Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2007, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 12.07.2007, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 12. JÚLÍ 2007 9STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Tímarit Víkurfrétta kemur út í næstu viku! Innilaugin og vatnaveröldin í Sundmiðstöðinni verða lokuð um óákveðinn tíma vegna viðgerða. Dúkurinn í nýju 50 metra innilauginni verður lagfærður sem og flísar og dúkur í vatnaveröldinni. Útilaugin, pottarnir og gufubaðið verða enn opin. Vonast er til að þessi viðgerð taki sem skemmstan tíma. Skemmdarverk voru framin á svæði Skógræktarfélagsins nú í vikunni. Um 200 birkiplöntur sem nýbúið var að gróðursetja voru rifnar upp og skildar eftir í hrúgum eða teknar burt. Ekki er hægt að nýta plönturnar aftur sem eftir lágu og auk þess var mikil vinna lögð í að gróðursetja þær. Það var 9. bekkur úr Njarðvík sem gróðursetti plönturnar og tók það alla síðustu viku. Jóhönna Pálsdóttir uppgötvaði ódæðið þegar hún ásamt nýjum vinnuhóp ætlaði að vökva plönturnar. Að hennar sögn ætla þau hjá Skógræktarfélaginu að reyna að nýta holurnar aftur og gróðursetja nýjar plöntur í þær fljótlega, en ljóst er að það er mikil vinna. Erfitt er að skilja hvað vakir fyrir fólki sem eyðileggur vinnu annara með þessum hætti. Skemmdarverk í skógrækt Innilaug og Vatnaveröld loka tímabundið VF-mynd: maggi@vf.is Loftmynd: Oddgeir Karlsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.