Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.10.2015, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 22.10.2015, Blaðsíða 18
18 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR Nú liggur fyrir að íbúakosning um breytingu á deiliskipu- lagi iðnaðarsvæðisins í Helguvík vegna kísilvers Thorsil verður haldin dagana 24. nóvember til 4. desember næst- komandi. Íbúakosningin er haldin að kröfu rúmlega 25% kosningabærra íbúa Reykjanesbæjar. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkar kosningar eru haldnar á grundvelli nýrra laga um sveitar- stjórnir sem tóku gildi árið 2011. Því er um merk tímamót að ræða fyrir íbúalýðræði á Íslandi. Í því ljósi mætti draga þá ályktun að Reykjanesbær sé vagga lýðræðis á Íslandi, en því fer fjarri því lýðræðið virðist einfaldlega flækjast fyrir núverandi meirihluta sem þó sækir umboð sitt til bæjarbúa. Hvernig er Reykjanesbær bundinn Thorsil? Bæjaryfirvöld hafa einfaldlega lýst því yfir með afgerandi hætti að niðurstaða kosninganna skipti engu máli og að nýtt deiliskipulag verði samþykkt al- gjörlega óháð niðurstöðu þeirra. Með þessari ótrúlegu yfirlýsingu er meiri- hlutinn að setja þarfir stórfyrirtækis ofar þeirri niðurstöðu sem kann að koma út úr kosningu íbúa sem búa í sveitarfélaginu. Ekkert hefur komið fram, samningar eða annað, sem sýna að Reykjanesbær sé skuldbindinnn Thorsil. Eini samningurinn sem virðist vera til staðar er lóðaleigusamningur sem bæjaryfirvöld hafa veitt Thorsil ítrek- aðan frest til að uppfylla. Nánar til- tekið hefur Thorsil í tvígang fengið frest til þess að greiða Reykjanes- höfnum upphæð samkvæmt lóðar- leigusamningnum. Á sama tíma og frestur er veittur birtast svo fréttir í fjölmiðlum um að höfnin stefni í greiðslufall. Það er því með ólíkindum hversu langt bæjaryfirvöld eru tilbúin að ganga í þágu hagsmuna Thorsil. Óboðleg framsetning á kjörseðli Þau tíðindi urðu síðastliðinn fimmtu- dag að bæjarráð Reykjanesbæjar sam- þykkti dagsetningar fyrir íbúakosn- inguna, spurninguna sem lögð verður fyrir íbúa og framsetningu hennar á kjörseðli sem er eftirfarandi: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þeirri breytingu sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 2. júní 2015, á deiliskipulagi í Helguvík vegna fyrirhugaðs kísilvers? Hlynnt(ur) Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) Andvíg(ur) Spurningin sem slík er í lagi en það eru valkostirnir sem eru sérstakir. Það að bjóða upp á kostinn: „Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)“ er aftur á móti vægast sagt óvenjulegt. Í fyrsta lagi gerir spurningin sjálf ráð fyrir að svarið sé af eða á. Í öðru lagi er það hefðin í almennum kosningum að kjósendur lýsi yfir hlutleysi sínu með því að annað hvort sitja heima eða mæta á kjörstað og skila auðu. Er framsetning bæjarráðsins á kjörseðl- inum því nokkuð byltingarkennd. Í þriðja lagi, og því sem mestu skiptir, er þetta einfaldlega óboðlegt í ljósi þess hvert efni kosningarinnar er. Þarna er verið að kjósa um breytingu á deili- skipulagi sem stjórnir sveitarfélaga taka afstöðu til með samþykkt eða synjun. Það er ekki í boði fyrir sveitar- félög að afgreiða tillögur um breyt- ingu á deiliskipulagi með „hvorki samþykkt né synjað.” Í þessu samhengi má einnig líta til þeirrar reynslu sem er af íbúakosn- ingum um sameiningar sveitarfélaga. Þar hefur framsetning kjörseðils ávallt verið þannig að kjósendur hafa geta valið af eða á. Framsetning bæjarráðs Reykjanes- bæjar á kjörseðlinum verður ekki skilin öðruvísi en tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu íbúakosningar- innar og bætist