Víkurfréttir - 01.11.2007, Page 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 44. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR
Krakkarnir í Gimli mættu í stúdíó Geimsteins í síð-
ustu viku í því skyni að taka
upp geisla disk í til efni af
þemavinnu þeirra í leikskól-
anum þar sem fjallað var um
haustið. Þrátt fyrir annríki
við undirbúning stórtónleika
í Höllinni tók rokkkóngurinn
ljúfmannlega á móti hópnum
og hljóðritaði með þeim tvö
lög sem krakk arn ir höfðu
verið duglegir að æfa. Sungin
voru Haustvísa og Nú haustar
að. Afraksturinn er kominn á
geisladisk sem beðið var með
mikilli eftirvæntinu uns hann
barst krökkunum í hendur nú
í vikunni.
SUNGU HAUSTLJÓÐ
Á GEISLADISK
VF-myndir: elg.
FRÉTTASÍMINN
SÓLARHRINGSVAKT
898 2222
Óperusöngkonan Bylgja Dís Gunnarsdóttir frá
Reykjanesbæ mun halda sína
fystu tón leika hér á landi
í Saln um í Kópa vogi þann
6. nóvember næstkomandi.
Bylgja Dís lauk mastersnámi
í söng og tónlist við háskóla í
Glasgow en starfaði eftir það
með óperuhópnum Clonter
Opera við góðan orðstír. Auk
þess kom hún fram með British
Youth Opera og Royal Scotish
National Orchestra.
Hún býr nú og starfar við tón-
listarkennslu á Suðurnesjum, en
hún hóf einmitt tónlistarnám
sitt í Tónlistarskóla Njarðvíkur
á sínum tíma. „Meðal þess sem
Við athöfn þar sem Bylgju voru
veitt verðlaun fyrir framúr-
skarandi námsárangur í Drum
Castel, Aberdeen í Skotlandi.
Menning:
Syngur fjölbreytt verk á tónleikum í Salnum
er framundan hjá mér er að ég
mun syngja hlutverk Floru í la
Traviata hjá íslensku óperunni
eftir áramót, sem er afar spenn-
andi verkefni,“ segir Bylgja í sam-
tali við Víkurfréttir. „Eftir það
verð ég eiginlega með annan fót-
inn í útlöndum þar sem ég verða
að syngja víða. Það er mikil sam-
keppni á markaðnum erlendis,
sérstaklega fyrir sópran, en það
er þess virði því mér finnst óskap-
lega gaman að syngja fyrir fólk,
hreyfa við því og koma boðskap
til skila með söng.“
Á tónleikunum í Salnum verður
fjölbreytt dagskrá þar sem Bylgja
syngur m.a. verk eftir Mozart, Si-
belius, Strauss og fleiri við undir-
leik Juliu Lynch píanóleikara frá
Skotlandi. Húsið opnar kl. 20 og
eru allir velkomnir.