Dagsbrún - 01.05.1896, Qupperneq 3
— 67
Berosusar svo að menn höfðu að eins eftir stuttar greinar sem nolckr-
ir grískir rithöfundar höfðu tekið upp eftir honum. Brot þessi voru
einkum í ritum þeirra Polyhistors og- Appoilodorusar, þóttu þau
merk mjög því mönnnm fundust þau koma einhvern vegin undar-
lega heima við ritninguna. En svo fóru menn að fmna hinar fornu
töflur Kaldeumanna, ritin œfagöm!u,scm Berosus liafði haft fyrir sér,
og þá sáu menn að þarna voru sögurnar fullkomnar, sem Berosus
hafði tekið ágrip af handa Grikkjum.
Einkum var það íámith nokkur (enskur) scm fyrstur tólc eftir
þessu. Hann rak sig á töflubrot cr flutt höfðu verið til gripasafns-
ins breska í Lundúnum, og er hann fór að lesaþau, sá hann að þarna
voru sögur um sköpunina, syndaflóðið o. fl., en þetta var alt í mol-
um, töflurnar voru brotnar sundur í marga parta, það vantaði í þær
sum stykkin og þá var ekki um annað að gera en að fara austur í
Asíu að leita þeirra. Þetta gerði hann og fór þangað að grafa í
rústum hinna gömlu borga og flutti heim mikið af því, er hann fann.
Nokkuð fann hann af brotum þeim er vantaði, og margt nýtt og
merkilegt. Yíða vantaði þó enn í, en síðan hafa menn smámsaman
fundið nýja og nýja parta, og er nú svo komið að menn liafii sagnir
þessar að meiru eður minna leiti samanhangandi.
Sköpunarsaga þessi er kölluð sköpunarsaga Kaldeumanna, og
byrjar hún þannig :
“Þegar himininn uppi og jörðin niðri voru enn ónefnd (þ. e.:
voru ekki tii) var Apsu (afgrynnið) og Mummu-Tiamat (sjórinn)
upphaf allra hluta. Vötn þeirra blönduðust og runnu saman. Þar
í lág lífsfræið, en myrkrunum var eigi létt af vötnunum og ekkert
frjóvgaðist eða óx. Þá voru guðirnir ekki. Seinna urðu þeir til og
hinir guðdómlegu skarar liimins og jarðar (andar liimins og andar
jarðar). Og dagarnir lengdust og guðinn Anu (himininn).......”
Hér vantar brot í, en svo kemur næsta tafia og segir frá sköpun him-
inhnattanna: “Ilann (Anu) tilbjó staði handa liinum miklu guðum
slcóp stjörnurnar, setti mánuði og ár, upphaf þeirra og endir. Iíann
skóp plánetunum brautir svo að þær reikuðu eigi frá þeim. Hann
bjó Bel og Ea bústað með sjáifum sér. Hann opnaði hlið himnanna
og festi sterklega boltana til hægri og vinstri handar. Hann lét
tunglið skína til að ráða nóttunni, og ákvrð kvartilaskifti þess í
dagatali, og bauð því að rísa og ganga niður og lilýða lögum sínum.”
Önnur tafla segir frá því hvernig guðirnir (alveg eins og í 1.
bók Mós., þar sem rétt þýðing er “guðirnir” en ekki “guð”) skópu
hinar lifandi verur, er uppfylla jörðina, dýrin á mörkunum og dýrin
í borgunum, í stuttu máli allar lifandi verur.