Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2007, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 12.07.2007, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 12. JÚLÍ 2007 17STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM ���������������������������������������� �� ������������� � ������������� �� �������������������������������������������� ������������������������������� ���������������������������� ���������������������������������������������� ������������������������������������������������������� �������� ��������������������� ��������������������������������������� ���������������� ������� Lesandi hafði samband við Víkurfréttir og var ósátt við þjónustu garðaúðara í Reykja- nesbæ. Garðurinn hennar var illa haldinn af ormafaraldri og hugðist hún fá mann til að eitra fyrir þeim. Fyrra fyrirtækið sem hún hafði samband við gat ekki tekið að sér verkið þar sem þeir höfðu ekki yfir að ráða réttum efnum. Þegar hún hafði svo samband við annað fyrirtæki fékk hún þau svör að maður kæmi seinni part dags. Þegar það brást lofaði hann að koma morguninn eftir og ekki sást hann þá, en lofaði að koma eftir hádegið. Þannig gekk mállið í nokkra daga þar til viðkomandi var nóg boðið og pantaði þjónustu úr Hafnarfirði. Sá kom strax daginn eftir og af- greiddi málið. Les anda þótti það nokk uð hart að þurfa að leita út fyrir svæðið eftir þessari þjónustu, með auknum kostnaði, en vildi koma þeim skilaboðum til við- komandi, sem sennilega veit upp á sig sökina, að betra sé að hafna verkinu í stað þess að lofa sí og æ upp í ermina á sér. Kveðja fylgir frá einni sem gat ekki notið sumarsins í garðinum sínum. Það er fyrir löngu orðin þörf á að lýsa upp afleggjar- ana sem liggja frá Sandgerði og Garðinum til Keflavíkur. Yfir vetrarmánuðina er akstur eftir þessum leiðum á stundum mjög varasamur vegna hálku, dimmviðris og snjófoks. Má benda á fjölmörg slys sem hafa orðið að vetrarlagi á þessum leiðum því til sönnunar. Hvet ég því til þess að bæjarstjórn- armenn Sandgerðis og Garðs beiti sér fyrir því af fullum þunga að hafist verði handa við lýsingu þessara vega sem fyrst. Afleggjarinn niður að Vogum hefur þegar verið lýstur upp og er það gott framtak. Tökum höndum saman og hvetjum ráðamenn í Sandgerði og Garði að sjá til þess að lýsingu verði komið upp á þessum leiðum fyr ir vet ur inn og stuðl um þannig að því að fækka þeim hörmulegu slysum sem orðið hafa á þessum leiðum aðallega að vetrarlagi. Sigurjón Gunnarsson Norðurtúni 6 245 Sandgerði. Ormafaraldur Öryggið á oddinn - lýsum upp skammdegið! Lesendur hafa orðið: Sólarlag á Vatnsleysuströnd Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.