Dagsbrún - 01.10.1896, Side 16

Dagsbrún - 01.10.1896, Side 16
160 — in var vitlaus, eins og sagan ura þetta í guðspjöllunum er vitlaus og barnaleg. Maður nokkur, Wheeler að nafni, var hengdur í Nova Scotia 8. Scptember. Hafði hann fyrst ætlað að misþyrma 15 ára garaalli stfilku, Annie Kempton, en er hann gat það ekki, þá drap hann liana þannig, að hann skar hana á háls. Ekki er þó að sjá að liann hafi verið illa kristinn, því. að síðustu orð hans á aftökustáðnum voru þessi: “Eg myrti Annie Kempton og líð nú hegningu fyrir og álít það rétt. Ég liefi útvegað djöflinum eina sál (hennar) og nú læt ég lífið fyrir Jesú Krists skuld. 0, drottinn minn Jesús, ég kem, ég kem,” en í því lét hann lífið. Er það nú ekki undarleg trú, að menn ekki segi meira, sem kennir öðrum eins óþokkamanni eins og þessum Wheeler, að hann hafi sent stúlkuna saklausa til djöfulsins (hún gat ekki iðrast og gat ekki beðið því að hún var svo snögglega deydd), en að hann sjálfur, sem framdi þetta ódáðaverk, skuli hoppa úr gálganum inn í himnaríki til Krists, ef hann að eins iði-ast, eða segist iðrast ? Getur það afmáð illverkið ? Var ekki stúlkan sví- virðilega og fólslega myrt eins fyrir það ? Á þessi maður að vera ástvinur Krists ? Heiðruðu kaupendur. Þá eru nú að eins ókomin út tvö síðustu blöðin af þessum árgangi “Dagsbrúnar”. Enda þetta ár bráðum gengið úr garði. Það eru fjöl- margir af kaupendum blaðsins, sein ekki liafa enn borgaðþettaár, ogenda þá nokkrir, sem skulda oss enn fyrir síðasta árgang.—Það er ósanngjarnt af þeim kaupendum, Sem geta borgað oss þennan eina dollar fyr, að draga það þar til um eða eftir áramót. Vér þurfum að kaupa pappír og borga fyrir prentun jafnóðum og blaðið kemur út, og verðum því að taka fé til þess úr okkar eigin vasa, þegar kaupendur ekki borga í tíma. Vér vitum að menn alment skilja þetta, og því óþarft að fjölyrða nm það. — Sýnið nú rögg af yður, drengir góðir, og sendið oss það sem þið skuldið. Munið eftir að oss munar um dollar frá hverjum þegar margir eiga í hlut. Gefið út af Únítarasöfnuðinum í Winnipeg. Ritstjóri : Magnús J. Skaptasox. 686 Alexander Ave. Eéhirðir og afgreiðslumaður : Magnús PÉtursson. 709 Álexander Ave. — Box 3C5. Heimskringla Prtg. & Publ. Co.

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.