Víkurfréttir - 16.06.2016, Síða 18
18 fimmtudagur 16. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
Kjörskrá og kjörstaðir í Reykjanesbæ.
Kjörskrá í Reykjanesbæ vegna kjörs forseta Íslands sem fram fer þann 25. júní 2016
liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar fram að kjördegi.
Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.
Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Kjörfundur fyrir íbúa í Innri Njarðvík, Höfnum og Ásbrú er í Akurskóla
Kjörfundur fyrir íbúa í Ytri Njarðvík er í Njarðvíkurskóla
Kjörfundur fyrir íbúa í Keflavík er í Heiðarskóla
Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.
Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00.
Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Heiðarskóla sími 420-4515.
Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar
AUGLÝSING VEGNA
KJÖRS FORSETA ÍSLANDS
25. JÚNÍ 2016
Kofabyggðin í Grindavík nýtur mikilla vinsælda. Strax við opnun byggingarsvæðisins á mánudag voru mættir
þangað um 30 krakkar vopnaðir hömrum og nöglum, tilbúnir til að ráðast í kofabyggingar.
Hjalti Steinar Guðmundsson, umsjónarmaður opinna og grænna svæða í Grindavík, hefur kofabyggðina á sinni
körfu. Hann átti alls ekki von á þessum fjölda barna í smíðavinnuna og því þurfti mun meira byggingarefni á staðinn
en gert var ráð fyrir.
Gömul vörubretti eru uppistaðan í byggingarefninu en einnig hefur Hjalti þurft að fara nokkrar ferðir í BYKO í
Reykjanesbæ til að taka með alvöru timbur til kofabyggina.
Kofabyggðin í Grindavík er hugsuð fyrir krakka sem eru átta ára og eldri en smíðavöllurinn er staðsettur á reit suð-
vestan megin við Stakkavík. Smíðavöllurinn verður starfræktur 4 daga vikunnar, frá mánudegi til fimmtudags, frá
kl. 13:00 til 15:00. Umsjón er í höndum flokkstjóra vinnuskólans. Allt timbur er á staðnum en krakkarnir þurfa sjálf
að skaffa bæði verkfæri og nagla.
Kátir krakkar í kofabyggð
Bergþóra G. Bergsteinsdóttir,
Kristjana B. Héðinsdóttir, Þorsteinn Bjarnason,
Aðalheiður Héðinsdóttir, Eiríkur Hilmarsson,
Skarphéðinn S. Héðinsson, Lynnea Clark,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
Héðins Skarphéðinssonar,
húsasmíðameistara, Langholti 2 Reykjanesbæ,
sem lést 30. maí á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjá dagdvöl aldraðra
í Selinu fyrir frábæra umönnun og alúð.
Guð blessi ykkur öll.