Víkurfréttir - 22.10.2015, Blaðsíða 23
23VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 22. október 2015
pósturu pket@vf.is
Laus störf hjá IGS ehf. í Farþegaafgreiðslu og við ræstingu í flugvélum
IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg
og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu.
Um er að ræða störf í Farþegaafgreiðslu, flugvélaræstingu,
Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum,
reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum.
Farþegaafgreiðsla
Starfið felst m.a. í innritun farþega
og annarri tengdri þjónustu við þá.
Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf
æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála
-og tölvukunnátta. Umsækjendur þurfa
að vera tilbúnir til þess að sækja
undirbúningsnámskeið
Ræsting í flugvélum
Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi,
íslenska og/eða enskukunnátta.
STÖRF HJÁ IGS 2015
Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá
www.igs.is fyrir 28. október 2015
Dekk Dekk
Stærð
Negld Ve
trar Heils
árs pr.stk
175/70 13“
11.900,- 9,9
90,- 9000,-
—
185/65 14“
12,990,- 10,9
90,- 10,990,
- —
185/60 15“
14,990,- 12,9
90,- 12,990,
- —
185/65 15“
14,990,- 12,9
90,- 11,990,
- —
205/55 16“
16,990,- 14,9
90,- 13,990,
- —
215/55 16“
18,990,- 16,9
90,- 16,990,
- —
225/45 17“
19,990,- 19,9
90,-
—
195/70 C 15“
18,900,-
—
205/65 C 16“
19,900,-
—
Níðsterk dekk sem hentar
vel í öllum aðstæðum
Dekkin eru öll
míkróskorin
Burðardekk á
góðu verði
Símar: Bjarni 771 4221 | Lilja 771 4222 | Diddi 861 2319
Njarðarbraut 11 Reykjanesbæ sími 421 1251
8-17 mán-föst.
10-14 laugardag.
Opið
Sendum hvert á
land sem er.
Raðgreiðslur í allt
að 12 mánuðum
Suðurnesjaliðin í Domino’s deildinni í körfubolta hafa
öll byrjað mjög vel, þvert á spár
spekinganna fyrir tímabilið.
Grindavík, Njarðvík og Kefla-
vík hafa sigrað í fyrstu tveimur
leikjum sínum og eru á toppnum
með Tindastóli.
Keflvíkingar lögðu Hauka sl. mánu-
dagskvöld í tvíframlengdum leik
þar sem heimamenn þóttu sýna
flottan leik. Njarðvík vann Snæfell
á útivelli og Grindavík hafði betur
gegn sprækum nýliðum Hattar.
Það er svaka nágrannaslagur í
Ljónagryfjunni annað kvöld en þá
mæta Keflvíkingar sínum gömlu
grönnum úr Njarðvík. Grind-
víkingar heimsækja ÍR í kvöld. Þá
er spurning hvort Jón Axel Guð-
mundsson haldi uppteknum hætti
en hann hefur borið uppi lið Grind-
víkinga og verið í báðum leikj-
unum með þrefaldri tvennu en það
er þegar leikmaður skorar meira en
10 stig, tekur fleiri en tíu fráköst
og tíu stoðsendingar. Jón Axel er
með flestar stoðsendinar allra eftir
fyrstu tvær umferðirnar, alls 21.
Earl Brown, leikmaður Keflvíkur
hefur tekið flest fráköst eða 35 og
skorað næst flest stig eða 58
Góð byrjun hjá Suðurnesjaliðunum í Domino’s deildinni í körfubolta:
Stórleikur í Ljónagryfjunni
Haukar-Keflavík á laugardag
XuÞað var hart barist í leik Keflavíkur og Hattar í Domino’s deild kvenna
í TM-höllinni í vikunni. Keflavík vann öruggan sigur en liðið tapaði fyrir
Val í fyrstu umferð. Keflavíkurstúlkur fá firnasterkt lið Hauka í heimsókn
á laugardag.
Grindavíkurstúlkur ætla sér stóra hluti í vetur en þær hafa unnið eina
leik sinn sem komið er en það var gegn Val. Þær leika gegn Stjörnunni
á sunnudag. Grindavíkurstúlkur fengu mikinn liðsstyrk í vikunni þegar
landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir gekk til liðs við þær gulu.
Keflavíkurmærin Þóranna Kika
Hodge-Carr fór mikinn með liði sínu
gegn Hetti í vikunni. Hér geysist
hún framhjá leikmönnum Hattar
og skorar. Þóranna er aðeins 16 ára
gömul og ein af mörgum ungum og
stórefnilegum stúlkum í Keflavík.
Birna heiðruð
XuKeflvíkingar heiðruðu Birnu Valgarðsdóttur, fyrrverandi leikmann
liðsins, fyrir leik Keflavíkur og Hauka í vikunni. Birna afrekaði að leika 314
leiki og í þeim setti 453 þriggja stiga körfur og skoraði 4534 stig í heildina
eða nærri 15 stig að meðaltali í leik. Hreint magnað hjá Birnu sem var frá-
bær leikmaður.
Birna varð sjö sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum var hún bikar-
meistari. Hún lék 76 landsleiki og Birna er þannig næst leikjahæsta körfu-
boltakona landsins.
Þróttarar með alvöru handboltalið
XuÞróttur Vogum verður með hörkulið í Coca-Cola bikar karla
í handknattleik og hefur þegar safnað í lið sem er vægast sagt at-
hyglisvert.
Það verður seint hægt að kenna reynsluleysi um ef liðið dettur úr
keppni í fyrstu umferð en leikmenn liðsins eiga samanlagt heilan hell-
ing af landsleikjum, sjálfsagt á fjórða hundraðið. Meðal leikmanna sem
spila munu í bikarkeppninni undir merkjum Þróttar Vogum má nefna,
Patrek Jóhannesson, markverðina Birki Ívar og Roland Eradze ot úti-
leikmennina Einar Örn Jónsson, Bjarka Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson
og Loga Geirsson.
Flott hjá Fjölbraut
XuFjölbrautarskóli Suðurnesja vann um síðustu helgi keppni um hraust-
asta framhaldsskólann á Íslandi árið 2015. „Þetta var mjög jöfn keppni,
haldin í fyrsta sinn og margir sterkir einstaklingar sem maður var nú
ekkert viss um að maður myndi taka,“ segir Jóhanna Júlía Júlíusdóttir.
Auk hennar skipuðu þau Guðmundur Ólafsson, Helena Ósk Árnadóttir
og Andri Orri Hreiðarsson lið FS. Þau æfa öll hjá Crossfit Suðurnes og
hafa að sögn Jóhönnu góðan bakgrunn úr íþróttum. Jóhann á enn Ís-
landsmetið í armbeygjum úr Skólahreysti en hún tók 177 slíkar. Jóhanna
og Guðmundur höfðu reynslu af keppni í Skólahreysti, sem er þrek-
keppni grunnskóla. Hún hefur keppt fyrir Myllubakkaskóla og hann
fyrir Holtaskóla og tvisvar sinnum staðið uppi sem sigurvegari.
Logi Gunnarsson á
fleygiferð með Njarðvík.
VF-myndir/pket og pállorri.
Ljósmynd/Davíð/karfan.is