Víkurfréttir - 16.06.2016, Side 12
12 fimmtudagur 16. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
Vogar vel staðsettir
Hlutfallslega hefur íbúum
fjölgað mest í Vogum eða
um 3,6 prósent á árinu. Að-
spurður um helstu ástæður
íbúafjölgunarinnar segir Ás-
geir Eiríksson, bæjarstjóri í
Vogum, að vafalaust séu fyrir
því nokkrar ástæður þó svo að þær hafi ekki
verið kannaðar til hlítar. „Hér var talsvert af
auðu húsnæði, sem var til dæmis í eigu Íbú-
ðalánasjóðs. Það er nú nærri allt komið í notkun.
Þá hefur hinn öri vöxtur og hraða uppbygging
á Suðurnesjum án efa einnig áhrif, en mikil
eftirspurn er eftir vinnuafli, ekki síst á flug-
vallarsvæðinu.“ Þá segir Ásgeir staðsetningu
Voga mjög heppilega mitt á milli höfuðborgar-
svæðisins og flugvallarins.
Aldurssamsetning íbúa í Vogum hefur breyst
jafnhliða fjölgun íbúa, að sögn Ásgeirs. Til
skamms tíma var óvenju hátt hlutfall íbúa á leik-
skóla- og grunnskólaaldri, en nú eru ekki lengur
jafn margir íbúanna hlutfallslega í þessum ald-
urshópum og því hefur íbúafjölgunin ekki kallað
á stækkun á leik- og grunnskóla í Vogum.
Fjölgun íbúa hefur bæði í för með sér auknar
skatttekjur en jafnframt kröfu um aukna þjón-
ustu. Að sögn Ásgeirs er Sveitarfélagið Vogar
tiltölulega lítil rekstrareining miðað við mörg
önnur sveitarfélög og reksturinn því alla jafna
viðkvæmur. „Með því að renna styrkari stoðum
undir tekjuöflun sveitarfélagsins eflist reksturinn
og okkur verður þannig kleift að veita íbúum
okkar trausta, vandaða og góða þjónustu.“
Fjölgun kallar á fjárfestingu
í innviðum
Íbúum í Reykjanesbæ hefur
íbúum fjölgað um 486 á árinu
eða um 3,19 prósent. Að sögn
Kjartans Más Kjartanssonar,
bæjarstjóra í Reykjanesbæ, er
almennt talið gott ef íbúum
sveitarfélaga á Íslandi fjölgar um eitt til eitt og
hálft prósent á milli ára því að þá sé hægt að
efla innviði á eðlilegum hraða. Mikil fjölgun á
stuttum tíma geti kallað á talsverða fjárfestingu
í nýju skólahúsnæði og öðru. Bæjaryfirvöld í
Reykjanesbæ finna fyrir því að íbúum er að fjölga
og er stefnt að því að byggja nýjan grunnskóla í
Innri Njarðvík, Dalsskóla. Þá hefur verið byggt
við nokkra leikskóla til að mæta fjölgun meðal
yngstu íbúanna. Enn eru laus pláss í leikskólum
á Ásbrú en ef áætlanir um áframhaldandi upp-
byggingu þar ganga eftir segir Kjartan ljóst að
leikskólarnir þar muni fyllast næsta haust. „Við
þessu þarf bæjarfélagið að bregðast og við erum
meðvituð um það.“
Aðeins hluti þess fólks sem flutti frá útlöndum
á dögunum og settist að á Ásbrú vegna starfa á
Keflavíkurflugvelli er inni í tölum um fjölgun í
Garður 2,9 % (31 maður)
Grindavík 0,9% (28 manns)
Reykjanesbær 3,19% (486 manns)
Sandgerði 2,7% (42 manns)
Vogar 3,6% (41 maður)
Fjölgun íbúa á Suðurnesjum
það sem af er ári
Vaxtarverkir en líka
hækkandi útsvarstekjur
Íbúum á Suðurnesjum hefur
fjölgað töluvert það sem af er ári.
