Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2015, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 22.12.2015, Blaðsíða 16
16 þriðjudagur 22. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR Fór í framboð og hóf háskólanám Jasmina hóf nýlega nám í stjórn- málafræði viðHáskóla Íslands. Hún var á lista hjá Frjálsu afli í Reykja- nesbæ í síðustu kosningum og á nú sæti í velferðarráði Reykjanesbæjar. Hún hefur mikinn áhuga á stjórn- málum og hefur sterkar skoðanir á hlutunum í samfélaginu. „Mig langaði að gera eitthvað meira í lífinu heldur en að vera bara verkakona. Þegar ég skildi við manninn minn ákvað ég því að fara beint í skóla.“ Hún kláraði menntastoðir hjá MSS og hóf síðan nám hjá Keili þar sem hún náði sér í stúdentspróf. „Mér finnst þetta aldrei vera of seint. Ég er þannig týpa að mér finnst að fólk eigi að gera það sem það langar til. Maður lifir bara einu sinni.“ Hún hefur alltaf átt auðvelt með að læra og hún náði tökum á íslenskunni á skömmum tíma. „Ég er rosalega mikil félagsvera þannig að það var lítið mál fyrir mig að koma mér inn í hlutina og læra íslensku. Eftir ár var ég mjög góð í íslensku, þó ég segi sjálf frá. Þetta hefur gengið ofsalega vel og mér líkar rosalega vel við Ísland. Ég hugsa aldrei um að fara heim. Ég tala bæði um Ísland og Bosníu sem heimili mitt. Ég er fædd og uppalin þar og hef auðvitað ákveðin tengsl. Ég á samt heima hérna. Börnin mín eru fædd og uppalin hérna og þekkja ekkert annað.“ Jasminu finnst mikilvægt að halda tengslum við heimalandið. Hún hefur alið börnin sín þannig upp að þau tala bosnísku. Ber virðingu fyrir trúnni og hefðum frá heimalandinu Fjölskylan er múslimar. Jasmina heldur ennþá í jólahefðir frá heimalandinu og heldur jól að sið múslima. „Ég er ekki strangtrúuð og var ekki alin þannig upp. Ég var þó alin upp við að bera virðingu fyrir trúnni minni og hefðum.“ Um 40% Bosníumanna eru múslimar. Þar sem fjölskylda Jasminu bjó var fjölbreytt flóra trúarbragða en alls voru 16 mismunandi þjóðar- brot í hennar sveitafélagi. „Það var mikið um fjölbreyttar og mismun- andi hefði. Maður lærði mikið af því og ég mæli sterklega með því að maður kynnist þeim flestum. Þannig lærir maður að taka tillit til allra.“ Jasmina segir að út frá umræð- unni um múslima í samfélaginu á þessum tímapunkti, sé mikilvægt að það komi fram að Bosníu mús- limar eru misjafnir. „Flestir að- lagast vestrænni menningu mjög hratt því hún er ekki svo mikið frá- brugðin bosnískri menningu. Þeir Bosníu múslimar sem ég þekki á Ís- landi, sem eru fjölmargir, eru búin að aðlagast mjög vel. Þannig að alhæfingar sem eru í þjóðfélaginu um að múslimar aðlagist samfélag- inu illa eru ekki alveg réttar. Það eru ekki bara múslimar í Araba ríkjum, þeir eru líka í öllum heimsálfum og hefðir í hverju landi fyrir sig spila mikið inni þetta. Að aðlagast sam- félaginu er ekki endilega að halda upp á jól, eins og ég upplífði oft og tíðum, að ef ég held ekki jól þá er ég ekki búin að aðlagast, heldur allt hitt; að bera virðingu fyrir hefðum og siðum, lögum og reglum sem gilda í því landi sem fólkið býr í. Að læra tungumálið er náttúrulega aðalmálið. Síðan spilar menningin mikið inn í hver gildin eru. Öfgar eru í öllum trúabrögðum og sam- félögum þannig að það er mikil- vægt að vera vel upplýstur og ekki vera með fórdóma.“ Þegar Jasmina var að alast upp þá gaf fjölskyldan engar jólagjafir. Fjölskyldan hittist og borðaði saman og svo var farið að heim- sækja stórfjölskylduna, rétt eins og tíðkast hérlendis. Hún segir það þó vera að breytast og nú sé fólk byrjað að gefa gjafir. Fyrrverandi maðurinn hennar sem fluttist með henni til Íslands er einnig múslimi. „Það sem ég ól börnin mín upp við er að þau fóru alltaf á morgnana á jólum og báðu fyrir jólunum. Síðan var fólki boðið í hádegismat heima hjá mér. Þannig er það ennþá í dag. Eftir að við erum búin að borða þá fá börnin svo jólagjafir. „Maðurinn minn núverandi er íslenskur og við höldum líka íslensk jól eins og aðr- ir. Ég hef t.d. alltaf skreytt húsið þó svo að ég hafi ekki haldið jól áður fyrr. Mér finnst bara svo dimmt úti. Mér finnst það rosalega gaman og börnunum mínum líka. Við bökum líka piparkökur og börnin mín fara alltaf að hitta jólasveininn og hafa fengið í skóinn. Við erum ekki strangtrúuð og jólasveinninn hefur ekkert með trú að gera,“ segir Jasmina. „Mér finnst það vera þannig að fólk sem er trúað sæki í ákveðin gildi og vilji fara eftir þeim. Þetta hefur meira með hefðir að gera heldur en annað. Maður verður bara að bera virðingu fyrir því þó maður sé ekki alltaf sammála.