Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.10.2015, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 22.10.2015, Blaðsíða 10
10 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR „Þetta hefur gengið ágætlega, nokkurn veginn sam- kvæmt áætlun. Við erum kannski örlítið á eftir en ætlum að vinna það upp. Við stefnum að því að hefja hér framleiðslu í maí næsta vor eins og upphafleg plön gerðu ráð fyrir,“ sagði Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi United Silicon fyrirtækisins en það reisir nú kísilver í Helguvík. Á annað hundrað manns starfa nú við framkvæmdir hjá United í Helguvík. Því var fagnað í vinnubúðum fyrirtækisins í Helguvík sl. föstudag með grillveislu. Tólf manns starfa hjá móðurfélaginu en starfsmenn hjá undirverktökum töldu rúmlega hundrað í fyrsta skipti í síðustu viku. Vinna við fyrsta áfanga af fjórum hjá United Silicon er í fullum gangi en verksmiðjan verður byggð í fjórum áföngum. Hægt er að framleiða tæp 22 þúsund tonn af kísli á ári með einum ofni. Verið að að reisa miklar byggingar verksmiðjunnar sem munu ná fjörutíu metra upp í loft þær hæstu. Í janúar hefst þjálfun starfsmanna svo að þeir geti tekið til starfa þegar starfræksla kísilversins hefst í maí á næsta ári. Starfsmenn verða 65 þegar byggingu fyrsta áfanga lýkur en síðan þarf um 50 manns við hvern viðbótar ofn eða áfanga. Kostnaður við byggingaframkvæmd- irnar við fyrsta áfanga er áætlaður um 13 milljarðar króna. Magnús segir næsta áfanga fara eftir því hvenær hægt verði að fá raforku fyrir annan ofninn. Það eykur hlut hágæðakísils í framleiðslunni. Hann segir að til þess að geta framleitt sem mest af hágæðakísli fyrir verðmæta markaði þurfi að lágmarki tveggja ofna verksmiðju. Mikill gæðamunur sé á hráefninu og þegar einn ofn sé í rekstri þurfi allt að fara í hann. Hægt sé að flokka hráefni mun betur þegar tveir ofnar séu í verk- smiðju og láta besta hráefnið í annan ofninn. Forsvarsmenn ÍAV sem er aðalverktaki United í þessum framkvæmdum, sögðu við fréttamann að vel hefði gengið að manna verkið hingað til. Mikil vinna væri í boði og það hefði greinilega haft eitthvað að segja. Magnús sagði aðspurður að kísill kæmi víða við í dag- legu lífi fólks. „Þegar við burstum í okkur tennurnar, þvoum okkur um hárið og þegar við keyrum í vinnuna en það er m.a. kísill í öllum hjólbörðum“. Mest vaxandi markaður fyrir kísil um þessar mundir væri þó sólarrafhlöður en hann fer einnig mikið í álframleiðslu og í efnaiðnað. Megnið af framleiðslu United hefur verið seld nú þegar til Evrópu, aðallega til Þýskalands og Hollands. Um 85% afurða verksmiðj- unnar hafa verið seld til tveggja erlendra viðskiptavina með samningum til langs tíma. Tilkoma annars kísilvers mun hafa áhrif á höfnina en United mun fá eitt skip á viku í Helguvíkurhöfn en um tvo sólarhringa tekur að lesta og aflesta hvert skip. Það gæti því orðið þröngt á þingi því fyrir eru í Helguvík fiskimjölsverk- smiðja Síldavinnslunnar og þá er einnig skipakomur vegna Aal Portland. Það gæti orði ös í höfninni að sögn Magnúsar sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um kísilver Thorsils en sagði þó að bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætti ekki að hundsa íbúakosn- ingu um málið. Traffík í Helguvíkurhöfn -fréttir pósturu vf@vf.is Á annað hundrað starfsmenn við byggingu kísilvers United - framleiðsla mun hefjast í Helguvík í maí 2016. Kostnaður við fyrsta áfanga 13 milljarðar. VIKULEGUR MAGASÍNÞÁTTUR SJÓNVARPS VÍKURFRÉTTA ALLA FIMMTUDAGA KL. 21:30 Á ÍNN OG VF.IS - alltaf eitthvað nýtt í hverri viku! SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA KÍSILVER UNITED SILICON Í HELGUVÍK Sjónvarp Víkurfrétta tók stöðuna á framkvæmdum Áfanganum hjá United var fagnað með grillveislu. Hluti starfsmanna United og verktaka í Helguvík. Eins og sjá má er svæðið að taka á sig mynd.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.