Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2007, Qupperneq 39

Víkurfréttir - 06.12.2007, Qupperneq 39
39ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Þróttur Vogum telfdi fram vösku liði í Eimskipsbik- arnum í handbolta þetta árið sem hin síðustu ár. Á mánu- dagskvöld mættust Þróttur og Víkingur að Strandgötu í Hafn- arfirði þar sem mikið var um dýrðir. Leikurinn var í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar en Þróttur teflir ekki fram liði á Íslandsmót- inu heldur var liðið aðeins skráð til leiks í bikarkeppninni. Á leið sinni í 8-liða úrslitin fóru Þrótt- arar í gegnum Þrótt Reykjavík og lið Víkings 2. Þróttur mátti svo sætta sig við 25-35 ósigur gegn Víkngum en geta þó borið höfuð hátt eftir góða frammi- stöðu í bikarnum. Mikið var lagt í leikinn á mánudag þar sem vösk trommusveit studdi liðið til dáða og þá voru stuðnings- menn Þróttar vitanlega alsettir appelsínugula litnum. Boðið var upp á andlitsmálun fyrir leik og þá gátu gestir einnig gætt sér á veitingum. Frítt var á leikinn og ljóst að þjálfarinn, Sigurður Valur Sveinsson, vann þrek- virki með lið Þróttar sem var í töluvert lakara líkamsástandi en Víkingur en létu 1. deildar- liðið engu að síður hafa vel fyrir hlutunum. Góður árangur hjá Þrótti sem vafalítið á eftir að láta frekar að sér kveða í bikar- keppninni á næstu árum. Bikarævintýrið á enda Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Asvald Simonsen, fulltrúi fyrirtækisins Polytan GmbH, skrifuðu í síðustu viku undir samning um nýtt gervigras í Reykjaneshöll. Grasið er af gerðinni Polytan og verður það lagt ofan á núverandi fjaðurlag Reykjaneshallarinnar en sambærilegt gras er nú í notkun á Akranesi. Eldra grasið er frá árinu 2000 og hefur verið til mikilla vandræða síðustu misseri sökum svifryks sem þyrlast upp úr sandinum sem borinn er í grasið. M.a. hefur salnum nokkrum sinnum verið lokað að tilskipun Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja vegna svifryksmengunar þrátt fyrir að sérstök vél hafi verið keypt til að hreinsa sandinn og höllin hafi verið hreinsuð frá mæni og niður úr. Nýja grasið hefur gefið góða raun þar sem það hefur verið notað, en í stað sands er gúmmíkurl borið í grasið þannig að ekki ætti rykið að verða til vandræða. Eldri dúkurinn hefur verið fjarlægður og var samið við knattspyrnudeildir Keflavíkur og Njarð- víkur um að taka að sér verkið. Áætlað er að nýja grasið verði tilbúið til notkunar 18. desember n.k. Tveir aðilar hafa sýnt gamla grasinu áhuga en það eru Golfklúbbur Suðurnesja og Íþróttaakademían í Reykjanesbæ en báðir hyggjast nýta það við drif- völl (driving range). Kostnaður vegna þessara breytinga er samtals 25 milljónir króna en innifalið í þeim kostnaði er hreinsivél fyrir grasið og ný mörk. Gerð er krafa um að efnið uppfyllli FIFA 2 Star staðalinn og ís- lenska staðla samkvæmt prófunum. Óskað var eftir tilboðum í verkið og bárust alls fjögur tilboð. VSÓ aðstoðaði við gerð samnings- ins og er jafnframt eftirlitsaðili með verkinu. Samið um nýtt gervigras í Reykjaneshöll VF -M yn d/ Þ or gi ls Frá undirskrift samningsins Kemst Erla á Ólympíu- leikana um helgina? Sundkonan öfluga frá ÍRB, Erla Dögg Haraldsdóttir, er nú stödd í Hollandi á sund- mótinu Dutch Swim Cup þar sem hún mun keppa í 200 m. fjórsundi, 50 m. bringusundi og 100 m. bringusundi. Erla mun um helgina gera at- lögu að því að ná lágmörkunum fyrir Ólympíuleikana í Peking en Erla er ytra með hluta af lands- liði Ísland. „Ég ætla að reyna að ná lágmörkunum núna en ann- ars eru enn nokkur mót eftir erlendis og heima þar sem hægt verður að ná lágmörkunum. Þetta er frekar sterkt mót hér í Hollandi,“ sagði Erla sem hélt til Hollands á þriðjudag. Erla hefur keppni á morgun þegar hún syndir í 200 m. fjórsundi. Walker bestur Bandaríski bakvörðurinn Bobby Walker, leikmaður Keflavíkur, var á dögunum valinn besti leikmaðurinn í fyrstu átta umferðum Íslands- mótsins í körfuknattleik. Þá var Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, valinn besti þjálfari umferðanna og Sigmundur Már Herbertsson valinn besti dómari umferð- anna. Úrvalslið umferða 1-8 var einnig valið og þar voru þrír leikmenn frá Suður- nesjum. Þeir Bobby Walker og Jón N. Hafseinsson frá Keflavík og Páll Axel Vilbergs- son frá Grindavík. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem hinn sigursæli og margreyndi þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, fær verðlaun sem þjálfari karlaliðs í úrvalsdeild. Ótrúlegt en satt. Þjálfarar í úrvalsdeild sáu um val á besta dómaranum. Verðlaunahafarnir frá vinstri. Sigmundur Már Herbertsson dómari, Sigurður Ingimundarson og Bobby Walker. Vel heppnað Fjölskyldumót Badmintondeildarinnar Sunnudaginn 2 desember síðastliðinn fór fram í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ hið árlega fjöl- skyldumót Badmintondeildar Íþrótta- og Ungmennafélags- ins. Mótið er með því sniði að foreldrar eða eldri systkyni koma með iðkendum og spila, leikinn er tvíliðaleikur. Mótið var nokkuð vel sótt, og virtust allir hafa mjög gaman af, eins og venjulega var hart barist. Að mótinu loknu var boðið upp á kaffi og piparkökur og sitt- hvað fleira af sætmeti í K-Hús- inu. Þá var þátttakendum veitt viðurkenning fyrir þátttökuna. Heppnaðist mótið í alla staði mjög vel og vill stjórn deildar- innar þakka þátttakendum, foreldrum og iðkendum fyrir skemmtilegan dag. Þróttarar börðust vel en engu að síður er ævintýrið út.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.