þannig við fyrri til- raunir. Það er einsýnt að kæra verður framkvæmd íbúakosninganna til innanríkisráðherra ef bæjarráð Reykjanesbæjar gerir ekki breytingar á kjörseðlinum. Vinnubrögð bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar verða að vera betri en þetta, það er ekki hægt að bjóða kjósendum upp á þetta. Fasteignaverð í efri byggðum Þrátt fyrir að það eigi fyrst og fremst að horfa á þetta mál út frá loftgæðum og umhverfisverndarsjónarmiðum, þá ætla ég einnig að benda íbúum Reykjanesbæjar sérstaklega þeim sem búa nálægt fyrirhugaðri verksmiðju að ef þessi verksmiðja mun rísa og loftgæði versna þá mun fasteigna- verð líklegast lækka, mest næst verk- smiðjunni. Eru íbúar Reykjanesbæjar tilbúnir að eignir þeirra lækki ef allt fer á versta veg? Er fólk tilbúið að tapa loftgæðum og jafnvel peningum líka? Ég hvet íbúa Reykjanesbæjar að taka upplýsta ákvörðun, ég hvet fólk að taka hagsmuni íbúa fram yfir hags- muni stórfyrirtækis. Ég hvet fólk til að taka hagsmuni náttúru og loftgæða fram yfir, hagsmuni fárra auðmanna. Nýlega læddist að mér æsku-minning úr Keflavík með orðunum „Stikk’em up.“Það var oft sólríkt á síðsumardögum uppí heiði. Við krakkarnir í Lyngholtinu lékum okkur út um allan móann frá Vatnstanki að nýbyggingar- hverfinu við Háaleiti. Yfirleitt lékum við Indjána og Cowboya. Við notuðum ekki orðið kúreki. Áhyggjulaus var sú veröld sem við lifðum í. Undir nokkrum áhrifum Kanasjónvarpsins lékum við okkur í útileikjum og þeim tilheyrðu ýmis konar orðatiltæki eins og „Stikk´em up.“ Við sungum „rólen, rólen, ró- len“ úr Rawhide og sungum Bon- anzalagið. Little Joe var vinsæll, sérstaklega hjá okkur stelpunum. Michael Landon var svo sætur og seinna fylgdumst við með honum sem föðurnum í Húsinu á sléttunni, herra Ingalls. Svo var það Gunsmoke, þá vissum við hvað deputy var. Í Rawhide fylgdumst við með Clint Eastwood tyggja strá. Við hottuðum á spýtum bundnum í snæri eða belti um allan móann fyrir ofan Háholtið og upp að Törner. Svæðið var að ein- hverju leyti afmarkað af háum vallar- girðingum með gaddavír að ofan. Við höfðum tálgað riffla og byssur úr spýtum sem við fundum við ný- byggingar. Mér fannst flott að indjánarnir væru sérfræðingar í að finna spor og læð- ast. Það var þægilegra að vera í galla- buxum með belti en klukku og heil- sokkum og margir voru í svörtum og hvítum uppreimuðum strigaskóm. Sumar stelpur vildu vera Dale og bíða eftir að Roy Rogers kæmi heim á flotta hestinum sínum Trigger, spilaði á gítar og myndi kannski kyssa þær. Við vorum sjö eða átta ára öpuðum ýmislegt annað eftir og ímynduðum okkur hasar og njósnir. Við skriðum milli barðanna í móanum. Þegar við vorum cowboyar settumst við stundum niður og þóttumst borða kjötkássu bara með gaffli, bjuggum til byrgi og kveiktum kannski varðeld. Þannig gerðu cowboyar. Þetta lékum við svo eftir ef og þegar við fengum nautahakk eða kássu heima – héldum á gafflinum eins og cowboyar. Sumir áttu cowboyhatt eða tóbaksklút um hálsinn eða kannski byssubelti, dálk eða hníf. Það var flott. Við vorum örugg í okkar leikjum og ímyndunar- aflið og leikurinn var alls ráðandi. Ég heyri óminn af „stikk’em up“ og ró- len, rólen, rólen….