Víkurfréttir - 17.03.2016, Qupperneq 9
10 fimmtudagur 17. mars 2016VÍKURFRÉTTIR
ATVINNA
Blaðberi óskast til að bera út
Morgunblaðið í Inri-Njarðvík.
Upplýsingar gefur Kristrún í síma 862 0382.
„Þetta byrjaði sem áhugamál en er nú
farið að taka yfir flest annað,“ segir
Guðrún Marteinsdóttir, prófessor við
Líf- og umhverfisvísindadeild Há-
skóla Íslands og frumkvöðullinn á
bak við fyrirtækið Taramar. Krem frá
fyrirtækinu Taramar eru framleidd
í Sandgerði komu fyrstu vörurnar
á markað í október síðastliðnum.
Á dögunum setti fyrirtækið fjórðu
vöruna á markað sem er næturkrem.
Elín Þ. Þorsteinsdóttir er markaðs-
stjóri Taramar og saman annast hún
og Guðrún daglegan rekstur fyrir-
tækisins. Framleiðsla kremanna fer
fram í Sandgerði en skrifstofan
er í Nýsköpunar-
miðstöð Íslands.
Báðar hafa þær Guð-
rún og Elín sterka
tengingu til Suður-
nesja. Eiginmaður
Guðrúnar, Kristberg
Kristbergsson, er úr
Grænásnum. Elín
ólst upp í Keflavík
og er dóttir Þor-
steins Kristinssonar,
grunnskólakennara
og Helgu Þorkels-
dóttur. „Það var
vel til fundið að finna
framleiðslunni stað í Sandgerði. Þar
er mikil þekking til staðar enda hafa
verið gerðar rannsóknir í Þekkingar-
setrinu um árabil. Þá höfum við
einkar hentungt húsnæði í Vörðunni,“
segir Guðrún. Starfsmenn Taramar
eru samtals átta og nú styttist í að þörf
verði á fólki í hlutastörf við framleiðsl-
una í Sandgerði.
Afrakstur áralangra rannsókna
Guðrún hefur unnið að þróun
húðvaranna frá árinu 2005 og eru þær
afrakstur áralangra rannsókna hennar
og samstarfsfólks við Háskóla Íslands.
Hún segir sífellt fleiri gefa því gaum
hvaða efni snyrtivörur innihaldi enda
eru vörur Taramar framleiddar eftir
hugmyndafræði „slow cosmetics“ þar
sem gæði ráða för fremur en magn.
„Því miður er það svo að margar
snyrtivörur innihalda efni sem eru
hreinlega skaðleg. Sum hver eru jafn-
vel talin valda krabbameini og önnur
eru undir sterkum grun um að klofna
í formalin þegar þau eru borin á
húðina. Það er talið að konur sem
nota húðvörur að staðaldri getið tekið
allt að tvö til þrjú kíló af efnum upp
í gegnum húðina á ári hverju. Þetta
eru auðvitað ekki allt hættuleg efni en
mörg af erfiðustu efnunum, svo sem
hin eiginlegu rotvarnarefni, eru oft
tekin hratt upp í gegnum húð,“ segir
Guðrún. Vandamálið er að almennt
þá þekkji neytendur ekki þessi efni og
eiga erfitt með að forðast þau. Þetta
varð hvatinn að því að þessi vinna
fór af stað og útkoman eru af-
burða hreinar og öruggar
húðvörur sem byggja
á lífvirkum efnum úr
sjávarfangi og lækninga-
jurtum. „Lífvirku efnin í
kremunum frá Taramar
koma úr þörungum
sem eru handt índir
á hreinum svæðum í
Breiðafirði og úr lækn-
ingajurtum frá Móður
jörð. Vörurnar eru sér-
stakar að því leiti að þær
hafa mikla virkni og eru
mjög hreinar og byggja á
nýsköpun og rannsóknum,“
segir Guðrún.
Nota engin hefðbundin
rotvarnarefni
„Lífvirku efnin sem við höfum rann-
sakað og einangrað eru mjög hvarf-
gjörn og þola illa sólarljós. Því lögðum
við mikla áherslu á það við hönnun
umbúða að þessi efni væru varðveitt
og að neytandinn fengi að njóta eigin-
leika þeirra eins og þau væru ný. Því
eru Taramar vörurnar framreiddar í
svörtu gleri. Þá innihalda kremin frá
Taramar ekki nein hefðbundin rot-
varnarefni né önnur efni sem geta haft
neikvæð áhrif á húðina eða starfsemi
líkamans,“ segir Guðrún.
