Víkurfréttir - 22.10.2015, Blaðsíða 22
22 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Fjöldi fólks mætti við vígslu nýja íþróttamannvirkisins í
Grindavík á laugardaginn. Þar
var skemmtileg dagskrá frá kl.
15:00 þar sem íþróttamiðstöðin
í heild sinni, þ.e. Gjáin, líkams-
ræktin, sundlaugin, íþróttasalur-
inn og gamla anddyrið voru nýtt
fyrir íþróttaiðkunn og alls herjar
veisluhöld. Róbert Ragnarsson
bæjarstjóri, Sigurður Enoks-
son formaður UMFG og Sólveig
Ólafsdóttir formaður Kvenfélags
Grindavíkur klipptu á vígslu-
borðann í tilefni dagsins. Þá var
boðið upp á veitingar í Gjánni
fyrir gesti og gangandi, segir í
frétt frá Grindavíkurbæ.
Óhætt er að segja að íþróttamann-
virkið sé hið glæsilegasta. Fyrsta
skóflustunga var tekin 2. október
2013. Vertaki var Grindin ehf. í
Grindavík, hönnuðir voru Batteríið
og Verkís. Nýbyggingin er Íþrótta-
miðstöð Grindavíkur og er um
1.730m² að stærð, á einni hæð.
Í meginhlutum er hægt að skipta
byggingunni upp í tvo húshluta:
• A - Forsalur með afgreiðslu og
starfsmannakjarna, búningsklefar
sem þjóna íþróttasal, knattspyrnu-
velli og sundlaug ásamt tengigangi
að núverandi sundlaugarbyggingu.
• B - Gjáin: Samkomusalur með
móttökueldhúsi og skrifstofur sem
tengjast íþróttafélögunum og fleira.
Íþróttamiðstöð Grindavíkur er
hugsuð sem öflug viðbót við
íþróttamannvirkin á svæðinu.
Fram kom í máli Róberts Ragnars-
son bæjarstjóra að byggingin er í
raun miðstöð eða hjarta sem tengir
saman íþróttahús, sundlaug og
íþróttasvæði utanhúss. Byggingin
er um leið mikilvæg viðbót í æsku-
lýðs- og unglingastarfi bæjarins og
aflgjafi fyrir almenna íþróttaiðkun.
Íþróttamiðstöðin verður nýtt hjarta
íþróttaiðkunar í Grindavík.
Þá er torgið við aðalinngang
íþróttamiðstöðvarinnar einnig
hið glæsilegasta. Meginmarkmið
hönnunar á torginu eru að skapa
aðlaðandi og fjölnota aðkomu að
nýrri íþróttamiðstöð Grindavíkur.
Lögð var áhersla á að svæðið sé létt
í viðhaldi og aðgengilegt öllum þar
sem lagt er upp úr öryggi barna.
Saman brjóta setstallar upp rýmið
milli bygginga og mynda óform-
lega áhorfendastúku þar sem hægt
verður að fylgjast með viðburðum
á sviði fyrir miðju rýmisins. Minni
viðburðir eins og t.d. 17. júní og
fleiri hátíðarhöld gætu því verið
haldnir þarna í framtíðinni.
Í lokin var svo körfuboltaleikur
á milli Grindavíkur og Vals í úr-
valsdeild kvenna og í hálfleik var
skrifað undir samninga við íþrótta-
hreyfinguna og Kvenfélag Grinda-
víkur.
-íþróttir
Skemmtileg vígsluathöfn á nýrri íþróttamiðstöð:
Öflug viðbót við íþrótta-
mannvirkin í Grindavík
Í glæsilegu anddyrinu var hægt að grípa í tafl.
Sunddeild UMFG bauð upp á skriðsunds-
keppni sem mæltist ákaflega vel fyrir.
Samkomusalnum í Gjánni er hægt að skipta
upp í tvö rými. Í stærra rýminu var boðið upp
á júdósýningu af júdódeild UMFG.
Félag eldri borgara bauð upp á
boccia fyrir gesti og gangandi.
Sólveig Guðmundsdóttir formaður Kvenfélags Grindavíkur í góðum
félagsskap með fulltrúm Kvenfélagasambands Íslands.
Þessir þrír tóku sig vel út í anddyrinu. F.v. Páll Valur Björnsson alþingismaður, Hilmar
Knútsson smiður og formaður Hestamannafélagsins Brimfaxa og Hilmar Andew
McShane.
Gymheilsa bauð
upp á leiðsögn í
þrektækin en þessir
þremenningar
prófuðu smökkun
hjá sólbaðsstofunni
Eðalsól sem bauð
upp á ókeypis
heilsudrykki í tilefni
dagsins. F.v. Ingar
Guðjónsson, Páll
Þorbjörnsson og
Ágústa Sigurgeirs-
dóttir.
Hermann Guðmundsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Sólveig Ólafsdóttir formaður
Kvenfélags Grindavíkur, Sigurður Enoksson formaður UMFG og Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs en
bæjarstjóri og formennirnir sáu um að klippa á vígsluborðann.
AF ÞVÍ TILEFNI VERÐUR HALDIN VEGLEG ÁRSHÁTÍÐ
LAUGARDAGINN 31.OKTÓBER NK. Í STAPANUM.
HESTAMANNAFÉLAGIÐ MÁNI
FAGNAR 50 ÁRUM Á ÞESSU ÁRI
HOBBITARNIR STJÓRNA FJÖLDASÖNG
SPÚTNIK HELDUR UPPI STUÐINU
FRAM Á RAUÐA NÓTT.
FORDRYKKUR OG FORRÉTTIR
VERÐA BORIN FRAM Í ROKKSAFNINU OG OPNAR HÚSIÐ KL.18:30.
GLÆSILEGT STEIKARHLAÐBORÐ
FRÁ MENU VEITINGUM.
MIÐASALA FER FRAM Í REIÐHÖLLINNI
Á MÁNAGRUND MÁNUDAGINN
26.OKTÓBER MILLI KL. 20:00 OG 21:00.
MIÐAVERÐ ER KR. 8900,-
ALLIR VELKOMNIR SEM ÁHUGA HAFA
Á GÓÐRI SKEMMTUN.ARI ELDJÁRN
KEMUR AÐ SKEMMTA
ÁSAMT LEYNIGESTI
GUÐNI ÁGÚSTSSON
VEISLUSTJÓRI
VEGLE
GT
HAPP-
DRÆTT
I.