Víkurfréttir - 11.06.2015, Page 21
21VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 11. júní 2015
SJÓNVARP
VÍKURFRÉTTA
- nýjung í fjölmiðlun VF frá árinu 2013.
Mannlíf, fjör og atvinnulífið á Suðurnesjum.
Vikulegur þáttur sýndur á ÍNN, á vf.is
og hjá Kapalvæðingu í Reykjanesbæ.
VÍKURFRÉTTIR
- vikulegt fréttablað - dreift frítt inn
á hvert heimili og fyrirtæki á Suðurnesjum
Nýtt efni, viðtöl, menning, mannlíf,
íþróttir, greinar og pistlar.
FRÉTTAVEFURINN
VF.IS
- vinsælasti héraðsfréttavefurinn í 20 ár
og einn af 25 vinsælustu vefjum landsins.
GOLFVEFURINN
KYLFINGUR.IS
- vinsælasti golffréttavefur landsins
fagnar 10 ára afmæli á þessu ári.
PRENTÞJÓNUSTAN
OG HÖNNUN
Auglýsingahönnun í blöð, bæklinga,
kynningarefni og hvers kyns prentverk.
Nafnspjöld, logo og myndbandsgerð.
Gerum tilboð.
VÍKURFRÉTTIR
Sími 421 0000
01
02
03
04
05
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar undirritaði á dögunum árs-
reikning bæjarins eftir aðra um-
ræðu. Helstu niðurstöður eru þær
að 195 milljón króna rekstraraf-
gangur varð á árinu 2014. Er þetta
sérstaklega jákvæður árangur í
ljósi þess hve lág útsvarsprósenta
Grindavíkur er sem og fasteigna-
gjöld, en útsvar í Grindavík er
13,99% meðan landsmeðaltal er
14,52%. Fasteignagjöld á íbúðar-
húsnæði er þar að auki með þeim
lægstu á landinu.
Rekstur í samanteknum reikn-
ingsskilum A og B hluta skilaði
400,7 milljónum króna í veltufé frá
rekstri sem er 16,5% af heildartekj-
um.
Fjárfestingar voru miklar á árinu
2014, eða 806,3 milljónir kr. Helstu
liðir eru framkvæmdir við nýtt
bókasafn og tónlistarskóla og við-
byggingu við íþróttamiðstöð. Á
árinu voru engin ný lán tekin og
voru framkvæmdirnar fjármagn-
aðar með veltufé og um 289,6 millj-
ónum af handbæru fé.
Þrátt fyrir þessar fjárfestingar er
eignastaða Grindavíkurbæjar mjög
sterk, en handbært fé í árslok 2014
var 1.297,4 milljónir króna.
Heildareignir eru 8.174,9 millj-
ónir króna. Heildarskuldir og
skuldbindingar eru 1.517,6 millj-
ón króna. Lífeyrisskuldbinding er
um 483,6 milljón króna og þar af
er áætluð næsta árs greiðsla 19,7
milljónir króna. Langtímaskuldir
eru 743,1 milljón króna og þar af
eru næsta árs afborganir 26,9 millj-
ónir króna.
Eigið fé í samanteknum reiknings-
skilum er 6.657,3 milljónir króna
og er eiginfjárhlutfall 81,4%, sem er
með því hæsta á landinu.
Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2.
tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur
62% af reglulegum tekjum. Þar af
eru 20% vegna skuldar sem til er
komin vegna kaupa á Orkubraut 3
af HS Orku hf. en sú skuld er 492,9
milljónir króna og er greidd með
auðlindagjaldi og lóðarleigu frá HS
Orku hf.
Skuldaviðmið er negatíft í A-hluta
þar sem hreint veltufé er hærra
en heildarskuldir að teknu tilliti
til frádráttar vegna lífeyrisskuld-
bindingar. Í A- og B-hluta er
skuldaviðmiðið 6,6%.
Isavia hefur hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC. Vottunin staðfestir að launajafnrétti er
hjá Isavia og munur innan við 3,5% á milli kynja.
Niðurstaðan er í takt við jafnréttisáætlun félagsins
sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og
kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin
mismunun eigi sér stað.
Isavia hefur lagt mikla áherslu á jöfn laun kvenna og
karla og það að fá gullvottun í fyrstu tilraun sýnir að sú
áhersla hefur skilað árangri.