“ Hún segist vera frjálslynd í trúmálum en telur mikilvægt að börn hennar viti af sínum uppruna. „Börnin mín fara ekki í mosku né heldur kirkju. Þau eru ekki skírð né fermd en þau geta tekið þessa ákvörðun þegar þau verða 18 ára. Þeim er velkomið að gera það sem þau vilja. Azra 18 ára dóttir mín er virk í samfélaginu. Hún hefur tekið þátt í umræðunni um múslima. Hún telur sig vera múslima en er ekki strangtrúuð. Ég er mjög svo fjálslynd með þetta. Eina sem ég vil passa upp á er að þau viti af sínum uppruna. Þau tala öll bosnísku, við sækjum mikið út og við viljum að þau geti talað við sitt fólk úti.“ Reyktur kjúklingur á jólunum „Það eru bara venjuleg jól hjá okkur klukkan sex og svo pakkar. Við borðuðum alltaf reyktan kjúkl- ing á íslensku jólunum hér áður fyrr. Það var svolítið skondið að þegar ég kynntist núverandi mann- inum mínum þá kom í ljós að hann var alltaf með kjúkling á aðfanga- dag. Ég spurði hvort honum þætti reyktur kjúklingur góður, en hann hafði ekki smakkað reyktan. Ég gaf honum svo að smakka og síðan hefur þetta verið á jólunum hjá okkur. Svo er hamborgarhryggur daginn eftir.“ Jasmina segist vera mikill Íslendingur og elskar allan íslenskan mat. Hún telur skötu vera ómissandi hluta af jólunum. „Ég borða allan íslenskan mat nema sviðalappir, annars allan þorramat. Það er svo alltaf skata heima hjá mér á Þorláksmessu. Mér finnst hún ofsalega góð með stöppu og öllu. Við sjóðum hana heima og þetta er ómissandi yfir jólin. Þó svo að unglingarnir séu ekki ánægðir með þetta.“ Þrenn jól á ári Jólin hjá múslimum, sem eru tvisvar á ári, færast um tíu daga ár frá ári en það er vegna þess að not- ast er við gamalt tímatal í trúnni. Fyrri jól, sem standa í þrjá daga og koma alltaf eftir Ramadan sem er föstumánuður, voru þannig í júlí í ár og seinni jól koma alltaf tveimur mánuðum og tíu dögum síðar. Þá er hefð víða í múslimasamfélögum að slátra dýrum og deila út kjötinu til þeirra sem minna mega sín. Þá eru haldin jól sem standa í fjóra daga. Þá er mikið bakað og eldað og oftast er þá um að ræða gamal- dags, hefðbundinn mat og kökur, allt frá 6-10 réttir. Það er súpa í for- rétt og svo er valið úr fjölmörgum aðalréttum og eftirréttum. „Börnin mín græða á því að við erum með þrjú jól á ári. Þeim finnst það alveg geggjað. Það er alltaf hefð hjá okkur að baka smákökur á aðventunni og þá er hlustað á jólalög. Þetta geri ég fyrir krakk- ana því þeim finnst þetta svo mikil stemmning.“ Jasmina segist ekki tengja jólin beint við trúarbrögð, heldur frekar hefðir og venjur. „Ég upplifi þetta ekki sem mjög trúarlega hátíð á Íslandi. Áður fyrr var það eflaust meira en samfélög breytast. Ég tek eftir því að í Bosníu hefur margt breyst frá því að ég var lítil.“ Fyrir henni er það ósköp eðlilegt að halda þrenn jól á ári. Hún er ekki að stressa sig um of og tekur því rólega í kringum þessar hátíðir. „Ég man að mamma málaði alltaf fyrir jól og gerði allt svo fínt og flott. Ég geri það aldrei heima hjá mér. Ég þríf alltaf reglulega og hef snyrti- legt heima hjá mér þannig að ég sé enga ástæðu til þess að gera þetta öðruvísi um jólin. Ég skil ekki til- ganginn með jólastressi. Ég held að tilgangurinn sé að slaka á og njóta þess að vera með fjölskyldunni.“ Ég skil ekki til- ganginn með jólastressi. Ég held að tilgangurinn sé að slaka á og njóta þess að vera með fjölskyldunni -viðtal pósturu eythor@vf.is Jasmina Crnac fluttist til Íslands þegar hún var 16 ára gömul. Hún kom hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni frá Bosníu. Stríð hafði geisað í heimalandi hennar í fjögur ár. Hún varð móðir í fyrsta sinn það sama ár og hún fluttist til Íslands. Hún hefur nú búið á Íslandi í 19 ár. Móðurbróðir hennar Daði Dervic var að spila fótbolta á Ólafsfirði og eftir að stríðinu lauk og landamærin opnuðust í Bosníu fór fjölskyldan norður. Þar vantaði fólk í vinnu og því var ákveðið að slá til og flytja til Ólafsfjarðar. Þar bjó Jasmina í fjögur ár. Hún fluttist svo til Ólafs- víkur og Mosfellbæjar áður en hún fluttist til Reykjanesbæjar árið 2011. Fjögur börn eru á heimilinu auk þess sem foreldrar hennar búa hjá þeim, þannig að þar er mikið líf. - Jasmina Crnac heldur þrenn jól á ári AÐLÖGUN SNÝST UM VIRÐINGU FYRIR HEFÐUM OG SIÐUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.