Víkurfréttir - 22.10.2015, Blaðsíða 11
11VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 22. október 2015
Strengurinn sem Landsnet var að leggja mun þjóna báðum
kísilverunum. Landsnet mun
hins vegar leggja annan streng
sömu stærðar við hliðina til að
tryggja öryggið ef bilun verður
í strengjunum. Þetta er að sögn
Guðmundar Ásmundssonar, for-
stjóra Landsnets, sama öryggis-
forsendan og fyrir Suðurnes-
jalínu 2. Bili lína eða strengur
verður full orkuafhending til
fyrirtækjanna eftir sem áður. Að-
spurður um hvort þessi strengur
muni geta séð álveri í Helguvík
fyrir raforku sagði hann að það
þyrfti mun stærri strengi og verði
lagðir sérstaklega ef af því verk-
efni verður. Landsnet hefur tryggt
sér lagnaleiðir fyrir þessum við-
bótarstrengum.
Aðspurður um raskið vegna jarð-
strengjanna sagði Guðmundur það
verða svipað og nú. „Við höfum
þó gert ráðstafanir til að ekki þurfi
að grafa vegina sundur aftur. Sárin
muni gróa með tímanum.“
Var einhvern tíma rætt um loftlínu
í þessu dæmi?„Það er í raun ekki
mögulegt að hafa loftlínu á þessum
stað vegna nálægðar við flugvöll og
íbúabyggð.“
-fréttir pósturu vf@vf.is
Landsnet semur við Thorsil um raf-
orkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík
Forstjóri Landsnets undir-ritaði í dag samkomulag um
raforkuflutninga fyrir kísilver
Thorsil ehf. í Helguvík. Gert er
ráð fyrir að rekstur kísilversins
hefjist í ársbyrjun 2018 og skal
framkvæmdum Landsnets lokið
í desember 2017. Áætlaður
kostnaður við tengingu kísilvers
Thorsil við meginflutningskerfi
Landsnets er um 2,5 milljarðar
króna, segir í frétt frá Landsneti.
Samkvæmt samkomulaginu skal
Landsnet tryggja orkuflutninga til
kísilvers Thorsil með tengingu við
raforkuflutningskerfið á Reykja-
nesi. Það verður gert með lagningu
132 kílóvolta (kV) jarðstrengs milli
Fitja og Stakks, tengivirkis Lands-
nets sem nú er verið að byggja í
Helguvík, og stækkun tengivirkis-
ins. Undirbúningur að hönnun
verksins hefst strax hjá Landsneti
og er stefnt að því að fyrstu fram-
kvæmdir hefjist haustið 2016.
„Þessi framkvæmd eykur afhend-
ingaröryggi til viðskiptavina okkar
í Helguvík því að tveir 132 kV
jarðstrengir verða á milli Stakks,
afhendingarstaðar okkar þar, og
tengivirkisins á Fitjum að fram-
kvæmdum loknum. Jafnframt
styttist í að framkvæmdir hefjist
við Suðurnesjalínu 2, milli Hafnar-
fjarðar og Rauðamels, sem styrkir
flutningskerfið á Reykjanesi til
muna og gjörbreytir afhendingar-
öryggi raforku fyrir bæði íbúa og
fyrirtæki á svæðinu,“ segir Guð-
mundur Ingi Ásmundsson, for-
stjóri Landsnets.
Kostnaður við tengingu kísilvers
Thorsil við meginflutningskerfi
Landsnets og stækkun tengivirkis-
ins Stakks í Helguvík er áætlaður
um 2,5 milljarðar króna. Áætluð
aflþörf kísilvers Thorsil er 87 mega-
vött (MW) að jafnaði og verða
framleidd um 54 þúsund tonn
af kísilmálmi þar á ári í tveimur
ofnum.
Tvöfaldur strengur frá
Fitjum til Helguvíkur
Stekkur heitir tengivirki
Landsnets í Helguvík.