Dagsbrún - 01.10.1896, Page 12

Dagsbrún - 01.10.1896, Page 12
156 — Að lokum fékk hann svo herbergi út af fyrir sig í suðaustur- herni hallarinnar, eins nálægt Helvíti og hægt var. “Eg get ekki skilið, hvers vegna þú kýst heldur að vera hér,” mælti leiðsöguengillinn. “Þetta er að mínu áliti lakasta herbergið í allri böllinni, og ef þú opnar hér glugga þegar vindur stendur af norðurátt, þá muntu fljótt siá éftir valinu.” Að svo mæltu yfirgaf leiðsöguengillinn Garrison. Þegar hann var kominn svo langt í burtu, að ég var viss um að hann gæti ekki heyrt til okkar, mælti óg: “Garrison, þekkir þú mig?” og lagði um leið hönd á öxl honum. Iiann sncri sér við hvatlega og hrópaði upp : “Hvað! Ert þú hér, Denton ! Það er mér sönn gleði að sjá þig her, því ég þarfnast þinnar hjálpar.” “Og til hvers ?” spurði ég. “Eg skal sýna þér það,” svaraði Garrison. “Eg hefi orðið þess var, að Himnaríki þarfnast okkar miklu fremur en jarðríki. Eg ætla nú þegar að taka til starfa leynilega, og gera jarðgöng héðan til Helvítis'og leggja svo hi-aðlestar-sporveg efttir jarðgöngunum, og flytja síðan hverja einustu sál frá Helvíti inn hingað. 0g þú verð- ur að hjálpa mér. Við verðum að tæma helyíti og koma á stjórnarbót í himnaríki ! VIÐ SKULUM GERA ÞAÐ !” Endir. Athugasemd. -— Þá er hann allur hér kominn draumurinn Dentous eða réttara skáldsaga lians. Sumum kann að virðast djúft tekið í árinni, þar sem skálaið sýnist vera að setja út á aðgerðir guðs, en slíkt er misskilningur. Skáldið er að hnekirja eður sýna í sínu rétta ijósi hin.i ijótu hugmynd um hinn grimma Gyðinga-guð, liug- myndina um guð þann, sem á að hafa drekt öllum sínum börnum í flóðinu; sem skipar að myrða lconur sem karla, börn sem brjóst- mylkinga. Þessi guðshugmynd á elckert skylt við hinn sanna guð. En þetta var guðshugmynd Gyðinga, og þetta er enn guðsliugmynd klerkanna, og undir þetta verða þeir að skrifa, sem fyigja þeim að máli. Einnig sýnir Denton hve barnaleg er hugmyndin um himna- ríki sem einhverja heilaga borg, hina heiiögu Jerúsalem, sem Nýja- testamentið kallar það. Með lýsingu sinni á himnaríki gerir Denton skop að þeirri hugmynd. Það sem einlægt vakir fyrir Denton í allri þessari sögu, er einmitt það, að bera af skaparanum og- losa hann við allan þann ósóma, sem kyrkja og klerkar liafa lilaðið á liann um þúsundir ára eða síðan kristni hófst. Og þar sem sumum í fljótu bragði kann að virðast Denton livað svæsnastur, þá munu menn sjá það, við nákvæmari umhugsun, að þar er hann einmitt hvað mest gð lofa guð.

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.