Víkurfréttir - 17.03.2016, Síða 7
8 fimmtudagur 17. mars 2016VÍKURFRÉTTIR
HÆKKUN ÚTSVARS
NESVELLIR
Bókasafn Reykjanesbæjar
MYNDASÖGU-
NÁMSKEIÐ
LAUS STÖRF
HLJÓMAHÖLL
VIÐBURÐIR FRAMUNDAN
Vakin er athygli á því að þótt álagningarprósenta útsvars í
Reykjanesbæ hafi hækkað þ. 1. janúar 2015 í 15,05% mun inn-
heimt útsvarshlutfall áfram verða það sama um allt land þ.e.
14,44%. Þetta er vegna innheimtureglna Fjársýslu ríkisins
sem sér um innheimtu fyrir ríki og sveitarfélög. Leiðrétting
til hækkunar mun svo koma fram við álagningu og uppgjör
þann 1. júlí 2016, byggt á skattaskýrslum fyrir 2015.
Bæjarbúum er ráðlagt að búa í haginn fyrir
bakreikninginn sem þá mun líklega berast vegna þessa.
Léttur föstudagur 18. mars kl. 14:00.
Sönghópurinn Uppsigling mætir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Myndasögunámskeið fyrir 12 – 99 ára hefst í Bókasafni
Reykjanesbæjar þriðjudaginn 22. mars frá klukkan 16.15-
17.15. Námskeiðið verður í 4 vikur, alltaf á þriðjudögum frá
klukkan 16.15-17.15 og er frítt. Afrakstur námskeiðs verður
að myndasögusýningu í safninu.
Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið í netfangið
bokasafn@reykjanesbaer.is eða í afgreiðslu safnsins.
Miðvikudaginn 23. mars verður páskaföndur á bókasafn-
inu frá klukkan 15.00 – 17.00.
Það kostar ekkert og allir hjartanlega velkomnir.
Ertu í atvinnuleit?
Reykjanesbær auglýsir eftir starfsfólki í margvísleg störf.
Yfirlit yfir laus störf er að finna á vef Reykjanesbæjar, á
slóðinni www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.
Þar er einnig hægt að skila inn almennum umsóknum.
17. mars – Helga Bryndís píanisti, einleikstónleikar
7. apríl – Söngvaskáld á Suðurnesjum – Jóhann Helgason
15. apríl – Jón Jónsson ásamt hljómsveit
Allar nánari upplýsingar og miðasala
á www.hljomaholl.is og í síma 420 1030.
Grindvíkingurinn Björn Valur Páls-
son hefur látið að sér kveða í raf- og
hip hop tónlistarsenunni á Íslandi.
Hann mun eiga nokkur lög á næstu
plötu Emmsjé Gauta sem er væntan-
leg innan skamms auk þess sem hann
hefur unnið talsvert með strákunum
í Úlfi Úlfi en þar er einnig að fæðast
nýtt efni.
Björn sem er 24 ára fékk snemma
áhuga á tónlist og stundaði á sínum
yngri árum nám í Tónlistarskóla
Grindavíkur þar sem hann spilaði
á gítar og trommur. Hann var eitt-
hvað að grúska í hljómsveitum en á
unglingsárum kviknaði áhugi Björns
á raf- og rappónlist. Snemma fór hann
að starfa sem plötusnúður á skemmti-
stöðum og víðar en hann hafði ávallt
hug á því að gera sína eigin tónlist.
Hann ákvað fyrir tæpum tveimur
árum að bregða sér til Bandaríkjanna
þar sem hann nam svokallaða pródú-
seringu í tónlist í góðum skóla í Los
Angeles. Þar lærði hann handtökin
í bransanum og allt um nútímatón-
list og hvað einkennir hana. Björn
segir að með tækninni í dag sé hægt
að fara ansi langt í tónlistarsköpun.
„Það má allt og þú getur gert það sem
þú vilt. Vinsælasta tónlistin í dag er
kannski frá einhverjum 17 ára gutta
sem fann einhverja svala hljóma og
bætir trommum við. Svo kemst það í
hendurnar á einhverjum rappara sem
fleytir tónlistinni enn lengra,“ segir
Björn.
Hjálpar að hafa
góðan grunn í tónlist
Eftir að áhuginn á tónlist kviknaði þá
varð Björn sér úti um tæki og tól til
þess að fikra sig áfram í að skapa eigin
tónlist. „Ég fór að fikta í þessu og vildi
sjá hversu erfitt það væri að gera takta
sjálfur,“ segir Björn sem hrífst mikið
af tónlist með miklum bassa. „Það
hjálpaði mér mikið að hafa kunnað á
trommur áður en ég fór að gera tón-
list.“ Hann segir ekki beint auðvelt að
gera þessa tegund tónlistar en mikil-
vægt sé að þekkja tónlist vel og vita
hvað getur virkað saman. „Þetta er
orðið mun aðgengilegra í dag með
öllum þessum forritum sem eru í boði.
Þú getur fundið svo mikið af upplýs-
ingum á netinu um hvernig á að gera
hlutina og þannig getur þú komið þér
áfram. Svo er undir þér komið hversu
vel þú vilt hljóma og þá er það bara
meiri vinna sem felst í því.“ Á menn-
ingarviku Grindavíkur var Björn með
námskeið fyrir ungt fólk sem hefur
áhuga á raftónlist.
Björn lauk skólagöngu sinni í Los
Angeles á síðasta ári þar sem hann út-
skrifaðist sem dúx frá skólanum. Eftir
heimkomu hefur hann verið gjörsam-
lega á kafi í tónlistinni og þá aðal-
lega með Emmsjé Gauta og Úlfi Úlfi
þar sem þeir félagar spila um land allt
flestar helgar. Björn er með nokkur
lög á næstu plötu Gauta en þeir fé-
lagar eru einnig að vinna að mixteipi
sem kemur út fljótlega eftir plötuna.
Björn segist ekki spá mikið í því hvort
litið sér niður á hip hop tónlist á Ís-
landi en tónlistin nýtur gríðarlega
vinsælda þrátt fyrir að hljóta kannski
ekki mikillar hylli svokallaðra tón-
listarspekinga. Sem dæmi þá var
ansi umdeilt hve rýr uppskera rapp-
ara var á Íslensku tónlistarverðlaun-
unum síðustu. „Ég hef ekkert verið að
hugsa um það sem aðrir segja og geri
bara það sem ég fíla. Ætli það sé ekki
gamla fólkið sem er ekki alveg búið að
kveikja á þessari tónlist. Það er þó að
síast inn hægt og rólega,“ segir Björn
léttur að lokum.
Allt leyfilegt í raftónlist
●● Björn●Valur●vinnur●tónlist●með●Emmsjé●Gauta●og●Úlfi●Úlfi
KYNNING TILLÖGU
AÐ BREYTINGU Á
DEILISKIPULAGI
fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut, Sveitarfélaginu Vogum.
Sveitarfélagið Vogar auglýsir hér með kynningu tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna breyttrar
staðsetningar á fyrirhugaðri súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju sem til stendur að reisa á
iðnaðarsvæðinu við Vogabraut, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verður til sýnis og umræðu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu Sveitarfélagsins
Voga að Iðndal 2 þriðjudaginn 22. mars nk. á milli kl. 15:30-16:30. Tillagan er einnig aðgengileg á vef
Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is.
Í kjölfar kynningarinnar verður tillagan tekin til umöllunar í bæjarstjórn til samþykktar fyrir formlega
auglýsingu hennar. Gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna innan tilskilins
athugasemdafrests.
Vogum, 17. mars 2016
Skipulags- og byggingarfulltrúi