Víkurfréttir - 16.06.2016, Qupperneq 2
2 fimmtudagur 16. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
■ Kennarar við Tónlistarskólann í Garði hafa sent bæjaryfirvöldum í
Sveitarfélaginu Garði erindi þar sem þeir vekja athygli á slæmri húsnæðisað-
stöðu tónlistarskólans og brýnni þörf á úrbótum.
Bæjarráð Garðs tók erindið fyrir á fundi sínum fyrir helgi. Í gögnum bæjarráðs
kemur fram að kostnaðargreining á nokkrum mögulegum kostum fyrir nýtt eða
endurbætt húsnæði tónlistarskólans er í vinnslu hjá skipulags- og byggingar-
sviði bæjarins og ættu niðurstöður að liggja fyrir fljótlega.
Vekja athygli á slæmri húsnæð-
isaðstöðu tónlistarskóla í Garði
■ Heildarfasteignamat á Suðurnesjum hækkar um 6,8 prósent fyrir
árið 2017 samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár. Á landinu öllu hækkar fast-
eignamat um 7,8 prósent. Matið á Vesturlandi hækkar um 5,8 prósent,
á Vestfjörðum um 6,9 prósent, um 0,2 prósent á Norðurlandi vestra, 5,7
prósent á Norðurlandi eystra, 5,6 prósent á Austurlandi og 4,8 prósent á
Suðurlandi. Hækkunin á höfuðborgarsvæðinu er 8,8 prósent á milli ára.
Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk
fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fast-
eignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2016. Það tekur gildi 31.
desember 2016 og gildir fyrir árið 2017.
Fasteignamat á Suðurnesjum
hækkar um 6,8 prósent
■ Í maí 2016 voru alls 255 atvinnuleitendur á Suðurnesjum. Þar af voru 12
í Garði, segir í gögnum bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs. Það samsvarar
1,5 prósent atvinnuleysi í sveitarfélaginu.
Atvinnulausum hefur fækkað verulega á undanförnum mánuðum og lýsir
bæjarráð ánægju með þá jákvæðu þróun.
255 án atvinnu á Suðurnesjum
●● 12●án●atvinnu●í●Sveitarfélaginu●Garði
Matsveinn eða matráður óskast í 100% starf við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá 8. ágúst 2016.
Laun eru samkvæmt stofnanasamningi skólans við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Í anda heilsueflandi framhaldsskóla er unnið eftir ráðleggingum og markmiðum Landlæknis-
embættisins hvað varðar hollustu og næringargildi matarins. Mötuneytið er ætlað bæði nem-
endum og starfsfólki. Nemendur skólans eru um 1000 og starfsmenn eru tæplega 100.
Í starfinu felst meðal annars að sjá um: Rekstur mötuneytis skólans, matseld og frágang, innkaup og
móttöku matvara, kaffiveitingar á fundum í samvinnu og í samráði við skólastjórnendur ofl.
Auk viðeigandi menntunar og/eða reynslu er sóst eftir starfsmanni sem hefur til að bera góða
samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og hefur áhuga á að vinna með ungu
fólki.
Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila í tölvupósti
til skólameistara á netfangið kras@fss.is eigi síðar en 27. júní 2016.
Nánari upplýsingar má fá í síma 421-3100 eða í tölvupósti hjá Kristjáni Ásmundssyni
skólameistara, kras@fss.is og Guðlaugu Pálsdóttur aðstoðarskólameistara, gp@fss.is.
Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Skólameistari
ÓSKUM AÐ RÁÐA
MATSVEIN EÐA MATRÁÐ
Alda er nýr heilsudrykkur sem er væntanlegur í verslanir
á næstu dögum. Drykkurinn er þróaður af Codland,
sem er fullvinnslufyrirtæki í eigu grindvísku útgerðar-
félaganna Vísis og Þorbjarnar.
Nýi heilsudrykkurinn inniheldur collagen en það er ein
tegund próteins sem við inntöku getur bætt heilsu og
hreyfigetu. Það örvar umbrot frumna í brjóski og liðum
og stuðlar að endurnýjunarferli í bandvefjum en efnið
styður til dæmis vefi í beinum, húð, vöðvum og sinum
líkamans. Notkun collagens ýtir jafnframt undir til dæmis
stinna og slétta húð.
„Það kom upp hugmynd hjá okkur í Codland að nýta
það collagen sem við erum að framleiða í ferskan og nátt-
úrulegan drykk. Við höfum verið að búa til collagen úr
þorskroði og þróa það áfram og nú erum við komin með
þessa framleiðslu í hendurnar, sem er þessi frábæri heilsu-
drykkur, Alda,“ segir Tómas Eiríksson hjá Codlandi.
Codland hefur unnið að drykknum í samstarfi við brugg-
húsið Steðja í Borgarfirði. Drykkurinn hefur verið til sölu
á veitingastaðnum Hjá Höllu í Grindavík að undanförnu
en er væntanlegur í verslanir á næstu dögum. Alda er
ferskur límonaðidrykkur og blandaður með collagen.
Hann er jafnframt sykurlaus og því góður heilsudrykkur.
Tómas vonast því til að drykkurinn verði staðsettur hjá
annarri heilsuvöru í verslunum en ekki hjá gosdrykkjum.
Nánar er fjallað um nýja drykkinn í Sjónvarpi Víkurfrétta
sem er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan
21:30.
Tómas Eiríksson með flösku af
Öldu, nýjum heilsudrykk frá Cod–
landi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Nýr heilsudrykkur
úr þorskroði
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur stað-
fest úrskurð úrskurðarnefndar um
upplýsingamál þess efnis að Isavia
beri að afhenda Kaffitári útboðsgögn
vegna leigu á veitingarými í flug-
stöðinni á Keflavíkurflugvelli. Í út-
boði á rými í flugstöðinni tók Kaffi-
tár þátt en fékk því ekki úthlutað.
Fyrirtækið krafðist þess í kjölfarið að
fá að sjá niðurstöður og rökstuðning
Isavia fyrir vali á öðrum fyrirtækjum.
Í tilkynningu frá Isavia segir að fé-
lagið hafi talið nauðsynlegt að dóm-
stólar myndu skera úr um það hvaða
gögn teljist viðkvæm fjárhags- og við-
skiptagögn í skilningi upplýsingalaga.
Isavia hafi ekki talið rétt að birta við-
kvæm viðskiptagögn fyrirtækjanna
án dómsúrskurðar. Að mati Isavia er
mikilvægt að niðurstaða hafi fengist
í héraðsdómi en telur þó mikilvægt
að hæstiréttur fái málið til efnislegrar
meðferðar og endanlegrar niðurstöðu.
Gögnin verða því ekki afhent að svo
stöddu. Þá segir í tilkynningu Isavia
að þær upplýsingar sem þátttakendur
í forvalinu veittu í útboðsgögnum séu
ólíkar og mun ítarlegri en þær upplýs-
ingar sem bjóðendur í hefðbundnum
opinberum útboðum veita.
Isavia ber að
afhenda Kaffi-
tári útboðsgögn