Víkurfréttir - 04.10.2007, Page 27
27ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
Trankovic bestur
í Garðinum
Draumatímabil Víðismanna
skaut upp kollinum í sumar
þar sem liðið bæði tryggði sér
sæti í 2. deild á næstu leiktíð
og þá höfðu Víðismenn sigur
í deildinni eftir sigur á Gróttu
í úrslitaleik á Njarðvíkurvelli.
Varnarjaxlinn Aleksandar
Trankovic var valinn besti
leikmaður sumarsins en hann
var sem járnkarl í vörn Víðis-
manna. Óvíst er hvort Steinar
Ingimundarson verði áfram
með Víði á næstu leiktíð en
ljóst er að hann hefur laðað
allt það besta fram í Garð-
mönnum sem þjálfari liðsins.
Þrjár deildir á
þremur árum
Keflvíkingurinn Gunnar
Oddsson hefur nú farið upp
um þrjár knattspyrnudeildir
á þremur árum með liðin
sín. Hann tók við Reyni og
kom þeim í 1. deild úr þeirri
þriðju og nú er hann farinn
upp í Landsbankadeildina
m e ð Þ r ó t t R e y k j a v í k .
Gunnar samdi til þriggja
ára við Þróttara en honum
til armæðu kemst hann ekki
ofar en í Landsbankadeildina.
Hann getur jú reyndar orðið
Íslandsmeistari með Þrótt
og ætti það ekki að koma á
óvart sé tekið mið af fluginu á
Gunnari í þjálfarasætinu.
Jóhann annar í tvíliðaleik
Borðtenniskappinn Jóhann
Rúnar Kristjánsson varð
í 2. sæti ásamt breska félaga
sínum Paul Davies á opna
borðtennismótinu í Lignano
á Ítalíu um síðustu helgi.
Þá varð Jóhann í 5.-8. sæti
í sínum flokki og því um
gríðargóðan árangur að ræða
hjá Jóhanni þar sem mótið var
fyrnasterkt. Eftir tvær vikur
mun Jóhann halda til Slóveníu
þar sem Evrópumeistaramótið
fer fram.
Brynja framkvæmdastjóri
UMFN
Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir
hefur verið ráðin í starf
framkvæmdastjóra UMFN.
Um er að ræða 50% starf en
Brynja er kunnug félaginu í
gegnum störf sín í stjórn
s u n d d e i l d a r U M F N .
Brynja mun hafa aðstöðu í
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
og viðtalstímarnir verða
mánudaga til fimmtudag frá
kl. 9-12.
Fyrirliðarnir bestir í Keflavík
Upp og niður í Sandgerði
Lilja Íris Gunnarsdóttir og Jónas Guðni Sævarsson
voru valin bestu leikmenn
Keflavíkur á lokahófi deildar-
innar sem fram fór á Ránni í
Reykjanesbæ um síðustu helgi.
Lilja og Jónas eru fyrirliðar
Keflavíkurliðanna og hafa átt
góðu persónulegu gengi að
fagna í sumar.
Karlalið Keflavíkur fataðist
flugið á miðri leiktíð og vann
ekki leik eftir Skagaleikinn
fræga en Keflavíkurkonur náðu
inn í bikarúrslit þar sem þær
lágu 3-0 gegn KR. Nokkuð rýrt
sumar hjá meistaraflokkunum
en sannarlega glæsilegur ár-
angur hjá kvennaliðinu að kom-
ast á Laugardalsvöllinn.
Þeir Símun Samuelsen og Baldur
Sigurðsson fóru til erlendra liða
á leiktíðinni og veikti það karla-
liðið til muna og þá var nokkuð
um meiðsli annarra lykilmanna
en Keflvíkingar luku keppni í 6.
sæti deildarinnar með 21 stig.
Hallgrímur Jónasson er nú ytra
á reynslu og óvíst hvernig þau
mál munu fara en líkur eru á
því að hann sækist eftir atvinnu-
mannasamningi svo enn má
gera ráð fyrir að rakni úr hóp
Keflavíkur og því bíður stjórn-
arinnar og þjálfara ærinn starfi
fyrir næstu leiktíð.
Salih Heimir Porcha sannaði að
hann kann sitthvað fyrir sér í
knattspyrnunni því á sínu fyrsta
ári með Keflavíkurkonur komst
hann í bikarúrslit en liðið hafn-
aði í 4. sæti í deildarkeppninni.
Jónas og Lilja leika ólíkar stöður
á vellinum. Lilja Íris er hjartað í
vörn Keflavíkurkvenna og hefur
margsannað gildi sitt á vellinum
en Jónas er djúpur miðjumaður
og mikill hlaupagikkur sem
vakið hefur óskipta athygli fjöl-
miðla sem og annarra liða með
vaskri framgöngu sinni á vell-
inum.
Kristján Guðmundsson þjálf-
ari Keflvíkinga, framlengdi
samning sinn við félagið til 2009
í vikunni.
Í viðtali við VF gagnrýndi
Kristján aðstöðuleysi knatt-
spyrnudeildar sem hann segir
að þurfi að bæta verulega á
næstu árum. Í viðtalinu, sem má
sjá í VefTV á vefsíðu Víkurfrétta
www.vf.is, fer Kristján yfir víðan
völl í athyglisverðu samtali.
Reynismenn fóru með leift-urhraða upp úr 3. deild
og í 1. deildina en í sumar
kom hikst í mulningsvélina
frá Sandgerði og máttu þeir
sætta sig við að falla í 2. deild.
Töluverð umferð erlendra
leikmanna og lánsmanna var
í Sandgerði í sumar og var út-
gerðin á köflum nokkuð erfið.
Reynismenn leika því í 2. deild
að ári en ekki er víst hvort Jakob
Már Jónharðsson verði áfram
með liðið þar sem hann gerði
aðeins eins árs samning við fé-
lagið og engar viðræður hafnar
um endurnýjun samninga. Þá
er enn allt of snemmt að segja
til um stöðu leikmannamála
sem verða skoðuð nánar eftir
lokahóf Knattspyrnudeildar
Reyni þann 13. október n.k. í
Samkomuhúsinu í Sandgerði.
Á efri myndinni eru þau Jónas Guðni og Erla Sigursveinsdóttir,
móðir Lilju Írisar á lokahófi knattspyrnudeildarinnar. Hér á neðri
myndinni er Lilja í baráttunni gegn Fjölni í VISA bikarkeppninni.
Sandgerðingar magalentu á
heimavelli gegn Þrótti og féllu
þar í 2. deild.
VF
-M
yn
d/
J
ón
Ö
rv
ar