Víkurfréttir - 16.06.2016, Qupperneq 20
20 fimmtudagur 16. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
tillaga að starfsleyfi
FYRIR MÓTTÖKU-, FLOKKUNAR- OG SORPBRENNSLUSTÖÐ
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja fyrir meðferð og förgun
úrgangsefna á athafnasvæði sorpbrennslustöðvar-
innar í Helguvík og geymsluhúsnæði að Fitjabraut 10,
Reykjanesbæ. Heimilt er að taka á móti allt að 25.000
tonnum af úrgangi á ári.
Starfsleyfistillagan miðast við sambærilega starfssemi
og verið hefur hjá rekstraraðila. Helstu breytingar frá
eldra starfsleyfi eru þær að heimild til brennslu sótt-
mengaðs úrgangs var aukin úr 300 tonnum í 400 tonn
og heimild til brennslu spilliefna var aukin úr 800 tonn-
um í 1.000 tonn.
Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu Reykjanesbæjar
á tímabilinu 13. júní til 8. ágúst 2016. Á vef Umhverfis-
stofnunar má finna auglýsta tillögu og umsóknargögn.
Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda
almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsinga-
tíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því
verður óskað.
Frestur til að gera athugasemdir
um starfsleyfistillöguna er til
8. ágúst 2016.
Við höfum aukið leikfangaúrvalið á pósthúsinu
svo nú er það stútfullt af skemmtilegheitum.
Þú finnur pakkann hjá okkur.
PAKKAR
SKEMMTILEGRI
LEGOPLAYMO SUMARVÖRUR FÓTBOLTAMYNDIR
NÝJAR VÖRUR
Fjórhjólaslys
og bílveltur
við Grindavík
Flytja þurfti erlenda konu, sem féll
af fjólhjóli í umdæmi lögreglunnar
á Suðurnesjum um helgina, undir
læknishendur þar sem hún kenndi
sér meins eftir byltuna. Óhappið varð
með þeim hætti að konan sat fyrir
aftan eiginmann sinn sem ók hjólinu.
Á Nesvegi, rétt vestan við Grinda-
vík, ók hann á stein og við það missti
konan jafnvægið og féll til jarðar. Hún
var flutt með sjúkrabifreið á Heilsu-
gæslu Suðurnesja en mun ekki hafa
slasast alvarlega.
Nokkuð hefur verið um slys í um-
ferðinni í umdæminu á undanförnum
dögum. Má þar nefna tvær bílveltur,
aðra vestan við Strandakirkju og hina
rétt við Bót í Grindavík. Þrennt var
flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
en meiðsl reyndust ekki vera alvarleg.
Tólf ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar
á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 162 kíló-
metra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukku-
stund. Hans bíður 150.000 króna fjársekt, svipting ökuleyfis í þrjá mánuði og
þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.
Þá voru allmargir ökumenn kærðir fyrir brot á stöðvunarskyldu, að leggja
ólöglega, nota síma án handfrjáls búnaðar og akstur án öryggisbelta. Þá voru
skráningarnúmer fjarlægð af átta bifreiðum sem ýmist höfðu ekki verið færðar
til skoðunar eða voru ótryggðar.
Lögreglan heimsækir
heimagistingar
Lögreglan á Suðurnesjum mun á næstunni heimsækja aðila sem auglýsa heima-
gistingu á svæðinu. Erindi lögreglu verður að athuga hvort tilskilin leyfi séu til
staðar sem og bókhaldsgögn yfir reksturinn.
Lögreglan vill fylgjast með því að þeir sem bjóða upp á heimagistingu í um-
dæminu fari að lögum og reglum þar að lútandi. Vill lögreglan hvetja þá aðila
sem ekki hafa orðið sér úti um leyfi að gera það hið snarasta.
Á 160 km hraða á brautinni
Ferskur sjónvarpsþáttur
á vf.is og ÍNN.