Dagsbrún - 01.10.1896, Síða 10

Dagsbrún - 01.10.1896, Síða 10
til þess eru gerðar, verða þeir að hefja upp og kasta ofan í hið vell- anda dýki, feykistórum brennisteinsbjörgum, jafnharðan og þau koma frá brennisteinsnámanum. Ef ekki væri þessi sífeldi aðflutn- ingur eldsneytis, þá hlyti eldur helvítis von bráðar að kulna út. 0g í því tilfelli mundi helvíti verða sældarbústaður, engu síður en himnaríki er nú, og þeir sem þar eru mundu þá þegar verða lausir allra kvala.” Eg tók eftir, að Garrison liorfði framan í leiðsögu-engilinn, eins og langaði hann til að skoða innst inn í hugskot hans, og var hann sýnilega að reyna að ráða fram úr hverjar væru lyndiseinkunnir hans; en hið alvarlega og sakleysislega útlit engilsins gaf honum litlar bendingar í því efni. Eftir litla þögn hélt svo Garrison áfram: ‘‘Það hlýtur að þurfa ákaflegan fjölda af mennskum verum til þess að viðhalda liitanum í þvílíku eldsdýki með glóandi brenni- steinsbjörgum. Hve margir eru hafðir til vinnu við þennan starfa ?” “Tala þeirra sem þar vinna er 7,777.777, og verða þeir að vinna þar dag og nótt allan þann tíma, sem dómur hvers þeirra um sig, ákveður,” svaraði leiðsögu-engillinn. “Enn einu sinni svívirðilegir sjö sinnum sjö,” varð Garrisoíi að orði, um leið og hann beit á vörina með fyrirlitningarsvip. En leið- sögu-engillinn hélt áfram án þess að gefa gaum fyrirlitningarorðum Garrisons: “Þessi tala hækkar aldrei né lækkar. í hvert sinn sem einhver er sendur þangað, er öðrum gefln lausn, sem þá er búinn að útenda sinn hegningartíma; og aldrei er neinum gefin lausn, fyr en einhver annar hefir verið dæmdur til að fylla skarðið.” “Þetta er hin voðalegasta hegning, næst því að vera rekinn nið- ur til Helvíris, sem alvaldur himna getur uppkveðið. Á skíðgarði þessum er reykurinn og hitinn næstum því eins voðalega kveljandi eins og niðri í sjálfu eldsdýkinu. 0g það kemnr meira að segja oft fyrir, að brennisteinsbjörgin bráðna á leiðinni og i-enna í læVjum í höndum þeirra, sem eru að bisa við þau. Aðalmunurinn á þessari hegning og sjálfu Iíelvíti, er það, að þessi hegning tekur einhvern tíma enda; og verði ekki uppkveðinn nýr dómur eða viðauka hegn- ing, þá geta þessir afbrotamenn Jaugað sig í hinni heilögu blóðlind, og tekið síðan aftur, glaðir og ánægðir, sæti sitt við hástól guðs.’ ’ “Já, einungis til að verða svo sendir aftur í sama kvalastaðinn, býst ég við, ef þeir eru svo djarfir að láta í ljósi opinberlega skoðan- ir sínar,” mælti Garrison. “Já, auðvitað er hér engum leyft vítalaust að láta í Ijósi skoð-

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.