Dagsbrún - 01.10.1896, Síða 3

Dagsbrún - 01.10.1896, Síða 3
— 147 urkenna í lifanda lífi. Dauður á hann að játa Krist, dauður á hann að skrita undir trúna á djöful og víti, dauður á hann að gjöra það, sem hann aldrei vildi gjöra í lifanda lífi, að sletta sök á saklausann. En slíkt og þvílikt kalla ég níðingsverk. En hver getnr verið mein- ingin önnur með að draga hann í kyrkjuna, ef ekki sú, að viður- kenna réttmæti hennar og sannleika kenningar hennar, láta hann verða aðnjótandi hinnar einu sönnu sáluhjálpar ? ! ! Oss er alveg sama þó að klerkar komi með hið vanalega bragð kyrkjunnar að segja, að hinn látni hafi iðrast rétt fyrir andlátið. Iðrast í óráði ? Það er dáfalleg iðrun, og sögurnai' um svoleiðis iðrun og ákallanir vanalega þannig, að ekki er mark á þeim takandi. Vér, sem þektnm Finney sál. í lífinu og virtum hann, störum á þessar aðfarir með undrun og sárustu gremju. Er það þá óhugsandi að vér getum hygt fyrir að annað eins níðingsverk verði á oss sjálf- um unnið, þegar vér liggjum liðið lík ? Það lítur út fyrir, að sá sem einu sinni hefir í kyrkjunni verið, komist þaðan aldrei út, þegar dauðir menn eru í hana dregnir. Hér má sjá græðgi kyrkjunnar og hins vegar afleiðingarnar af kæru- eða hirðuleysi manna, að búa svo um meðan tími er til, að sér verði ekki þessi óvirðing sýnd þeg- ar þeir eru dauðir. Vinir Finneys sáluga mótmæltu þessu athæfi margir, en því var enginn gaumur gefinn. Það er þetta sannfær- ingarleysi og skortur á hugmynd um, að menn hafi nokkrar skyldur sem svo mjög einkennir þessa kynslóð íslendinga. Þá langar svo til að fljóta með meirihlutanum. En þeir gæta eigi þess, að við það tapa þeir allri virðingu; ærlegir og hreinskilnir menn geta ekki borið virðingu fyrir slíkum mönnum. Já, en rétturinn hins dána, hver er hann ? Hann virðist eng- inn vera í þessu tilfelli. Líkaminn hefir sinn rétt, það má ekki sví- virða líkið, ekki skemma það eða spilla því. En minningin, lífs- starfið, lífsstefnan, hún virðist ekki hafa nokkurn rétt; hana má saurga, smána og svívirða. Oss finnst þetta vera svo mikil þjóðai'- kömm, að vér fáum því ekki með orðum lýst og margfalt heldur vildum vér láta smána og svívirða lík vort á þann argasta hfttt, heldui' en að láta þannig lítilsvirða lífsstefnu vora. Og ef að vér héldum að vinir vorir mundu leika oss þannig dauðann, þá vildum vér heldur verða dýrum að bráð. Svo feilur oss illa að hugsa til þess.

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.