Dagsbrún - 01.05.1893, Blaðsíða 4
—68—
sömmn þsss.í£ (Canon of tlie Bible bls. 44—45.) „Ací vísu mun
það áreiðanlegt, að eptir að búið var að ákveða, hverjar bækur
gamla Testam. sKyldu helgar teljast, fóru menn að gjörast mjög
nákvæmir í uppritun bókanna, töldu jafnvel stafina og orðin í
bókunum, til þess að sjá, hvort ekkert hefði úr fallið, en þetta var
ekki fyrri, en um árið 100 f. Kr. í fyrsta lagi, og á tímanum á
undan voru menn ekki svo nákvæmir, það sýna hinar, því nær, ó-
tölulegu mótsagnir og villur bókanna.
Ef einn eður annai skrifaði upp bók eina að nýju, þá breyttí
liann henni og bætti við hana, sem honum sýndist. . Ef hann iiafði
fyrir sér tvær bækur, er hann taldi liafa jafnt gildi, þá tók hann út-
drátt úr báðum og tengði svo kaflana saman eptir því, sem iioninn
]>ótti við eiga.“ Svo segir prófessór Smith.
Þannig er allt á reiki og verður ætíð á reiki, livenær bækur
ritningarinnar hafa verið skrifaðar. 0g þótt vér kæmumst að vissu
um, hvenær þær voru fyrst gjörðar úr garði, sem nú eru þær, þá
kæmi upp aptur spurningin um það, hvenær voru þá þær bækur
fyrst ritaðar, er þessar voru skráðar eptir? Vér verðum því að reyna
að fara, sem næst vér getum um aldur bókanna án þess, að háfa
fulla vissu livenær liver ein var rituð.
Þá er næst athugandi liinn áætlaði aldur hinna elstu orj
yngstu bóka hins r/amla og nýja Testamentis.
Eyrrum ætluðu menn, að Móses hefði skrifað liinar fyrstu
flmm bækur gamla Testam., nálægt 1500 árum f. Kr.. En eptirþví,
sem menn hafa rannsakað það betur og betur, þá eru menn farnir
að hverfa frá þeirri skoðun. Mjög fáir, af þeim, er leggja .stund
á þesskonar rannsóknir, ætla, að nokkur þessara bóka sé rituð fyr,
en á ríkisárum Manasses (696—641 f. K.) eða Jósía (636—609 f. Kr)
þó að sum atriði siðalögmálsins kunni að vera eldri. (Sbr. Ivuenen
Régister of Israel, II. bindi bls. 152, 153, 191 og 307.) Eu bækur
þær, sem að líkindum eru elstar eru spámennirnir Amos, Hósía og
Mikka, og munu þeir hafa .ritað bækur sínar á áttundu öld fyrir
Krist.
Hinar aðrar bækur gamla Testam. voru ritaðar seinna, allt frá
þessum áður greinda tíma og til 100 árum f. K., sumir segja 400, en
mjög er það óvíst.
Hvað nýja Testam. snertir, þá ætla sumir, að bækur þess
hafi verið ritaðar frá 50—100 árum e. K., en aptur ætla aðrir, að
nokkrar bækur þoss hafi ekki verið ritaðar fyr, en 175 árum e. K.
í stuttu máli að segja, þá er það, að minusta kosti, víst, að