Víkurfréttir - 01.03.2007, Page 23
23ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR
1 Man.City-Wigan 1 1
2 Arsenal-Reading 1 1
3 Fulham-Aston Villa 1 1 X
4 Newcastle-Middlesbro 1 1 X 2
5 Portsmouth-Chelsea 2 2
6 Sheff.Utd-Everton 1 2 2
7 Watford-Charlton X 2 X 2
8 Burnley-Crystal Palace 1 2 X 2
9 Ipswich-Q.P.R. 1 1
10 Leeds-Sheff.Wed. 1 1 2
11 Luton-Wolves 2 2
12 Plymouth-Stoke 1 X 2 1
13 W.B.A.-Sunderland 1 X 1
Fyrirtækjaleikur
barna- og
unglingaráðs
Keflavíkur
VÖRUHÚS FRÍHAFNAR SBK
Tímamót í íslenskri
hnefaleikasögu
Hnefaleikafrömuðurinn Guðjón
Vilhelm heldur til Þýskalands
á morgun til þess að dæma
heimsmeistarabardaga á vegum
Alþjóða hnefaleikasambandsins
eða WBA. Guðjón er fyrsti Ís-
lendingurinn sem dæmir fyrir
WBA og segir það mikinn
heiður og stórt skref fyrir hann
persónulega að hafa verið boð-
aður í verkefnið.
Í janúar hélt Guðjón til Sví-
þjóðar og var þar dómari í fyrstu
atvinnumannahnefaleikakeppn-
inni þar í landi í 37 ár. Þar ving-
aðist Guðjón við rétta aðila með
íslenska hákarlinn að vopni. „Í
Svíþjóð kynntist ég Ove Ovesen
en hann hefur dæmt hnefaleika
síðan 1974 og dæmdi m.a. bar-
daga hjá Muhammed Ali. Ég gaf
honum íslenskan hákarl og upp
hófst á meðal okkar góður vin-
skapur. Í kjölfar starfa minna í
Svíþjóð sendi Ove bréf til WBA
og mældi með mér sem dóm-
ara,“ sagði Guðjón. Bréfið frá
Ove rataði rétta leið og fyrir
um hálfum mánuði síðan hafði
WBA samband við Guðjón og
bað hann um að dæma bardag-
ann í Þýskalandi sem fram fer
um helgina. „Þetta er bardagi í
millivigt millum þeirra Sebast-
ian Silverster sem er titilhafinn
og andstæðingur hans verður Al-
exio Ferlan. Ég verð einn þriggja
stigadómara í bardaganum í
fjögurra dómara teymi,” sagði
Guðjón en hann telur að þjóð-
erni sitt hafi spilað stóran þátt
í að hann hafi verið valinn í
verkið. ,,Ég kem frá litlu landi
þar sem atvinnuhnefaleikar eru
ekki leyfðir og því kannski hlut-
lausari en aðrir.“ Hvaða þýðingu
telur Guðjón að þetta hafi fyrir
íslenska hnefaleikadómara?
„Við eigum eftir að sjá dóm-
urum fjölga og fyrir mig er þetta
stórt skref. Við eigum góða dóm-
ara í ólympískum hnefaleikum
og við megum gera ráð fyrir
því að margir góðir hlutir frá
Íslands hálfu eigi eftir að ger-
ast í boxinu á næstunni,“ sagði
Guðjón, fyrsti Íslendingurinn
sem klæðist dómarabúningi
fyrir WBA. Spurning hvort Guð-
jón fái fleiri verkefni ef hann
tekur með sér svið eða súrsaða
hrútspunga til Þýskalands.
Arnar Freyr meiddur
Bakvörðurinn Arnar Freyr
Jónsson, leikmaður Keflavíkur
í Iceland Express deild karla,
verður hugsanlega ekki meira
með liðinu á þessari leiktíð
eftir að hann meiddist í leik
gegn Hamri/Selfoss á sunnu-
dag. Að öllum líkindum
hefur Arnar skaddast á utan-
verðum liðböndum hægri
fótar og einnig á liðþófa í hné.
Þá kennir Arnar sér einnig
meiðsla í ökkla. Fyrir liggur
að Arnar fari í myndatöku og
nákvæmari skoðun en ljóst má
vera að meiðsli leikmannsins
koma sér afar illa fyrir Kefla-
víkurliðið sem hefur ekki náð
að sýna sitt rétta andlit í vetur.