Jafnlaunaúttekt PwC greinir kynbundinn launa-
mun innan fyrirtækja þegar tekið hefur verið tillit til
annarra þátta sem hafa áhrif á laun, s.s. menntunar,
starfsaldurs, starfaflokks og vinnustunda. Þannig veitir
hún upplýsingar um raunverulegan launamun kynj-
anna hjá fyrirtækinu.
„Við erum mjög stolt af því að hafa fengið gullmerki
PwC og það sýnir að áherslur okkar hvað varðar launa-
jafnrétti hafa skilað sér. Við vonum að þessi vottun
okkar verði hvatning til annarra fyrirtækja um að
fylgja á eftir. Við vitum það að það getur tekið tíma að
jafna launamun sé hann til staðar, en við vitum líka að
vilji er það eina sem þarf,“ segir Björn Óli Hauksson
forstjóri Isavia.
Sýning áhugaljósmyndarafé-lagsins Ljósops í Reykjanes-
bæ „Andlit bæjarins“ verður aðal
sýningin á Ljósanótt og verður
í sal Listasafns Reykjanesbæjar.
Til stóð að Ellert Grétarsson yrði
með sýningu þar en hann hætti
við hana í mótmælaskyni við yfir-
völd vegna ákvarðana þeirra um
stóriðju í Helguvík.
Björgvin Guðmundsson í Ljósopi
hefur mundað vélina í þessu magn-
aða verkefni „Andlit bæjarins“ og í
fyrrakvöld var síðasta myndatöku-
kvöldið. Nærri 90 manns mættu
fyrir framan linsuna hjá kappan-
um og samtals tók hann myndir
af nærri því 300 manns. Ljósop er
með aðstöðu á Vatnsnesi í Keflavík
í gömlu húsi sem áður hýsti m.a.
Byggðasafn Reykjanesbæjar.
Ljósop auglýsti eftir fyrirsætum eða
andlitum og var öllum frjálst að
koma.
Hann sagðist ekki viss um að þær
myndu allar verða sýndar á sýn-
ingunni á Ljósanótt en þó væri ljóst
að það væri meira svigrúm til að
sýna fleiri myndir vegna stærðar
salarins. „Þetta hefur gengið von-
um framar, byrjaði rólega en hef-
ur farið vaxandi og náði miklum
toppi síðasta kvöldið. Ég er mjög
spenntur og félagar mínir í Ljósopi
líka. Þó ég hafi tekið myndirnar
þá er ljóst að það er að ýmsu að
hyggja fyrir svona sýningu og ég
mun þurfa aðstoð frá þeim.“
Björgvin hefur sýnt á netinu all
nokkrar myndanna sem hann hef-
ur tekið og hafa þær vakið athylgi
fyrir sérstakan stíl og þótt mjög
skemmtilegar. Hann var ekki lengi
með hverja fyrirsætu, smellti innan
við tíu myndum á mann og verkið
gekk því vel. „Ertu með nægar film-
ur,?“ spurði ein fyrirsætan, eldri
karlmaður. „Þetta er allt digital,
engar filmur lengur,“ sagði ljós-
myndarinnar. Þó vel hafi gengið
að mynda er ljóst að eftirvinnan
verður þó mun meiri eins og gefur
að skilja. „Þetta verður djobbið mitt
í sumarfríinu,“ sagði Björgvin og
brosti.
Það er ljóst að margir munu líka
brosa þegar sýningin opnar á
Ljósanótt í haust.
Á vefsíðunni http://andlitbaejar-
ins.com/ er hægt að sjá afrakstur
Björgvins fyrir lokakvöldið og þar
getur fólk keypt myndirnar.
Sjónvarp Víkurfrétta kíkti á loka-
kvöldið hjá Björgvini og mun sýna
innslag frá heimsókninni í þætti
vikunnar.
Jákvæð rekstrarafkoma,
lágir skattar og litlar skuldir
-fréttir pósturu vf@vf.is
„Andlit bæjarins“ verður
aðal sýning Ljósanætur
Það var nóg að gera
hjá Björgvini og
félögum síðasta
myndatökukvöldið.
Frá afhendingu vottunarinnar.
Isavia hlýtur gullmerki PwC í jafnlaunaúttekt