Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2016, Page 19

Víkurfréttir - 16.06.2016, Page 19
19fimmtudagur 16. júní 2016 VÍKURFRÉTTIR KKD UMFN 2016 NJARÐVÍKURSKÓLA FÖSTUDAGINN 17. JÚNÍ KL. 13:00 - 17:00. 1.500 KR. FYRIR FULLORÐNA // 500 KR. FYRIR BÖRN 17. JÚNÍ KAFFI Þrettán styrkir voru veittir úr Um- hverfissjóði Fríhafnarinnar við há- tíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar í síðustu viku. Þorgerður Þráins- dóttir, framkvæmdastjóri og Bjarklind Sigurðardóttir, sölu- og markaðsstjóri Fríhafnarinnar afhentu styrkina. Þetta er í fjórða skipti sem styrkir eru veittir úr Umhverfissjóðnum. Sjóður- inn var stofnaður í maí árið 2012 með það að markmiði að styrkja verkefni á sviði umhverfisverndar, með áherslu á nærumhverfi Fríhafnarinnar. Til- gangur sjóðsins er að styrkja verkefni sem byggjast á sjálfboðaliðsstarfi eða frumkvæði félagasamtaka eða ein- staklinga. Heildarfjárhæð styrkjanna var tvær milljónir og fimm hundruð þúsund krónur. Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr sjóðnum: Barna- og unglingaráð knattspyrnu- deildar Keflavíkur hlaut styrk til að vinna ötullega áfram við gróður- setningu við æfingarsvæðið fyrir aftan Reykjaneshöllina í Reykjanesbæ. Til- gangur er að fegra umhverfi og mynda skjól. Blái herinn hlaut styrk til vinnu í nýja verkefninu þeirra „Hafskógar“ það er „úr sjó í skóg“ sem gengur út á að aðstoða sveitafélög, fyrirtæki og stofn- anir við að hreinsa opin svæði. Eitt tré er gróðursett á móti hverjum 10 kíló- um af plasti sem fjarlægð eru af við- komandi svæði. Allt rusl er flokkað í réttan úrvinnsluflokk. Verndari verk- efnisins er frú Vigdís Finnbogadóttir. Golfklúbbur Sandgerðis hlaut styrk vegna hreinsunar á grjótgarði sem liggur meðfram vellinum ásamt því að gróðursetja plöntur á syðsta hluta vallarsvæðisins. Golfklúbbur Suðurnesja hlaut styrk til áframhaldandi vinnu við upp- græðslu við Leiru, endurbætur á göngustígum og gróðursetningu trjáa. Hæfingarstöðin, sem flutti í nýtt hús- næði fyrravor, hlaut styrk til að vinna að lóðinni við húsnæðið. Sú vinna snýr að því að setja niður skjólbelti með trjám og matjurtagarð sem nýtist fólkinu. Heiðarskóli býður nemendum val- grein sem byggist á því að byggja upp og laga svæði við gömlu malarnám- una. Þau fá styrk til að gróðursetja plöntur, reisa skýli og búa til göngu- stíga. Svæðið verður hugsað sem úti- kennslusvæði og jafnframt útivista- svæði fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Heilsuleikskólinn Suðurvellir hlaut styrk til að laga útlit skólalóðar og götumyndar við Suðurgötu með því að laga eldri trjábeð og fjarlægja úr sér vaxin tré ásamt því að gróðursetja rifs- og sólberjarunna. Með þessu geta þau bætt inn í dagskrána sína berjatínslu á haustin og fá í leiðinni gott skjól frá runnunum. Knattspyrnudeild UMFN hlaut styrk til að halda áfram með þá vinnu að gróðursetja tré umhverfis íþrótta- svæði deildarinnar við Afreksbraut í Reykjanesbæ. Leikskólinn Tjarnarsel hlaut styrk til að vinna áfram í þróunarverkefn- inu „Áskorun og ævintýri“ sem hófst árið 2013. Þetta er samstarfsverkefni starfsfólks Tjarnarsels, leikskóla- barna og foreldra þeirra. í ár rækta þau berjarunna, ávaxtatré, grænmeti og skapa fallega gróðurreiti á útileik- svæðinu. Lionsklúbbur Njarðvíkur hlaut styrk til áframhaldandi gróðursetningar plantna og hreinsunar á útivistar- svæðinu Paradís við Grænásbrekku. Markmiðið er að byggja Paradísina enn frekar upp til almenningsnota og yndisauka. Skógfell, skógræktar- og land- græðslufélag Vatnsleysustrandar- hrepps, hlaut styrk til flutnings á húsi sem veitir mönnum vinnuaðstöðu. Húsið verður staðsett á Háabjalla. Skipta þarf um jarðveg og steypa undirstöður svo hægt sé að tryggja aðkomu flutningabíls til að koma hús- inu fyrir. Skógræktarfélag Grindavíkur hlaut styrk til uppsetningar skilta sem sýna helstu fuglategundir sem hafast við að staðaldri í Selskógi. Þetta er gert til að vekja athygli gesta skógarins á fuglalífinu. Ungmennafélagið Þróttur hlaut styrk til áframhaldandi vinnu við trjárækt á Vogabæjarvelli til að mynda skjól fyrir komandi kynslóðir bæjarbúa. Starfið hófst sumarið 2014. Fríhöfnin óskar styrkþegum til hamingju og þakkar þeim fyrir þann dugnað og elju sem þeir sýna í verkum sínum, oft og tíðum í sjálfboðavinnu, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fríhöfnin veitir styrki úr umhverfissjóði í fjórða sinn Myndir frá afhendingu styrkjanna. Bjarklind Sigurðardóttir, sölu- og markaðs- stjóri og Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar lengst til vinstri og hægri með nokkrum styrkþegum við afhendingu þeirra.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.