Dagsbrún - 01.05.1893, Side 11
MISMUNANDI STIG í G UÐSHUGMYNDINNI.
Ef vér byrjuni á himmi fyrstu hókum ritningarinnar ng lesutn
aptur eptir, þá sjáum vér mikla hreyting á hugmyndum Gyðinga um
Guð. Hinir fyrri rithöfundar gamla Testam. láta Guð ganga ummeð-
al manna, tala við þá, vera húinn líkama eins og maður, hann er látinn
glíma við einn af feðrunum, eta kálfskjöt og kökur með öðrum (Jakob
og Ahraham). Hann er látinn reyna sig í töfrum við hina aðra Guði,
lii.nn reiðist, verður afbrýðissamur, iðrast, hann hýður mönnum ýms
svik og pretti, er jafn ófullkominu og maðurinn er, eða kannske öllu
ófullkomnari. En eptir því, sem vér komum aptar í ritninguna, fara
þessar hugmyndir um Guð að smáhverfa, og í seinustu bókum gl.
Test. eru hugmyndirnar um Guð orðnar miklu veglegri, en framan
af. í nýja Test. komast þ:er á hið hæsta stig hjá Jóhannesi, Páli
og Kristi; þá loks er farið að hirta og dagur rennur, en þó ekki
til fulls, því á meðan nokkur fordæmingardómur, á meðan nokk-
urt eilíft víti vofir yfir þjóðum og einstaklingum getur maður
ekki sagt, að dagur sé runninn, hvað guðshugmyndina snértir.
(Framhald næst.j
— Hver, sem leitar Guðs, sem fóðnr og vinar hann er á réttri leið;
hann veit af hinni styrkjandi og leiðandi liönd föðursins, hann heyr-
ir hina laðandi kœrleiksríku og aðvarandi rödd lians. Guð kemur til
hans; hvað þarf hann að óttast? Sjálfur Guð býr í lijarta hans.
— Gefum gœtnr að því, hvcvnig vér lifum, en látum það ráðast
hvernig vér deyjum.
— Vér þurfam aldrei að óttast dauðann, heldur hitt, hvernig vér verj-
nm lífi voru.
— Það er ekki satt, að maðurinn af náttúrunni sé syndarinnar barn.
Af náttúrimni er mnðurinn Guðs barn. Fyrir ófullkomleikann og sjúk-
leika sálarinnar verður hann syndarinnar barn.
— Ef vér skynsamlega viðurkennum lög Guðs í alheiminum og hlýð-
um þeim, þa breytum vér rcttilega. [Savage.]