Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2007, Qupperneq 31

Víkurfréttir - 01.11.2007, Qupperneq 31
31ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR „Beiðni barst frá móts höld ur um að utan til allra sér sam banda um að at huga hvort ein hverj ir al þjóða dóm ar ar væru til bún ir til að dæma á þess um leik um. Við svöruð um beiðn inni um að fá að dæma á mót inu og fyr ir ári síð an byrj aði bolt inn að rúlla hjá okk ur. Þeg ar við dæmd um á Ír landi viss um við að þetta yrði í Kína í ár og vor um því strax stað ráðn ir í því að dæma aft ur á leik un um,“ sögðu þeir fé lag ar í sam tali við Vík ur frétt ir en Gísli og Haf steinn lögðu á sig langt og strangt ferða lag til þess að geta tek ið þátt í þess um risa vöxnu leik um. Alls voru í kring um 7500 kepp end ur á leik un um, 40.000 sjálf boða lið ar og 3500 dóm ar ar/starfs menn í hin um ýmsu íþrótta grein um. Lögðu lín urn ar í Kína Þeg ar út var kom ið var fund að stíft áður en keppni hófst og vegna þeirr ar reynslu sem Gísli og Haf steinn höfðu feng ið á Ír landi voru þeir beðn ir um að halda er indi um hand bolta- dóm gæslu á Speci al Olympics. „Við vor um fengn ir til þess að leið beina heima mönn um um dóm gæsl una og var al menn ánægja með það. Síð an tók við dóm gæsl an sjálf. Keppt var í for- keppni og svo rað að í riðla eft ir getu,“ sagði Gísli. Dóm gæsl an var nokk uð öðru- vísi en þeir fé lag ar eiga að venj ast hér heima í bar átt unni í úr vals deild un um en fjöld inn var þó nokk uð meiri. „Það er tvennt ólíkt að dæma á svona leik um og hér heima. Þarna voru mörg góð lið en önn ur með tak mark aða getu. Áður en við dæmd um fyrsta leik þá skoð- uð um við hall irn ar og höfð um það á orði að það gæti nú orð ið þannig að í þess um 2000 manna höll um yrði bara einn og einn áhorf andi á stangli,“ sagði Haf- steinn, en strax á fyrsta leik degi var keppn is höll in orð in yf ir full. „Sjang-hai er 20 millj ón manna borg og mót ið var gríð ar lega vel skipu lagt. Á hverj um leik degi voru bara hóp ferð ir úr ná læg um grunn skól um og hall irn ar fyllt- ust af áhorf end um sem hvöttu lið in til dáða og stemmn ing in var al veg frá bær. Þá voru um 60-70 ör ygg is verð ir á vappi í hverj um ein asta leik.“ All ir eins Gísli og Haf steinn voru um- kringd ir að stoð ar mönn um all an tím ann og var sér stak lega pass að upp á að þeir myndu ekki vill ast í mann mergð inni. Strák arn ir gátu þó leyft sér endr um og sinn um að gera sér glað an dag og lentu t.d. í vand- ræð um í einni skó búð inni. „Haf steinn fór að versla sér skó og þurfti að fara á kassa til þess að greiða fyr ir parið. Á með an skoð aði ég skóp ar og hugð ist kaupa mér álíka par. Þá spurði þjón ustu stúlk an mig hvort ég ætl aði að fá tvenn skópör. Ég átt- aði mig ekki á þessu í fyrstu en svo kom það í ljós að hún tók feil á mér og Haf steini. Henni fannst við svo lík ir,“ sagði Gísli og skellti upp úr og bætti því við að það væri þá ekki ein stefna í þess um mál um. Okk ur fyndist Kín verj ar flestir vera eins og þeim fynd ust við líka öll vera al veg eins. Klippti bind ið af hót el stjór an um Í ferð inni sáu þeir fé lag ar margt og fóru í ótal skoð un ar ferð ir og þeg ar leik un um lauk var vita- skuld blás ið til