Endingartími kremanna frá Taramar
er tiltölulega stuttur, eða um sjö til
ellefu mánuðir en eftir þann tíma fer
lífvirknin dvínandi.
Hafa fengið góðar móttökur
Elín Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Ta-
ramar, segir viðtökurnar hafa verið
góðar, enda höfði kremin til breiðs
hóps. „Annars vegar er það fólk sem
kýs hreinar og öruggar vörur og hins
vegar fólk sem vill tæknilegar vörur
með mikilli virkni og sýnilegum
árangri.“ Hún segir flesta viðskipta-
vinina vera konur en að þó nokkrir
karlar séu einnig meðal viðskipta-
vinanna og þá oft karlar sem tengjast
þeim konum sem nota vörurnar. „Við
höfum heyrt frá ótalmörgu fólki sem
er með húðvandamál og hefur ekki
fundið krem við hæfi en hefur getað
notað vörurnar frá Taramar og það er
mjög ánægjulegt,“ segir hún.
Eignarhaldsfélag Suðurnesja er kjöl-
festufjárfestir í Taramar. Nýjar leiðir
hafa verið farnar í markaðssetningu
og byggjast á svokölluðum B-hlut-
höfum. „Þá fjárfestir fólk í fyrirtækinu
fyrir að lágmarki 100.000 krónur og
nýtur arðs af fjárfestingunni og ýmissa
fríðinda, eins og að hafa kost á því
að versla vörurnar á lægra verði en
gengur og gerist í búðum. Í hópnum
er einnig fólk sem prufar vörurnar á
þróunarstigi,“ segir Elín. B-hluthaf-
arnir eru nú hátt í 200 og segir Elín þá
gegna veigamiklu hlutverki. „Hópur-
inn breiðir út hróður kremanna og
hefur reynst mjög öflugt markaðstæki.
Þannig hafa skapast góð tengsl á milli
fyrirtækisins og þessara eigenda sem
skila sér í miklu umtali og útbreiðslu
upplýsinga, meðal annars í gegnum
Facebook-síðu Taramar.“
FRAMLEIÐA KREM ÚR SJÁVAR-
FANGI OG LÆKNINGAJURTUM
●● Nýsköpunarfyrirtækið●Taramar●framleiðir●húðvörur●í●Sandgerði
●● Neytendur●meðvitaðir●um●innihald●snyrtivara
Því miður er
það svo að
margar snyrtivörur
innihalda efni sem
eru hreinlega skaðleg
Nokkrar stöður tollvarða í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli
eru lausar til umsóknar hjá embætti Tollstjóra. Um er að
ræða fjölbreytt og lifandi störf sem henta jafnt konum sem
körlum. Í tengslum við ráðningu þarf að þreyta þríþætt inn-
tökupróf, bæði skriflegt og líkamlegt, en nánari upplýsingar
um það er að finna á www.tollur.is.
Starf tollvarða felur m.a. í sér:
• Eftirlit með skipum, flugvélum, farþegum og áhöfnum.
• Eftirlit og skoðun vörusendinga og tollskjala.
• Sérhæfðar leitir svo sem í bílum,
með gegnumlýsingarbúnaði o.s.frv.
• Greining á áhættu vöru- og farþegaflæðis.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Stúdentspróf eða menntun sem má meta til slíks náms.
• Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Góðir greiningarhæfileikar.
• Gott andlegt og líkamlegt atgervi.
• Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Almenn ökuréttindi.
• Hreint sakavottorð.
Reynsla og þekking úr öðrum störfum nýtist vel í starfi toll-
varða. Háskólamenntun er einnig eftirsóknarverð þar sem í
mörgum verkefnum er áhersla á greiningarhæfni, talnalæsi,
tölfræði, skýrslugerð og tölvufærni.
Nánari upplýsingar um starfið veita Kári Gunnlaugsson
og Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, í síma 560-0300.
Umsóknarfrestur er til 29. mars nk.
Sótt er um starfið rafrænt á www.tollur.is/laus-storf.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra
f.h. ríkissjóðs og Tollvarðafélags Íslands. Um starfskjör, rétt-
indi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Gildi Tollstjóra eru traust, samvinna og framsækni. Ráðn-
ingar hjá embættinu taka mið af þeim.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu liggur fyrir. Athygli er vakin á að umsóknir gilda
í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
TOLLVÖRÐUR
SPENNANDI STARF Í LIFANDI UMHVERFI
AÐALFUNDUR
Verslunarmannafélags Suðurnesja
verður haldinn að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ,
þriðjudaginn 22. mars nk. kl. 18:00.
DAGSKRÁ
Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins
Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja