Víkurfréttir - 16.06.2016, Qupperneq 8
8 fimmtudagur 16. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
Keilir útskrifaði 163 nemendur við hátíðlega
athöfn á Ásbrú síðasta föstudag. Við athöfn-
ina brautskráðust nemendur úr Háskólabrú,
Íþróttaakademíu og Flugakademíu, auk nem-
enda í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á
vegum Thompson Rivers University og Keilis.
Með útskriftinni hafa 267 nemendur lokið námi frá
skólum Keilis á árinu og stefnir í að þeir verði orðnir
rúmlega 300 talsins í sumar, þar sem enn á eftir að
brautskrá nemendur af verk- og raungreinadeild
Háskólabrúar Keilis, auk nemenda í tæknifræði-
námi Háskóla Íslands og Keilis. Aldrei hafa jafn
margir einstaklingar lokið námi í Keili á einu ári
síðan skólinn hóf starfsemi sína árið 2007.
Háskólabrú Keilis útskrifaði í allt 60 nemendur
úr þremur deildum, þar af sjö fjarnámsnem-
endur. Soffía Waage Árnadóttir, forstöðumaður
Háskólabrúar, flutti ávarp. Dúx var Erna Björt
Árnadóttir með 9,5 í meðaleinkunn. Fékk hún
bók frá Íslandsbanka og lesbretti frá Keili sem
viðurkenningu fyrir námsárangur. Rósa Björk
Ágústsdóttir, nemandi við félagsvísinda- og laga-
deild, flutti ræðu útskriftarnema. Með útskrift-
inni hafa samtals 1.403 nemendur útskrifast úr
Háskólabrú Keilis og hafa lang flestir þeirra haldið
áfram í háskólanám bæði hérlendis og erlendis.
Flugakademía Keilis útskrifaði 27 atvinnuflug-
mannsnemendur. Rúnar Árnason, forstöðumaður
Flugakademíunnar, flutti ávarp. Dúx var Kolbeinn
Ísak Hilmarsson með 9,77 í meðaleinkunn, en
það er næst hæsta einkunn úr atvinnuflugmanns-
námi Keilis frá upphafi. Kolbeinn fékk gjafabréf frá
WOWair og bók frá Icelandair. Ræðu útskriftar-
nema flutti Axel C.Thimell.
58 nemendur útskrifuðust sem ÍAK þjálfarar úr
Íþróttaakademíu Keilis, 50 einkaþjálfarar og átta
styrktarþjálfarar. Arnar Hafsteinsson, forstöðu-
maður Íþróttaakademíu Keilis, flutti ávarp. Tinna
Mark Antonsdóttir fékk viðurkenningu fyrir bestan
námsárangur í ÍAK einkaþjálfaranámi með 9,8 í
meðaleinkunn og Arna Ösp Gunnarsdóttir fyrir
ÍAK styrktarþjálfaranám með 9,25 í meðaleinkunn.
Fengu þær gjafabréf í Nike versluninni frá Sporthús-
inu í Reykjanesbæ.
Þá brautskráðust 18 nemendur úr háskólanámi
Thompson Rivers University (TRU) og Keilis í leið-
sögunámi í ævintýraferðamennsku. Ross Cloutier,
yfirmaður námsins hjá TRU, flutti ávarp og Fífa
Lísa Óskarsdóttir flutti ræðu útskriftarnema. Dúx
var Unnur Ósk Unnsteinsdóttir með 8,56 í meðal-
einkunn og fékk hún gjöf frá GG sjósport fyrir
námsárangur.
Í ræðu sinni velti Hjálmar Árnason, framkvæmda-
stjóri Keilis, upp spurningunni um það hvað skipti
máli í lífinu og nefndi sérstaklega virðingu fyrir
orðum, náttúru, samferðarfólki og sjálfum sér. Þá
hvatti hann nemendur til að halda lífi í gleðinni.
Samtals hafa nú 2.639 nemendur lokið námi úr
deildum Keilis á níu árum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við útskriftina
sl. föstudag.
Fjölmennasta útskrift-
arár Keilis frá upphafi
TÖLVUNNI SNJALLSÍMANUMVF.IS
Í NÝJUM FÖTUM
SPJALDTÖLVUNNI
FYLGSTU
MEÐ Í...
Spennu- og dramasögur verða helst fyrir valinu
Í hverri viku í allt sumar verður valinn Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanes-
bæjar. Lesandi vikunnar birtist í Víkurfréttum alla fimmtudaga í sumar. Í lok
hvers mánaðar fær einhver einn heppinn lesandi lestrarverðlaun. Allir sem vilja
taka þátt eða mæla með lesanda þurfa að skrá sig en það er hægt að gera í af-
greiðslu Bókasafnsins eða á heimasíðu safnsins: sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn
Lesandi vikunnar að þessu sinni er Ásdís Kjartansdóttir. Ásdís er þroska-
þjálfi í Myllubakkaskóla og hún ætlar njóta sumarfrísins á ferðalagi um
landið með góða bók við höndina.
Hvaða bók ertu að lesa núna?
Ég var að byrja á Vertu úlfur eftir
Héðinn Unnsteinsson.
Hver er þín eftirlætisbók?
Me before you eftir Jojo Moyes.
Hvernig bækur lestu helst?
Spennu- og dramasögur verða helst
fyrir valinu.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á
þig?
Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hos-
seini.
Hvaða bók ættu allir að lesa?
Það ættu bara allir að vera duglegir
að lesa!
Hvar finnst þér best að lesa?
Uppi í rúmi.
Hver er uppáhalds rithöfundurinn
þinn?
Einar Kárason.
LESANDI VIKUNNAR