út um allan móa. –Yndisleg nostalgía. Söfnuðum leikaramyndum, servéttum og karamellu- bréfum Næsta sumar byrjuðum við stelp- urnar að gera blómagarða með fíflum og sóleyjum í moldinni, skreyttum okkur með Gleym-mér- eyjum og skreyttum drullukökur á málningar- dollulokum sem við reyndum að selja. Við gerðum líka skartgripi, alls konar armbönd og hringi úr marg- litum vírum sem féllu til, þegar var verið að leggja síma í götunni. Svo vorum við í búðaleik og notuðum ýmislegt t.d. sand, notaðar rauðar og hvítar mjólkurhyrnur eða minni gular og hvítar rjómahyrnur og jafn- vel niðurbrytjað einangrunarplast. Við vorum líka í hreyfileikjum við að sippa og snúsnú, teygjutvist, skot- bolta ,kýló, brennó, fallin spýta og í ýmsum boltaleikjum. Stundum seldum við flöskur og keyptum nammi, oft kók og lakkrísrör í Skúla- búð. Við söfnuðum alls konar hlutum t.d. leikaramyndum og vorum oft að skipta, servéttum, prógrömum úr bíó og alls konar sælgætisbréfum. Á vetrum fórum við á skauta upp að Vötnum með nesti eða skautuðum á íþróttavellinum við Skólaveg. Sumir áttu pabba sem átti bíl og gat farið á Seltjörn. Jónasarbrekka ( við Skóla- veg) var vinsæl og Husleybrekkan við Kobbabúð (við Tjarnargötu) og brekkan við Sjúkrahúsið á horni Suðurgötu og Skólavegar. Oft voru göturnar lokaðar með búkkum svo við gætum notið þess betur að renna okkur langt.Sumir villingar voru að teika eða hanga aftan í bílum. Minn- ingar um útiveru að vetrum nálægt þeim fáu ljósastaurum sem komnir voru í hverfið og að sjúga snjóklepr- ana úr vettlingunum er góð. Það er unaður að verma sér við minningar um áhyggjulausa æskudaga í tíma- lausum leikjum allan liðlangann daginn. Já, „liðlangann“ eins og sagt var þá og dagurinn virtist langur með mörgum máltíðum, fréttum og veðri. Inn að drekka og borða. Pabbar komu heim í hádeginu og fólk fékk sér jafn- vel hádegisblund – aðallega þó karl- peningurinn svona á meðan frúin vaskaði upp og sópaði eða skúraði út. Að vera í vist og passa krakka Um 10-11 ára aldurinn fórum við stelpurnar að passa krakka og jafnvel yngri stelpur voru í vist eða að bera út blöð, sumar fengu vinnu í fiski eða kannski að aðstoða mömmur í síldarsöltun. Í næsta húsi við mig bjó yndisleg kona, Kristín, sem var gift Ameríkana og átti tvo drengi á svipuðum aldri og við, Eddý og Mike. Áður en við fengum sjónvarp fengum við stundum að fara inn hjá þeim að horfa á barnaefni á laugar- dagsmorgnum. Það bjuggu nokkrar Kanafjölskyldur í Lyngholtinu, það var hægt að sjá t.d. á álpappír sem þeir settu fyrir gluggana. Ég fór að passa fyrir Kana 10-11 ára og fékk stundum dollar á tímann. Oft pöss- uðum við á miðvikudagskvöldum því þá fóru Kanarnir í bowling uppi á Velli. Mig minnir að það hafi verið Bowling í Viking-klúbbnum. Sumar fengu að panta úr príslistum hjá Könunum. Það var dásemd að flétta þessum vörulistum og sérstök lykt af þeim. Okkur fannst æðisleg lykt hjá Könunum, lykt af sérstökum mat eða kryddi og svo ilmandi lykt af Tide-þvottaefni. Það var öðruvísi en af fiski og floti, Omo þvottaefni , klór eða af 1313 sápunni okkar. Hún er líka minnisstæð lyktin úr þvottahúsinu heima þegar mamma var að sjóða þvottinn og dásamlegt að sofna í nýstraujuðum rúmfötum sem þurrkuð höfðu verið í saltrokinu á snúrunni sem jafnan stóð nálægt kartöflugarðinum. Svo voru kyndi- klefar með sérstakri olíulykt. Án þess að skilja af hverju þá fór ég að bera þessa Keflavíkurveröld vorra daga saman við tímaleysi nútímans og líf barnabarna minna sem nú eru á þessum aldri. Hvernig læra þau að vera til í hinum breytta fullorðins- heimi. Nú virðist svo margt að óttast. Þau heyra svo oft: Gættu þín! Passaðu þig á hinu og þessu. Veröld þeirra virðist svo hættuleg. Svo margt að varast. Öll þessi umræða um einelti og netöryggi, umferðarhættur, dóp, perra og klámvæðingu. Það voru ekki margir dónar að varast í henni Keflavík forðum. Nú eru þeir margir hverjir komnir inn á heimili og inn í herbergi eða í lófa ungra barna. Við krakkarnir í Heiðinni forðum áttum ekki fullkominn útivistarfatnað eða