veg legr ar veislu. Jafn an er Gísli hrók ur alls fagn- að ar á manna mót um en hann á það til að grípa til töfra bragða og lét hann á þau reyna á loka- kvöld inu. Dóm ur um móts ins, yf ir mönn um dóm ara mála og fleir um var boð ið í há tíð ar kvöld- verð. „Við átt um að sporð renna krabba sem kom í heilu lagi og það ku vera mik ið lost æti í Kína. Ég tók hann í sund ur og smakk aði að eins á hon um en þetta var ekki al veg nógu gott,“ sagði Gísli sem fór á kost um þetta kvöld ið. „Ég varð auð- vit að að vera með smá „show“ og tók töfra brögð in með mér út og m.a. klippti ég bind ið af hót el stjór an um. Fólk ið í saln um tók svo and köf þeg ar ég gat ekki sett bind ið aft ur sam an og sagði þeim að þetta hafði aldrei heppn- ast en væri þó alltaf að æfa mig. Hót el stjór inn lék þetta vel með mér og varð voða lega reið ur. Auð vita var ég bú inn að skipta um bindi,“ sagði Gísli og sagði fólki mik ið létt þeg ar hann og hót el stjór inn upp lýstu að eng in kergja væri mill um þeirra, bara töfr ar. Vinn unni fórn að Eng in eru laun in fyr ir það að dæma á Speci al Olympics. Strák- arn ir þurftu að nota hluta úr sum ar fríi sínu til þess að kom- ast til Kína en 10 vinnu dag ar fóru í ferða lag ið. Spari sjóð ur inn í Kefla vík styrkti þá fé laga til far ar inn ar og einnig að stoð aði Íþrótta sam band fatl aðra við för ina. Þeir voru þó í fríu hús- næði og uppi haldi í Kína með að stoð ar menn allt um kring. Gísli og Haf steinn segja svona leika mikla upp lif un og eru því stað ráðn ir í því að fara aft ur. „Þetta var löng ferð og skemmti- leg í alla staði og erum við strax farn ir að líta til Grikk lands 2011. Þó væri það draum ur að kom ast á Speci al Olympics í Bras il íu 2015, þá verð ég fimm- tug ur,“ sagði Gísli. Gísli og Haf steinn eru eitt hvert reyndasta hand bolta dóm arap ar lands ins og hafa dæmt sam an í 25 ár. Strák arn ir eru hvergi nærri hætt ir og hafa þeg ar dæmt fjöl marga leiki í hand bolt- an um það sem af er leik tíð inni. Mið að við frammi stöðu þeirra fé laga í Kína er ekki ósenni- legt að þeir verði kvadd ir til Grikk lands og jafn vel Bras il íu og fengn ir til þess að miðla úr visku brunn um sín um. jbo@vf.is Fé lag arn ir og hand bolta dóm arap ar ið til 25 ára Gísli Hlyn ur Jó hanns son og Haf steinn Ingi bergs son dæmdu á dög un um á Speci al Olympics World Sum- mer Games sem fram fóru í Sjang-hai í Kína. Gísli og Haf steinn voru eina dóm arap ar ið í hand bolta keppni leik anna sem komu frá Evr ópu. Það var hin forn fræga Kenn edy-fjöl skylda í Banda ríkj un um sem stofn aði Speci al Olympics og árið 2003 dæmdu þeir Gísli og Haf- steinn á leik un um á Ír landi en það voru fyrstu Speci al Olympics World Games sem haldn ir voru utan Banda- ríkj anna. Þeir Gísli og Haf steinn kváð ust strax eft ir þá leika hafa ver ið stað ráðn ir í því að dæma að nýju á leik- un um og það gekk eft ir. ...það væri draum ur að kom ast á Speci al Olympics í Bras il íu 2015, þá verð ég fimm tug ur...Fullt á hverjum leik í Kína Gísli t.v. og Hafsteinn t.h. ásamt forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaieff í Kína á Special Olympics World Summer Games. Vaskur hópur Suðurnesjamanna í Kína.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.