Víkurfréttir - 17.03.2016, Side 2
2 fimmtudagur 17. mars 2016VÍKURFRÉTTIR
Helguvíkurhöfn hagnast um tugi
milljóna króna á ári með aukinni
flugumferð. Á síðasta ári komu tólf
olíuflutningaskip til hafnar í Helgu-
vík með flugvélaeldsneyti fyrir Kefla-
víkurflugvöll. Hver skipakoma skilar
milljónum í annars auralítinn kassa
hafnarinnar.
Þegar olíuflutningaskip leggst að
bryggju í Helguvík þá skiptir máli
hversu stórt skipið er í brúttótonnum.
Þannig getur þriggja sólarhringa
stopp hjá 25.000 brúttótonna skipi
skilað 1.560.250 krónum í skipagjöld
og 15.000 brúttótonna skip skilar
827.250 krónum fyrir sama tíma.
Þá skiptir miklu máli hversu miklum
farmi er skipað upp. Á hvert tonn af
eldsneyti sem er dælt frá borði leggjast
355 krónur. Það þýðir að þúsund tonn
af eldsneyti skila 355.000 krónum
til hafnarinnar. 1.000 tonn eru því
355.000 krónur og 20.000 tonn skilja
eftir sig 7,1 milljón króna. Að meðal-
tali var skipað upp 18.000 tonnum af
flugvélaeldsneyti í hverri skipakomu
olíuskipa á síðasta ári og þær voru
tólf, eins og áður hefur komið fram
og eldsneytistonnin 216.000. Þá borga
skipin sérstaklega fyrir hafnsöguþjón-
ustu og fyrir lóðsbáta.
Halldór Karl Hermannsson, hafnar-
stjóri Reykjaneshafnar, sagði í samtali
við Víkurfréttir að þessar skipakomur
skipti höfnina miklu máli. Með auk-
inni flugumferð til landsins á þessu ári
má annað hvort búast við fleiri olíu-
flutningaskipum eða stærri skipum.
Aðstæður til að taka á móti olíuflutn-
ingaskipum í Helguvík eru góðar.
Þannig er höfnin í Helguvík það djúp
að hingað koma olíuskip á leið til Nor-
egs til að létta sig áður en þau sigla
inn Oslóarfjörð með eldsneyti fyrir
Gardemoen-flugvöll. Flugvélaelds-
neytið kemur hingað m.a. frá Suður-
Ameríku en hingað sigla skipin frá
Venesúela og skilja eftir hluta farmsins
hér áður en haldið er áfram til Noregs.
Flugið eykur hag
Helguvíkurhafnar
●● Olíuskip●á●leið●til●Noregs●skilja●eftir●hluta●af●farmi●í●Helguvík
●● 20.000●tonn●af●flugvélaeldsneyti●skilja●eftir●rúmar●7●milljónir●í●Reykjanesbæ
Icelandair stundvísasta félagið
■ Icelandair var stundvísasta flugfélagið frá Keflavíkurflugvelli í febrúar en
easyJet var stundvísast í janúar.
Hlutfall brottfara Icelandair á réttum tíma voru 79% og hlutfall lendinga á
réttum tíma voru 70%. Sömu hluföll hjá WOW air voru 69% við brottfarir
og 50% við lendingar. easyJet er með versta hlutfall brottfara á réttum tíma,
eða 66%, en besta hlutfall lendinga á réttum tíma, eða 80%. Þegar skoðuð eru
heildarhlutföll flugferða á réttum tíma er Icelandair með besta hlutfallið eða
75%, easyJet er næst með 73% og WOW air er með 60% hlutfall.
SUMARSTÖRF Í VOGUM 2016
Eftirtalin sumarstörf eru laus til umsóknar hjá sveitarfélaginu sumarið 2016.
Stöður okkstjóra í vinnuskóla
Flokkstjóri starfar undir stjórn forstöðumanns umhvers og eigna. Hann stjórnar star vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð,
vinnur með liðsheild, er uppbyggilegur og til fyrirmyndar. Flokkstjóri verður að hafa bílpróf og geta hað störf í lok maí. Ekki er gert ráð fyrir
frítöku á vinnutímabilinu. Flokkstjóri skal vera á 19. aldursári eða eldri.
Umsjónarmaður leikjanámskeiðs
Leitað að einstaklingi til að sjá um námskeið sumarsins. Umsækjendur þurfa að geta skipulagt daglegt starf námskeiðanna og stjórnað
ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar á námskeiðunum. Skilyrði er að umsækjandi sé á 19. aldursári eða eldri.
Sumaraeysingar í íþróttamiðstöð
Um er að ræða störf við afgreiðslu, þrif, gæslu á böðum, laugarvörslu og annað tilfallandi. Starfsmaður þarf að standast hæfnispróf
sundstaða, vera stundvís og geta unnið undir álagi. Skilyrði er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri. Starfsmaður verður að geta hað störf í
júní. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Unnið er á vöktum.
Vinnuskóli, félagsmiðstöð og íþróttamiðstöð eru tóbakslausir vinnustaðir.
Umsóknarfrestur fyrir umrædd störf er til 1. apríl 2016.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja.
Námsmenn jafnt sem atvinnuleitendur, karlar og konur eru hvött til að sækja um ofangreind störf.
Nánari upplýsingar um störn veita frístunda- og menningarfulltrúi í síma 440-6225
og forstöðumaður umhvers og eigna gsm 893 6983.