gönguskó, ekki skólatöskur sem stóð- ust ákveðna staðla og útivistin fór eftir myrkrinu. Á daginn vorum við einungis trufluð þegar mömmurnar stóðu úti á stétt og hrópuðu „Komdu inn að borða“. Helga Margrét Guðmundsdóttir ■■ Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar: „Stikk’em up“ Æskuminningar úr Keflavík -aðsent Síðustu vikur hefur verið mikið líf og fjör í tónlistarstofunni í Myllubakkaskóla á kvöldin. Þar er verið að æfa og æfa fyrir tónleika sem haldnir verða næstu mánaða- mót. Tilefni þessara tónleika er að í upphafi þessa árs voru liðin tíu ár frá því að vinkonurnar Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, Gunnheiður Kjartansdóttir og Íris Dröfn Hall- dórsdóttir unnu fyrst saman að leiklistarverkefni. Þá höfðu þær í einhver ár áður unnið að svipuðum verkefnum á ólíkum vettvangi. Þær unnu á þessum tíma allar í Myllu- bakkaskóla og þar byrjaði ævin- týrið. Af hverju þessir tónleikar? Af hverju ekki? Við vorum búnar að hittast oft og ræða hvað við vildum gera en vorum ekki að ná lendingu með það. Við vorum þó allar sam- mála því að skemmtilegt væri að gera eitthvað. Við höfum í gegnum árin sett upp margar sýningar, söngleiki og tónleika ýmiskonar auk þess sem við höfum stýrt krökkum í alls kyns skemmtiatriðum. Þessi vinna hefur gefið okkur alveg svakalega mikið. Fyrir utan þroska, reynslu og góða þjálfun í félagsfærni höfum við safnað að okkur ógrynni af frábærum minn- ingum sem eru dýrmætar og eignast góða vini í mörgum af þeim krökkum sem við höfum verið svo lánsamar að fá að vinna með. Við höfum nokkrum sinnum unnið að verkefnum með grunnskólakrökkum og þá fengið með okkur krakka sem áður höfðu verið með og voru komnir í fram- haldsskóla. Flestir þessir krakkar hafa bara fengið leikhúsbakteríuna sem er í mörgum tilfellum alveg bráð- smitandi og geta ómögulega slitið sig frá svona vinnu. Okkur finnst það sko ekki leiðinlegt og fögnum hverju skipti sem við hittumst. Þetta er bara svo ofsalega skemmtilegt. Og þess vegna varð niðurstaða okkar sú að skemmtilegast væri að setja upp tónleika og reyna að fá með okkur krakka úr öllum verkum sem við höfum unnið að. Feimnar og óörugg- ar ákváðum við að senda krökkunum línu og athuga hvort einhverjir væru ekki til. Það kom okkur skemmti- lega á óvart að krakkarnir tóku alveg ótrúlega vel í þetta. Við völdum svo inn hóp grunnskólakrakka sem hent- uðu í þetta verkefni. Flestir þeirra hafa unnið með okkur áður en eins og alltaf eru líka nokkur ný andlit í hópnum. Hópurinn sem við vinnum nú með telur 44 frábæra krakka á aldrinum 6-28 ára. Við vitum að þegar maður er kominn vel yfir tví- tugt er maður eiginlega ekki lengur krakki en í okkar huga eru þau öll krakkar, þetta eru krakkarnir okkar. Við erum svo ánægðar með að fá að upplifa þetta með þeim. Þetta er einskonar uppskeruhátíð þar sem við lítum saman um öxl, iljum okkur við skemmtilegar minningar og njótum þess að fá að endurskapa nokkrar þeirra. Við æfum nú alla daga enda margt sem þarf að æfa þegar laga- listinn telur átján lög. Þetta er farið að hljóma svaka vel og við erum ofsa spenntar og alveg sannfærðar um að þetta verður æði. Hvar og hvenær verða tónleik- arnir? Tónleikarnir verða haldnir í Kirkju- lundi og verða þeir fluttir þrisvar þessa helgi. Þeir fyrstu verða föstu- daginn 30. október kl. 20 og hinir laugardaginn 31. október kl. 16 og kl. 20. Aðgöngumiðinn kostar 2000 krónur og er miðasala í síma 695- 3297. Tryggið ykkur miða og komið og njótið með okkur. „Krakkarnir okkar“ ■■ Benóný Harðarson skrifar: Lýðræðisvandi í Reykjanesbæjar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.