Fréttatíminn - 01.04.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 01.04.2017, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Arkitektinn Finnur Birgisson keypti sér íbúð í Dvergaborgum fyrir nokkrum árum og segir hverfið og íbúðirnar vel hannaðar. „Ég keypti íbúðina af Félagsbú- stöðum fyrir tæpum fimm árum. Þá hafði verið leigjandi í henni í mörg ár og hún var virkilega vel umgengin og fín. Þegar ég var að kaupa íbúðina var mér sagt að þarna hefðu verið búsetturéttarí- búðir en það sýstem hafi ekki geng- ið upp. Félagsbústaðir hefðu leigt þær út en stefndi að því að selja þær allar frá sér.“ Hann segir andrúmsloftið í hverfinu notalegt þó ekki séu mikil samskipti milli íbúa. „Þetta er rólegt hverfi og í hús- unum í kringum mig er aðallega miðaldra og eldra fólk. Aðeins ein barnafjölskylda sem er að flytja burt. Hönnunin á þessu hverfi er góð og það er fallegt um að lítast. Að mínu viti eru þetta líka mjög vel hannaðar íbúðir. Þær eru bjart- ar og vel skipulagðar og frá minni íbúð er fallegt útsýni yfir flóann.“ Finnur Birgisson segir engar barnafjölskyldur í íbúðunum í dag. Mynd | Heiða Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun, var í dómnefnd hönnunarsamkeppninnar um Borgahverfið í Grafarvogi. Hann segir reynsluna sýna að verkefnið hafi tek- ist vel og markaðurinn hafi ekki getað leyst vandann. „Mjög var vandað til samkeppninnar. Hún var í haldin í tveimur þrepum og tveimur aðilum borgað fyrir að vinna hugmyndir sínar áfram. Á endan- um var tillaga Þorsteins Helgasonar og Harðar Harðarsonar fyrir valinu. Eftir henni var byggt og eftir því sem ég best veit þá er þetta síðasta stóra hverfið sem byggt var með félagslegum eignarí- búðum. Ég held að þetta hverfi hafi tekist mjög vel. Þarna eru vel hönnuð hús í fallegu umhverfi þó byggt hafi verið á afar hagkvæman hátt úr stöðluð- um einingamótum. Hverfið er á falleg- um stað með klettaborgum og göngu- stígum á milli húsanna. Í seinni tíð hef ég stundum gengið þarna um og finnst hverfið líta vel út,“ segir Pétur. „Svo var hætt að byggja svona hverfi. Það var pólitísk ákvörðun og upp frá því var stefna borgarinnar að óheppi- legt væri að hafa margar félagslegar íbúðir á sama stað .Hugmyndafræðin var breytt og menn töldu að mark- aðurinn ætti að leysa þetta. Það væri tímaskekkja að bæjaryfirvöld og hið opinbera byggði húsnæði. Mér finnst reynslan sýna að það gangi bara alls ekki. Það var gert með ágætum hætti þegar hið opinbera tók þátt í húsnæðisupp- byggingu. Nú ríkir algjör húsnæðisneyð og það er tímabært að rifja upp hvernig farið var að þessu í gamla daga.“ Pétur Ármannsson arkitekt segir hönnun Borgahverfis- ins standast tímans tönn. Húsnæðisuppbygging hins opinbera tókst vel Við hverja íbúð voru rúmgóðar svalir þar sem íbú- ar gátu haft borð og stóla og notið sólar þegar hún lét á sér kræla. Mynd | Heiða BORGAHVERFIÐ Notalegt hverfi en engin börn

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.