Dagsbrún - 01.05.1893, Blaðsíða 13

Dagsbrún - 01.05.1893, Blaðsíða 13
Athuganir við sköpunarsöguna. Framhald. IV. VERÐI LJÓS. Jafnframt hitanum kom fram enn undraverðari sköpun—ljós- ið. Þegar, er þessi hitagufa fór að dragast saman í þokumökn, þá heíir af því staðið birta noKKur, þótt dauf væri í fyrstu, en eptir því, sem samdrátturinn varð meiri, og hnötturinn þéttist, þá varð hirtan skærari og skærari, þar til líkami þessi varð, sem kerfi af skínandi stjörnum. I ótölulegar aldaraðir, eptir, að jörðin tók að veltast um geyminn, sem sérstakur hnöttur, hefir hún hlotið, að skína, sem sól, eins og vér í góðum sjónpípum sjáum, hvernig hin skínandi stjörnukerfi veltast í kringum lrina afarmiklu sól, ISíríus. En eptir því, sem jörðin kólnaði, varð þessi langi skínandi dagur myrkari og myrkari. Ljósaskiptin—-færðust smátt og smátt yfir hana, og voru mínúturnar þar langar, sem þúsundir ára ; en svo féll myrkr- ið yfir aptur. Sköpun þessari var ekki lokið á hinum fyrsta degi, hún heidur eiulægt áfram enn þann dag í dag. Já! meira að segja, þegar vér kveikjum á lampanum vorum á lcvöldin, þá talar hinn skapandi andi, enn hin sömu orðin : „verði ljós“, ekki með hróp- andi raustu holdur með hinum þegjandi alheimslögum og er það engu að síður guðdómlogt en liið gamla boð. Prófessórinn, sem skýrir liin stuttu orð með mörgum orðum, og segir oss, hvernig hitinn gjöri kola-agnirnar lýsandi og veldur ljóssveiflum í loptinu, en þó getur hann ekki skýrt oss það, hvernig ljósið sé orðið til. Þrátt fyrir öll vísindin, er eðli Ijóssíns á lampanum jafn leyndardómsfullt og liið fyrsta ljós í sköpunarsögunni. I hvert skipti, er vér kveikj um á ljósi er hið forna kraptaverk Sköpunarsögunnar endurtekið. Og hvílíkt kraptaverk er. það ekki, þegar vér förum um það að hugsa. Þessar kola-agnir í gufunni voru smœrri, en svo, að vér sæjum þær, en á augabragði mynduðu þær ljósið, sendu 1 jó.-— strauminn út um gluggann, yfir borgina og gjörðu það sýnilegt í mílu fjarlægð, áður en vér liöfðum tíma til að taka burtu heudina. Hvílíkt furðuverk mvndi oss eigi finnast þstti, ef vér sæjum þið

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.