Skemmdir unnar í
Keflavíkurstúkunni
Ljót aðkoma blasti við á Kefla-
víkurvelli á laugardag þar sem
búið var að brjóta fjölmörg
sæti í stúkunni og fleygja
niður á völlinn. Jón Örvar
Arason, framkvæmdastjóri
knattspyrnudeildarinnar segir
að þeir hafi orðið varir við
skemmdarverk af þessu tagi að
undanförnu, en ekki svo mikið
í einu. Hann segir að engin
annar völlur í fremstu röð sé
ógirtur með ótakmörkuðu
aðgengi almennings. Erfitt sé
hins vegar að girða hann af því
hlaupabrautin í kringum hann
er afar vinsæl meðal bæjarbúa.
Keflavík lá gegn Blikum
Keflvíkingar máttu sætta sig
við 3-2 ósigur gegn Breiðablik
í öðrum leik sínum í Lengju-
bikarnum í knattspyrnu um
síðustu helgi. Mörk Kefla-
víkur í leiknum gerðu þeir
Guðmundur Steinarsson og
Magnús Sverrir Þorsteinsson.
Keflavík lenti 3-0 undir eftir
23. mínútna leik. Guðjón Árni
Antoníusson fékk rautt spjald
í leiknum og í kjölfarið fengu
Blikar vítaspyrnu og Kefl-
víkingar einum færri. Næsti
leikur Keflvíkinga í Lengjubik-
arnum verður þann 3. mars í
Reykjaneshöllinni þegar þeir
taka á móti ÍBV kl. 15:00.
Deildarmeistarar?
Nj arð v í k i ng ar er u á gó ðri l e i ð me ð að
verða deildarmeistarar í
Iceland Express deild karla
í körfuknattleik og ef svo
verður þá verður það fyrsti
deildarmeistaratitill Einars
Árna Jóhannssonar, þjálfara
Njarðvíkur og sá fyrsti hjá
liðinu síðan 2001.
Njarðvík tók á móti KR
í toppslag deildarinnar á
mánudag og hafði betur gegn
gestum sínum 83-73 með
flugeldasýningu frá Jeb Ivey
og Brenton Birmingham í
fjórða leikhluta. Njarðvíkingar
hafa nú fjögurra stiga forskot
á KR og Skallagrím þegar
þr jár umferðir eru eft ir
og mæta botnliði Fjölnis í
Grafarvogi í kvöld kl. 19:15.
Takist Njarðvíkingum að
leggja Fjölni að velli verða
þeir deildarmeistarar þar
sem KR og Skallagrímur geta
einungis jafnað þá að stigum
en Njarðvík hefur betur í
innbyrðisviðureignum gegn
liðunum. Eins og fyrr segir,
þá verða þeir að vinna Fjölni
til að verða deilarmeistarar og
það má ekki vanmeta liðin í
fallbaráttunni. Þau geta bitið!
Guðjón í dómarasætinu
þegar Írarnir komu
í heimsókn til
Reykjanesbæjar.
ÍRB í fantaformi
Sundsveit ÍRB fór á kostum í Gullmóti KR sem fram
fór í innilauginni í Laugardal
um síðustu helgi og hafði þar
yfirburðasigur í mótinu með
500 stigum meira en liðið
í 2. sæti mótsins. Glæsilegur
árangur hjá ÍRB og ljóst að
liðið er í fantaformi um þessar
mundir enda mörg stórmót
framundan.
Soffía Klemenzdóttir sigraði í
stigakeppni telpna (13-14 ára)
og Kristófer Sigurðsson sigr-
aði í stigakeppni sveina (12 ára
og yngri). Þrátt fyrir að vera í
þungum æfingum náði sundfólk
ÍRB að sýna góða takta í mótinu.
Þess má geta að þau Davíð og
Elfa náðu lágmörkum inn í ung-
lingalandslið Íslands sem tryggir
þeim þátttöku á sterku alþjóð-
legu sundmóti í Luxembúrg rétt
eftir páska. Fjöldi sundmanna
náði tilskyldum lágmörkum til
þátttöku á Íslandsmeistaramót-
inu í 50 metra laug sem fram
fer eftir 3 vikur og Aldursflokka-
móti Íslands sem fram fer í enda
júní í sumar.
Jeb Ivey lét vel til sín taka í fjórða leikhluta gegn KR og skóp
Njarðvíkursigurinn í slagtogi með Brenton Birmingham.
Níunda leikvika er
hafin og að þessu sinni
mætast SBK og Vöruhús
Fríhafnar. Í síðustu viku
mættust Áfangar og
Sjúkraþjálfun Suðurnesja
þar sem Sjúkraþjálfunin
var með 10 rétta og fór
með sigur af hólmi en
Áfangar höfðu 8 rétta.
Ómar, Bjarni og Hulda
tippa fyrir Vöruhús
Fríhafnarinnar en Hjalti
tippar fyrir SBK þessa
helgina. Vöruhúsið er á
toppi deildarinnar með
10 stig og geta aukið
forskot sitt um helgina.