Í Vogum hefur íbúum fjölgað
hlutfallslega mest en flestir nýju
Suðurnesjamennirnir hafa sest
að í Reykjanesbæ. Víkurfréttir
tóku fulltrúa bæjaryfirvalda
í sveitarfélögunum á Suður-
nesjum tali og voru þau á einu
máli um að góðar atvinnuhorfur
væru helsta ástæða þess að svo
margir kjósa að flytja til svæðis-
ins. Þá telja þau einnig að hag-
stætt verð á húsnæði miðað við
á höfuðborgarsvæðinu spili inn
í þá ákvörðun fólks að setjast að
suður með sjó. Víða er þó skortur
á litlum íbúðum.
Reykjanesbæ, en ekki allir. Blokkirnar sem fólkið
býr í uppfylltu ekki allar skilyrði til að flokkast
sem íbúarhúsnæði og er nú verið að bíða eftir
staðfestingu frá Mannvirkjastofnun. Þegar stað-
festingin verður í höfn mun skráðum íbúum í
Reykjanesbæ fjölga enn frekar.
Kjartan Már segir ýmsar ástæður fyrir fólks-
fjölgun á Suðurnesjum um þessar mundir. „Í
fyrsta lagi er það mikið framboð af vinnu og þá
aðallega í kringum flugstöðina og fleiri staði.“ Þá
nefnir Kjartan að margt fólk sem starfi við flug,
bæði flugmenn og flugliðar, flytji til Suðurnesja
enda sé húsnæðisverðið hagstætt miðað við á
höfuðborgarsvæðinu.
Grindvíkingar 9% fleiri
Í Grindavík hefur íbúum fjölgað um 28, eða um
0,9 prósent, það sem af er
ári. Mest var fólksfjölgunin í
Grindavík á árunum 2014 og
2015 en síðan í janúar 2014
hefur íbúum þar fjölgað um
266 eða um rúm 9 prósent.
Einni leikskóladeild var bætt
við leikskólann Laut síðasta
haust því að fjölgað hefur í hópi yngstu íbúanna.
Í Grindavík er starfandi hópur sem metur þörf
fyrir frekari uppbyggingu á leik og/eða grunn-
skólahúsnæði. Að sögn Róberts Ragnarssonar,
bæjarstjóra í Grindavík, vantar dagforeldra í
bæinn og hafa ýmsar breytingar verið gerðar
til að gera starfið aðlaðandi. Íbúðum í bæjar-
félaginu hefur einnig verið að fjölga og þá líka á
leigumarkaði. „Okkur vantar hins vegar ennþá
70 til 100 fermetra íbúðir, bæði fyrir yngra og
eldra fólk, jafnt til leigu eða sölu,“ segir Róbert.
Róbert segir ljóst að bæjaryfirvöld finni fyrir
vaxtarverkjum þessi misserin en að það sé ekkert
sem þau geti ekki tekist á við. „Útsvarsstofninn
hjá okkur hefur styrkst mjög mikið undanfarin
ár, þannig að rekstur bæjarins er í mjög góðu
jafnvægi.“ Í síðasta mánuði var ársreikningur
Grindavíkur birtur og var rekstrarafgangur um
216 milljónir.
Helstu ástæður fjölgunar íbúa í Grindavík eru
mjög gott atvinnuástand, bæði í sjávarútvegi og
ferðaþjónustu, að sögn Róberts. „Störfum hefur
fjölgað mjög mikið og nú er Bláa lónið orðið
stærsti vinnuveitandinn í Grindavík. Þá segir
hann skatta og gjöld lægri í Grindavík en víða
annars staðar og þjónusta góð og því sæki fólk í
bæjarfélagið eftir atvinnu og góðri þjónustu.
Líflegri bæjarbragur
Í Sandgerði hefur íbúum fjölgað um 2,7 pró-
sent frá áramótum og eru íbúarnir orðnir 1.622
talsins. Þegar mest var voru íbúarnir um 1800
en þeim fækkaði á árunum eftir bankahrun.
Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, segir
fjölgunina þessi misserin fagnaðarefni. „Að-
stæður til fjölgunar íbúa eru góðar, hér er allt
til staðar og bæjarfélagið þarf ekki að fara í fjár-
frek verkefni eða framkvæmdir til að búa sig
undir fjölgun íbúa. Hér hefur verið mikið af
auðu húsnæði sem nú er smátt og smátt að færast
líf í. Auk þess eigum við töluvert af lóðum sem
hægt er að byggja á,“ segir Sigrún. Það sé því
ljóst að þó að íbúum myndi fjölga umtalsvert
í Sandgerði í nánustu framtíð kalli það ekki á
framkvæmdir í gatnagerð eða skipulagningu
nýrra hverfa. Sigrún segir hins vegar bagalegt hve
mikill skortur er á minna húsnæði í bæjarfélag-
inu því eftirspurnin er mikil.
Eftirspurn eftir leiguhúsnæði
er einnig mikil og framboðið
sömuleiðis lítið. Sigrún segir
Grunnskólann í Sandgerði
rúma mun fleiri nemendur
en þar eru núna og að í leik-
skólanum séu líka rými fyrir
fleiri börn.
Aðspurð um ástæður fólksfjölgunarinnar, þá
segir Sigrún hana í fyrsta lagi skýrast af sterkri
stöðu atvinnulífs á svæðinu og þeim fjölda tæki-
færa sem við blasa. „Ég held líka að sá viðsnún-
ingur sem orðið hefur í rekstri bæjarfélagsins á
síðustu árum hafi aukið tiltrú fólks á Sandgerði.
Hér er rík áhersla lögð á að á samfélagið sé fjöl-
skylduvænt og þjónusta við íbúana tel ég að sé
almennt góð. Við vitum líka að mörgum þykir
mikill kostur að búa í minna samfélagi en vera
í nálægð við fjölmennari staði eins og höfuð-
borgarsvæðið.“
Með fjölgun íbúa geta bæjaryfirvöld betur nýtt
þá fjárfestingu sem lögð hefur verið í uppbygg-
ingu innviða samfélagsins, að sögn Sigrúnar.
Þá fylgi ákveðin hagræðing fjölgun íbúa. „Fleiri
einstaklingar standa undir þeim kostnaði sem
óhjákvæmilega fylgir rekstri bæjarfélaga. Síðast
en ekki síst verður bæjarbragurinn líflegri og
skemmtilegri.“
Garðurinn tilbúinn í fjölgun
Í Garði hefur íbúum fjölgað um 31 á árinu og eru
Garðbúar því orðnir 1.456 talsins. Fjölgunin það
sem af er ári er 2,9 prósent.
Að sögn Einars Jóns Páls-
sonar, forseta bæjarstjórnar
í Garði, hefur fjölgun íbúa
ekki verið stór áskorun fyrir
bæjaryfirvöld enn sem komið
er enda fór íbúafjöldi í 1.550
á sínum tíma. „Innviðir eru
því tilbúnir fyrir þessa fjölgun og þó nokkuð
betur og því teljum við ekki þörf á frekari upp-
byggingu innviða í bili. Garðurinn er engu að
síður tilbúinn að takast á við enn frekari fjölgun
enda er skipulagt íbúahverfi klárt, teikning er til
af stækkun Gerðaskóla og þá eru nokkur önnur
mál í ferli hjá okkur sem mun bæta þjónustu við
íbúana,“ segir hann.
Að sögn Einars er íbúaþróun í Garði í takti við
önnur sveitarfélög á svæðinu og er að stórum
hluta afleiðing aukins framboðs á atvinnu. „Þá
má einnig nefna að verð á íbúðahúsnæði er mun
hagstæðra hér en á höfuðborgarsvæðinu og hafa
margar eignir sem voru tómar verið að seljast að
undanförnu og er það jákvæð þróun. Þá má ekki
gleyma því að í Garðinum er mjög gott að búa,
þetta er svona „bær í sveit“ og mjög gott að ala
upp börn í svona umhverfi.“ Þá segir hann ljóst
að fjölgun íbúa muni styrkja samfélagið og bæta
það og væntanlega skila auknum tekjum.
Íbúum á Suðurnesjum hefur
fjölgað um 628 á árinu
R E YKJ A N ESBÆR
vinalegur bær