Dagsbrún - 01.10.1896, Síða 11

Dagsbrún - 01.10.1896, Síða 11
— 155 anir sínar, ef þær eru ekki að öllu samkvæmar skoðunum valdstétt- arinnar,” svaraði leiðsögu-engillinn. “Valdstéttarinnar!” endurtók Garrison. “Er ekki guð almátt- ugur einvaldur hér ?” “Fyr á timum býst ég við að svo hafi verið,” svaraði leiðsögu- engillinn. “En eins og þú hefir hlotið að taka eftir, þá gerir hann lítið annað nú orðið en að hlýða á bænir og lofgerðir; og nú í nær því 2000 ár, má segja, að pres^ar og prelátar frá jarðríki hafi ráðið hér og ríkt að mestu leyti.” “Þetta skýrir ástandið ! Það klaut svo að vera,” mælti Garri- son, og var sem nýju skilningsljósi brigði yfir ásjónu hans. “Eg skil það nú altsaman. Prestar hafa verið, eru og verða æfinlega hinir sömu, hvar og undii hvaða kringumstæðum sem þú finnur þá!” “Já,” svaraði leiðsöguengillinn, “hvort sem þú hittir þá áhimni eða jörðu, þá miða fortölur þeirra og klækjabrögð æfinlega að hinum sama eigingjarna tilgangi.” Þegar þeir voru mettir orðnir, mælti leiðsöguengillinn : “Ég skal nú sýna þér herbergi það, sem þér hefir verið ætlað; það er á 44. þúsund lofti.” Garrison horfði á hann forviða og hélt hann því áfram: “Það er mjög fagurt úrsýni þaðan, og þú getur farið þangað upp á þrumulyfti vorum, sem fiytur þiguppmeð hraða vindsins.” Þeir fóru nú upp með lyftivélinni; var þaðan mikið og fagurt víðsýni. I fjarska mátti sjá gríðarstór og tignarleg fjöll með slcógi- vöxnum hlýðum; hvervetna bar fyrir augað aragrúa af stórum og smáum vötnum og iækjum, og var eins og þau Ijómuðu öll af endur- skyni með allskonar geislabsotum frá hinu afarbjarta Ijósi, sem stöð- ugt geislaði frá honum sem í hásæti sat,—sól himnanna. “Hér getur þúán truflunar skoðað hina unaðsfögru náttúru alt í kring umþig,” mælti leiðsöguengillinn við Garrison. “Og er þig fýsir, getur þú komið niður og hlýtt á sönglistina og einnig tekið þátt í henni sjálfur; og þegar þig langar í gómsæta máltíð, þarftu ekki annað en ganga inn að 90,000,871 Paradísarstræti, þar sem við borðuðum áðan.” Ég sá að þetta fyrirkomulag var að einhverju leýti ekki geð- felt Garrison, og mælti hann eftir lit.la þögn : “Get ég ekki eins vel fengið herbergi hér niður á næsta gólfi ?” “Jú, ég býst við því,” svaraði leiðsöguengillinn; “en þetta her- bergi er hið langbesta í allri höllinni.” “Það getur verið að svo sé,” svaraði Garrison ; “en ég kýs þó heldur eitt af hinutn lægri herbergjum.”

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.