Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2007, Síða 28

Víkurfréttir - 04.10.2007, Síða 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 40. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali - Hafnargata 27 - 230 Keflavík s: 421 1420 og 421 4288 - fax 421 5393 - Netfang: asberg@asberg.is Hólagata 16, Sandgerði Gott 109m2 einbýlishús með 3 svefnherbergjum, stofa, anddyri, eldhús og þvottahús. Steyptur bílskúrsgrunnur við húsið. Góður staður, stutt í skólann og sundlaugina. 19.200.000,- Gauksstaðavegur 6A, Garður Eldra 91m2 einbýlishús með frábæru útsýni ásamt 70m2 bílskúr sem er in- nréttaður að hluta til sem íbúð, tilvalið til útleigu. Getur verið laust strax. TILBOÐ Gónhóll 16, Njarðvík Glæsilegt 161m2 parhús með bílskúr. 3 svefnherbergi, parket og flísar á gólfum, sólstofa sem gengið er í úr stofunni. Eikar innihurðar, forhitari á miðstöðvarkerfinu. Heitur pottur á verönd. 33.900.000,- Smáratún 36, e.h. Keflavík Mjög góð 4ra herbergja 135m2 íbúð á efri hæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi með 21m2 bílskúr. Ný eldhúsinnrétting og búið að endurnýja þakjárn og þakkant. Góð staðsetning. 20.900.000,- Mávabraut 1a, Keflavík Mjög góð 123m2 íbúð á 1 hæð í fjórbýlishúsi. Bílskýli í kjallara sem er sameiginlegt með annari íbúð. Parket og flísar á gólfum. Stór og góð sameign í fjórbýlinu. 23.000.000,- Steinás 1, Reykjanesbæ Glæsilegt 139m2 parhús með bílskúr. Parket og flísar á gólfum, hitalögn með hitastillum í gólfum. Stór og mikil afgirt verönd með heitum potti. Innréttingar úr kirsuberjavið og innihurðar úr mahony. 33.000.000,- asberg.is Brekkubraut 13, Keflavík 183m2 e.h. og ris ásamt 34m2 bílskúr. 5 til 6 herbergja í íbúðinni. Búið að endurnýja þakjárn, skolplögn, neysluvatnsl. og miðstöðvarlögn. Stutt í alla þjónustu. 27.000.000,- Urðarás 12, Reykjanesbæ 307m2 einbýli á besta stað. Húsið mun afhendast þannig að allar stéttar verða fullgerðar með hellulögn eða steinsteypu og ísettum hitalögnum. Að innan skilast húsið tilbúið undir tréverk og málingu. 57.800.000,- Ath skipti á ódýrari eign. Það má segja að atvinnuá-stand hafi verið gott á öllu landinu undanfarin 2 ár og at- vinnuleysi í sögulegu lágmarki miðað við landið í heild sinni. Við á Suðurnesjum megum vel við una mið að við þær uppsagnir sem áttu sér stað vorið 2006 þegar öllum starfs- mönnum Varnarliðsins var sagt upp störfum. Þar misstu vinnu sína hátt í 600 manns og meiri hlutinn eða 73% (429) var af Suðurnesjum en 27% (162) af höfuðborgarsvæði. Mikið fram- boð á atvinnu og eftirspurn eftir vinnuafli gerði það að verkum að fólk átti auðveldar með að finna sér starf að nýju . Það var aðdáunarvert hvað for- ystumenn bæjarfélagsins og stéttarfélagana brugðust skjótt við. Það var unnið af kappi og í samvinnu við þá aðila sem komu að málum við að bregð- ast eins vel og hægt var við erf- iðum kringumstæðum. Ráðgjaf- arstofa var sett á laggirnar sem sinnti eingöngu starfsmönnum Varnarliðsins með upplýsingar um störf í boði, námskeið o.fl. Þar unnu að stærstum hluta 2 starfsmenn sem unnu krefjandi og þýðingarmikið starf fram til áramóta 2006. Þegar upp var staðið komu sam- tals 110 manns inn á atvinnu- leysisskrá sem telst í lægra mæli miðað við tölurnar á undan. Ald- urssamsetning hópsins var ólík því sem við áttum að venjast þ.e.a.s. að fjölmennasti hópur- inn var í aldurshópnum 50 ára og eldri. Það var líka eftirtekt- arvert í viðtölum við þennan myndarlega hóp hve fólk var al- mennt ánægt í fyrra starfi og jákvætt í viðmóti. Þó svo að enn sitji eftir fólk án atvinnu er það okkar von og trú að atvinnu- rekendur skoði betur þá mögu- leika að ráða til sín eldra fólk með mikla reynslu að baki og óbilandi kjark á nýja tíma. Á tíma bili voru menn ugg- andi um hvað og hvernig yrði að málum staðið varðandi það svæði sem skyndilega losnaði við brotthvarf hers ins. Sem betur fer fóru þau mál á besta veg eins og alþjóð er þegar kunn- ugt um. Því má m.a. þakka góðu samstarfi og einhug okkar fólks heima í héraði. Þarna er orðið til eitt stórt skólasamfélag í sífelldri mótun auk þess sem fyrirtæki og verktakar sækja inn á svæðið sem er sniðið að fjölbreyttri þjónustu við okkar alþjóðlega flugvöll. Margir hafa byrjað nám við nýjan skóla (Keilir) og stefna ótrauðir á vit nýrra ævintýra. Suðurnesin standa frammi fyrir því í dag að vera einn fýsilegasti kosturinn þegar fólk ákveður sér búsetu og er af ýmsu að taka. Atvinna í boði, góðir skólar og metnaðarfullt starf í gangi innan þeirra, stutt í verslun og þjón- ustu, góðar vegasamgöngur o.fl. Ketill G. Jósefsson Steinunn B. Sigurðardóttir Vmst. á Suðurnesjum Eitt ár liðið síðan bandarískur her yfirgaf herstöðina á Miðnesheiði Bréf til blaðsins:

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.