Dagsbrún - 01.10.1896, Page 6
— 150
“Beecher,
þessi hæruhvíti, aldraði vantrCiarmaður og hræsnari, heldur áfram
oð aka Plymouth kyrkjunni beina leið til Helvítis, eins hratt eins
og hjólin á kerrunni og vegurinn leyfir. Og það sem verra er:
þúsundir af öðrum ökumönnum, sem sjá velgengni hans, halda að
vegurinn sé góður og leiði til Himnaríkis, og með smellandi svipum
og miklurn hávaða aka þeir svo í hjólför hans, hlaðnir dýrmætum
sálum, sem eru þannig reknar hraðri ferð beina leið til Helvítis.”
0g enn ein grein var þannig hljóðandi:
Heimsendir
fer nú að verða í námunda. Hinir heilögu geta bráðum glatt sig
við hina dýrðlegu sjóu. Að fáum mánuðum liðnum mun sólin for-
myrkvast og máninn verða að blóði, og stjörnurnar hrapa niður af
himninum sem ormétin epli. Hið lieilaga guðspjall hefir verið préd-
ikað öllum þjóðum; tala hinna útvöldu er nær því fullger; glas rang-
sleitninnar er þegar barmafullt; básúnan er tilbúin, og Gabríel er að
æfa sig fyrir liinn mikla básúnu-blástur, sem mun vekja alla dauða,
og eins þá, sem fyrir þúsundum ára eru að dufti orðnir, til uppris-
unnar. Eitt af hinum mörgu kennimerkjum, sem gefa í skyn nánd
þessa mikla dags, eru hinar sjálfeyðileggjandi tilraunir hinna hei-
lðgu á jarðríki til að
LEIÐRÉTTA ORÐ GUÐS.
Það er efalaust hin skaðlegasta hreyflng, sem þjónar drottins hafa
nokkurn tíma á stað komið. Áhrifin eru í sannleika hræðileg. Þar
sem vantrúarmenn kinnroðalaust koma með þær ákærur, að hin
heilaga bók sé að meira eða minna leyti fals og ósannindi, þá eru
þessar tilraunir drottins þjóna dæmalausar í sögu allra alda. Með
vörunum neita þeir að vísu trúverðugleik þessaia ákæra, en þeir
gera sig um leið seka í fölsun með þessum tilraunum til að leiðrétta
missagnir og umbæta kenning hinnar heilögu bókar. Ef alvaldur
sá, sem situr hér í hásæti, lætur lengur afskiftalausar þessar hug-
leysis játningar þjóna sinna á jarðríki, um veikleika og illverk, þá
munu margir af fylgendum hans hér missa traust til hans. Sem
nærri má geta, mundi slíkt hughreysta stórum óvin vorn, (djöfulinn)
og mundi hann ef til vill græða við það þúsundir liðsmanna héðan.
— Er .Jehóva svo liirðulaus, að leyfa lengur slíkan vitfirringaskap ?
Hinir heilögu kvarta undan, að það sem á jörðu er nefnt “vísinda-
legar aðfinningar”, neyði þá til slíkra óyndisúiræða. Því ruglar
ekki gnð svo máli þes-ara vísindalegu aðfinningamanna, að orð
þeirra verði ekki skilin ? Öld eftir öld hefir hann vanrækt að efna
hin ýmsu loforð sín ; en þrátt fyrir það höfum vér samt alt af vonað