Fréttatíminn - 01.04.2017, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 01.04.2017, Blaðsíða 38
Elsa Einardóttir, markaðsfulltrúi Securitas, segir að Skjáboðinn skapi öruggara vinnuum- hverfi þar sem hann er settur upp. Mynd | Heiða HelgadóttirSkjáboðinn er íslenskt hugvit. Hann var þróaður í upplýsingadeild Securitas. „Skjáboðinn ætti að vera á öllum stöðum þar sem þarf að taka á móti viðskiptavinum, í móttök- um fyrirtækja, í bönkum, á hótelum, í móttökum opinberra stofnana svo eitthvað sé nefnt. Skjáboðinn – einföld öryggislausn fyrir fyrirtæki og stofnanir Securitas markaðssetur tækninýjung, skjáboða, sem fyrirtækið hefur þróað og prófað undanfarin misseri. Unnið í samstarfi við Securitas Skjáboðinn er einfalt öryggistæki sem hentar öllum þeim fyrirtækjum og stofnunum sem taka á móti viðskiptavinum. Hann er settur upp á vinnutölvur starfs- manna og með einungis einum músarsmelli er hægt að kalla eftir aðstoð. Skapar öruggara vinnuumhverfi „Það tekur innan við eina sekúndu að senda boð og kalla eftir aðstoð. Skjáboðinn stuðlar að því að sá sem sendir boðin sé eins öruggur og hægt er. Það er mikið öryggisatriði að geta kallað eftir aðstoð samstarfs- manna sinna svo lítið beri á og vita það að þeir hafa fengið boðin og bregðist við strax. Það er ekki síður mikilvægt að vita að ef neyðarboð er sent þá berst það til stjórnstöðvar Securitas sem bregst strax við og sendir öryggisverði á staðinn,“ segir Elsa Einarsdóttir, markaðsfulltrúi Securitas. „Skjáboðinn ætti að vera á öllum stöðum þar sem þarf að taka á móti viðskiptavinum, í móttökum fyrirtækja, í bönkum, á hótelum, í móttökum opinberra stofnana svo eitthvað sé nefnt. Skjáboðinn skapar öruggara vinnuumhverfi. Samhliða því sem skjáboðinn er settur upp hjá starfsmönnum fræðum við starfs- fólk um rétt viðbrögð við ógnandi hegðun og aðstoðum við gerð viðbragðsáætlana,“ segir Elsa. Eykur á öryggisvitund starfsfólks Skjáboðinn sendir tvenns konar boð; annars vegar gul boð sem ætluð eru sem ábending til sam- starfsmanna um nærveru eða afskipti annarra starfsmanna. Oft er nóg til að róa viðskipta- vin að samstarfsmaður komi til aðstoðar, og hins vegar rauð boð sem alltaf eru túlkuð sem árásarboð. Slík boð kalla á tafarlausa hjálp samstarfs- manna en slíkum boðum fylgir forgangsútkall frá Securitas, ásamt því að kalla til lögreglu. „Rauð boð gefa til kynna að starfsmaður telji sig í mikilli hættu og slík boð ber sam- starfsmönnum að taka mjög alvarlega og koma umsvifa- laust til aðstoðar. Rauð boð kalla einnig til öryggisverði frá Securitas sem kemur á stað- inn. Mikilvægt er að starfsfólk viti hvaða atburðarás fer í gang við rauð boð, og mikilvægt er að starfsfólk hafi fengið þjálfun í réttum viðbrögðum. Securitas þjálfar starfsfólk fyrirtækja í réttum viðbrögðum þegar skjáboðinn er settur upp. Slíkt eykur mjög á öryggisvit- und starfsfólks og kennir því að nema mögulega hættu og bregðast við með réttum hætti.“ Öryggi starfsmanna og vinnustaða eykst verulega með skjáboða Securitas, sem er sítengdur stjórnstöð Securitas. Samstarf starfsfólks og við- bragðsafls Securitas er lykill að auknu öryggi vinnustaðarins. Íslenskt hugvit Skjáboðinn er íslenskt hugvit og þróun frá upplýsingadeild Securitas. Lausnin hefur verið í smíðum og prófunum í nokkurn tíma og er núna tilbúin til notkunar fyrir viðskiptavini. Skjáboðinn er einfalt öryggistæki á vinnustöðum þar sem er tekið á móti viðskiptavinum. Hann er settur upp á vinnutölvur starfsmanna og með einungis einum músarsmelli er hægt að kalla eftir aðstoð. 6 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017ÖRYGGIÁVINNUSTÖÐUM

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.