist til þess að
hún hefði sáð einhverjum fræjum
sem síðan ættu eftir að fá að dafna
og blómstra enn frekar. Það hefur
hún sannarlega gert. Samkoman öll
stóð upp og heiðraði Helgu, Fann-
ey D. Halldórsdóttir skólastjóri og
Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæj-
arstjórnar, fóru hlýjum orðum um
störf hennar og voru henni færð-
ar gjafir frá Sandgerðisbæ, sam-
starfsfólki og skólanum og þar með
nemendum fyrr og nú. Helga mun
áfram vera viðloðandi skólastarf en
hún hefur boðið fram krafta sína
sem svokölluð lestraramma við
Grunnskólann í Sandgerði.
VERÐUR LESTRARAMMA
VIÐ GRUNNSKÓLANN Í SANDGERÐI
Ungmennin
vilja meiri
fræðslu um
kynfræðslu og
samkynhneigð
Ungmennaráð Reykjanes-bæjar óskaði á fundi
sínum 29. maí eftir meiri
forvarnarfræðslu og að hún
verði samræmd milli skóla.
Ráðið óskar sérstaklega eft-
ir kynfræðslu og fræðslu um
samkynhneigð.
Formaður fræðsluráðs gerði
grein fyrir málinu. Nauðsynlegt
að hlusta á ungmennin, tryggja
kennslu í grunnskólum og taka
málefnið til umræðu í skólun-
um.
Kallað verði eftir upplýsingum
um hvernig staðið er að kyn-
fræðslu í grunnskólum og í
framhaldi af því lögð fram til-
laga að samræmingu kennslu
í kynfræðslu í grunnskólum.
Gert verði ráð fyrir námskeiði
fyrir kennara á endurmenntun-
ardögum í ágúst.
Auglýsingasími
Víkurfrétta er 421 0001