Dagsbrún - 01.10.1896, Qupperneq 8

Dagsbrún - 01.10.1896, Qupperneq 8
— 152 — sannfæring vora um sannleika og réttlæti stjórna orðum vorum og gjörðum. 0g í samkvæmni við þessa ákvörðun vora spyrjum vér: Hvaða lög, himnesk eða jarðnesk, veittu honum rétt til að rjúfa sín eigin hoð, og svívirða hina saklausu gyðingakonu ? Hafði hann gleymt boðum þeim er hann sjálfur gaf á fjallinu Sínai ? Hverju getur hann svarað ?” . Þegar ég hafði lokið við að lesa þessa einarðlegu aðfinninga- grein, heyrði ég Garrison segja: “Undur liimnaríkis mæta mér hvervetna. Hver er þessi Möises, ritstjóri “Fregnbercms ?”. “Það er Móises sá, sem leiddi ísraelsþjóð burt af Egyptalandi,” svaraði leiðsögu-engillinn. “Eg hefði ánægju af að sjá hann; þetta eru hin fyrstu merki göfugs og sjálfstæðs hugsunarhátts, sem -ég hefi orðio var við hér,” mælti Garrison, með sýnilegri geðshræring. “Þey, þey!” mælti leiðsögu-engillinn í hálfum hljóðum, um leið og hann færði sæti sitt fast að Garrison ; “þú hefir verið að lesa þessar ákærur gegn Jehóva, býst ég við?” “Já, það hefi ég gert,” svaraði Garrison; “og ég býð þess með óþreyju, að sjá hverju hann svarar.” “Okkur cr betra að tala gætilega um Móises á þessum tímum,” mælti leiðsögu-engillinn aftur í hálfum hljóðum. “Þú getur eklci fengið að sjá liann nú og mundir heldur ekki óska þess,” og um leið og hann sagði þetta, varð yfirbragð hans sorglegt, og málrómurinn og látbragð hans alt alvarlegt mjög. “Þú talar í ráðgátum,” svaraði Garrison ; “hvar er Móises ?” “Pétui' skipaði mér að gefa þér allar upplýsingar, sem þú ósk- aðir eftir,” mælti leiðsögu-engillinn; “en ég ætla samt að biðja þig að geta ekki um við aðra, það sem ég nú skal segja þér.” “Eg hefi enn ekki séð hér neinn, sem líklegt er að ég komist í kunningsskap við,” svaraði Garrison. “Vita skaltu þá,” hélt leiðsögu-engillinn áfi'am, “að þessi Mói- ses byrjaði útgáfu “Fregnberans” fyrir hér um bil 4000 árum síðan. Getur verið að það sé nokkuð lengra síðan,—það hefir verið einhver ágreiningur út af ártalinu, — en það gerir minnst til. Fyrst var blaðið alt öðru vísi en það er nú orðið. En það hefir ætíð verið orð- lagt fyrir að krefjast mjög einarðlega nákvæms réttlætis í öllu, æfin- lega heimtað auga fyrir auga og tön.u fyrir tönn. Fyrir þessa ein- örðu frarakomu sína hefir Móises eignast hér fjölda vina og áhang- enda, sem áreiðanlega fylla hans fiokk hvað sem í skerst.”

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.