Dagsbrún - 01.10.1896, Blaðsíða 14
— 158
barist fyrir sjálfstæðri skoðun í trúarefnum, og annað það, að þeir
hefðu ávalt barist á móti hinni skuggalegu vítislcenningu guðfræð-
inganna.- Mintist hann svo á, að verulega sé Unitaratrú bakslag á
móti hinni svæsnustu stefnu kaþólskrar trúar. Trúarjátningin (sem
Puritanar og Pjesbyterianar verða að bera ábyrgð fyrir) segir, að
vér fæðumst allir í heim þennan gjörsamlega spiltir, og í hinu unga
barni er eðlið mótsnúið öllu góðu og hneigt til hins illa. Játning
þessi segir ennfremur, að án náðarinnar verði enginn hólpinn, að
einungis viss, ákveðinn fjöldi manna geti orðið hluttakandi þessarar
náðar. Hinum öðrum er sálubjálpin reyndar boðin, en þeim er með
öliu ómögulegt að verða hennar aðnjótandi, þar eð alt er ákveðið
fyrirfram, en með því að hafna náðinni, auka þeir þó stórum kvalir
sínar í helvíti. Engin líkamleg dýflissa, sagði séra Pedley að gæti
verið eins skuggaleg og hryllileg, eins og þessi, er trúfræðin byggi
mönnum. Unitarar lömdu á hurðirnar að dýflissu þessari, þangað
til þær snérust á björum sínum svo að fáeinar sálir gátu sloppið
burtu þaðan undir verndarvængi hins kærleilcsríka alföður. I þriðja
lagi mótmæltu Unitarar fastlega prangaraskoðun þeirri, sem menn
höfðu á friðþægingu Krists, þar sem syndirnar eiga að leggjast á
aðra vogina en þjáningarnar á hina, og svo á Kvistur með dauða
sínum að jafna vogina og eru þá mennirnir saklausir, sem aldrei
hefðu þeir ilt unnið. Unitarar brennimerktu þessa skoðun og sögðu
og sýndu, að hún kendi mönnum ranglæti og hvetti menn til sið-
spillingar. Og fyrir þessi mótmæli þeirra erum vér þeim þakklátir
þótt oss flnnist þeir ganga nokkuð langt, er þeir neita öllum verð-
ieika friðþægingarinnar. I fjórða lagi voru það Unitarar, sem fyrst-
ir manna lögðu hina réttu áherslu á hið siðferðislega í sálubjálpinni.
Þeir kendu með slíku afli, að allir hlutu eftir því að taka, að sálu-
hjálpin er ekki i því fólgin, að leysa manninn frá komandi hegning,
heldur einmitt í framförúm mannsins í réttlæti, hreinleika hjartans
og lífernisins og kærleikanum. Þeir hafa skipað sæti Jakobs í hinni
fyrstu kristni. Þeir segja að trúin sé ekki fóigin í kreddum og seri-
moníum, lieldur í réttum lifnaði.
Þetta er göfgi og tign Unitaranna og heimtar virðingu vora.
Margir hinna gáfuðustu og bestu manna seinni tíma hafa. verið Uni-
tarar. Franklin, Lincoln, þeir skáldin og mentamennirnir Long-
fellow, Wendell Holmes, Edward Everett, Hale og William Lloyd
Garrison, Whittier og margir fleiri. í stuttu máli að segja, þá eru
það Unitarar, sem barist hafa fyrir frjálsri hugsun, fyrir þýðari og
mannúðlegri guðsliugmyndum, fyrir sannarlegri siðferðislegri trú
og fyrir því, að í gegnum alt líf kristins manns eigi að ganga sið-