Umsókn sendist rafrænt á stefan@vogar.is eða skilist á pappír á skrifstofu Sveitarfélagsins.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsmiðstöðvar,
í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar eða á skrifstofu Sveitarfélagsins.
Vikan sem er að líða var viðburðarík
hjá þingmanninum Páli Vali Björns-
syni úr Grindavík en sá fágæti atburður
átti sér stað á Alþingi á þriðjudag að
tvö þingmál þingmanns úr minna-
hluta voru samþykkt samhljóða. Páll
Valur er þingmaður Bjartrar fram-
tíðar og tilheyrir því minnihlutanum
á Alþingi. Annars vegar var það
þingmál hans um breytingu á lögum
um fæðingarorlof fyrir foreldra sem
eignast andvana börn eftir 22. vikna
meðgöngu sem var samþykkt. Hins
vegar þingsályktunartillaga um að
2 0 . n ó v e m -
ber á ári hverju
verði helgaður
f r æ ð s l u u m
mannrétt indi
barna í skólum
landsins.
Upphafið að því
að Páll Valur
ákvað að leggja
ti l breytingar
á l ö g u m u m
fæðingarorlof
má rekja til þess
er hjónin Einar
Árni Jóhanns-
son og Guðmunda Guðlaug Sveins-
dóttir vöktu athygli á því að samtals
áttu þau aðeins rétt á þriggja mánaða
fæðingarorlofi eftir að hafa eignast
andvana dóttur, Önnu Lísu, þann 5.
september 2014. Lögunum var breytt
á þann veg að hvort foreldri um sig
fær þrjá mánuði í fæðingarorlof. Páll
Valur segir þetta mikið réttlætismál.
„Ég vildi ná fram fullu fæðingarorlofi,
9 mánuðum, fyrir foreldra sem hafa
eignast andvana barn en það eru alltaf
málamiðlanir í pólitík. Þetta var gott
skref sem ég er mjög ánægður með
og heyri úti í samfélaginu að margir
eru ánægðir með að þetta hafi verið
samþykkt.“
Páll Valur er með kennaramenntun og
vann áður með Einari Árna í Njarð-
víkurskóla. „Þau komu fram í fjöl-
miðlum og skoruðu á okkur þing-
menn að breyta þessu. Ég tók við
boltanum frá þeim og hélt áfram með
málið. Til þess er ég,“ segir hann.
Páll kveðst alla tíð hafa haft mikinn
áhuga á málefnum barna. Í samstarfi
við UNICEF, Barnaheilla og Umboðs-
mann Barna hefur hver flokkur skipað
einn þingmann sem talsmann barna
á Alþingi og gegnir Páll Valur því
hlutverki fyrir Bjarta framtíð. Hann
kveðst hafa tekið hlutverkið alvarlega
og hefur síðan hann tók við því unnið
að því að 20. nóvember ár hvert verði
helgaður mannréttindum barna og
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
„Hugmyndin er að á þeim degi verði
sáttmálinn kynntur fyrir börnum og
meira gert úr honum. Ég er reyndar
þeirrar skoðunar að allir dagar eigi að
vera helgaðir mannréttindum barna
en þetta er fyrsta skrefið í þá átt að
kynna sáttmál-
ann betur fyrir
börnum.“
Samkvæmt ný-
legri könnun
MMR treysta
aðeins 17 pró-
s e n t l a n d s -
manna Alþingi
og oft heyrist í
umræðunni að
þingmenn eigi
erfitt með að
v inna saman
til heilla fyrir
landsmenn. Að-
spurður hvort að tíðindi vikunnar gefi
tilefni til bjartsýni um að það sé að
breytast segir Páll Valur að alltaf eigi
að vera bjartsýnn og ekki síst í starfi
þingmannsins. „Ég fór af stað í pólitík
með það að fororði að bæta vinnu-
brögð og vinna að meiri sátt. Það er
oft erfitt. Það er búinn að vera mikill
órói í samfélaginu og það er slæmt
hvað Alþingi mælist með lítið traust
því þetta er ein af mikilvægustu stofn-
unum samfélagsins. Auðvitað eigum
við að reyna að gera allt sem við getum
til að vinna saman og samþykktirnar
auka mér bjartsýni.“ Hann segir að
alþingismenn yfir höfuð séu gott fólk
sem leggi sig allt fram en hafi mis-
jafnar skoðanir. „Þessi pólitíski kúltúr
hefur verið helsjúkur lengi og það þarf
að laga þennan sjúkling sem pólitíkin
er. Ég hef tamið mér það sem þing-
maður að koma vel fram við alla og
hef kannski áunnið mér smá virðingu
með því. Við eigum alltaf að geta talað
okkur niður á lausnir en það eru auð-
vitað alltaf einhver mál sem um ríkir
ágreiningur og þá ræður meirihlut-
inn.“
Tvö þingmál Páls Vals
samþykkt samhljóða
AÞ-Þrif is looking for people to hire.
Must speak english or icelandic.
Preferably between 20–40 years of age.
Driving license and clean criminal record
is required.
Please send application via email at
gerda@ath-thrif.is titled “Job”.
NEED A JOB?
Skeiðarási 12
210 Garðabæ
Páll Valur Björnsson,
þingmaður Bjartrar framtíðar
Olíuflutningaskipið Unique Explorer frá Hong Kong kemur til Helguvíkurhafnar sl. föstudag. VF-mynd: Hilmar Bragi