Fréttatíminn - 01.04.2017, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 01.04.2017, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 mánudaginn 3. apríl, kl. 18 og þriðjudaginn 4. apríl, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 G un nl au gu r B lö nd al Karólína Lárusdóttir Menningarnótt í Gallerí Fold Uppboð í yfir 20 ár Forsýning á verkunum laugardag til þriðjudags Dómsmál Innanríkisráðherra braut jafnréttislög við ráðningu í þrjár stöður aðstoðaryfirlögreglu- þjóna árið 2014. Þetta var staðfest í vikunni þegar Gná Guðjónsdótt- ir vann sigur gegn ríkinu. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Þessi dómur er sigur fyrir lög- reglukonur og viðurkenning á því að það hefur verið gengið framhjá þeim, segir Gná Guðjónsdóttir, fyrr- verandi lögreglufulltrúi, sem fékk síðastliðinn miðvikudag dæmdar miskabætur í héraðsdómi en hún stefndi ríkinu fyrir að brjóta jafn- réttislög þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu í stöður að- stoðaryfirlögregluþjóna árið 2014. Fékk engin viðbrögð Í febrúar 2014 auglýsti innanrík- isráðuneytið lausar til umsóknar þrjár stöður aðstoðaryfirlögreglu- þjóna við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Gná sótti um en fékk ekki stöðuveitingu. Þrír karlar fengu stöðurnar þrátt fyrir að konur hefðu sérstaklega verið hvattar til að sækja um. Gná ákvað að kæra stöðuveitingarnar til kærunefndar jafnréttismála í janú- ar 2015 og komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu síðar það sama ár að innanríkisráðherra hefði brotið gegn Gná. Gná óskaði í kjölfarið eft- ir viðbrögðum innanríkisráðherra við úrskurðinum og viðræðum um skaðabætur sem ekki var fallist á. Hún sendi á ný bréf til innanríkis- ráðherra í desember 2015, þar sem krafa um viðbrögð við úrskurði var ítrekuð en kröfunni um skaðabæt- ur var hafnað á ný. Í kjölfarið ákvað Gná að stefna ríkinu. Sáu ekki konu fyrir sér stjórna „Eins og kemur fram í dómnum þá uppfyllti ég öll skilyrði og var jafn- hæf þeim sem voru skipaðir. Það var gert lítið úr minni menntun og stjórnarreynslu við ráðninguna,“ segir Gná sem hafði ekki einungis reynslu úr lögreglunni þegar hún sótti um heldur hafði einnig stjórn- að fyrirtæki í níu ár áður en hún hóf þar störf. Hún var í lögreglunni í fimmtán ár og tvö af þeim árum var hún stjórnandi í friðargæslu- verkefni í Líberíu og tók meðal annars þátt í að byggja upp 4.500 manna lögreglulið. Eftir að hún kom heim frá Líberíu starfaði hún í eitt ár innan lögreglunnar hérlend- is áður en hún sagði upp í byrjun árs 2012. Síðar á því ári hóf hún störf sem aðstoðarrekstrarstjóri á flugvellinum í Kabúl. Þegar Gná sótti um stöðu aðstoðaryfirlög- „Ég held að þeir hafi bara ekki getað séð það fyrir sér að kona gæti stjórn- að,“ segir Gná Guðjónsdóttir sem fékk það staðfest með dómi í vikunni að innanríkis- ráðherra hafi brotið á henni þegar ráðið var í stöður aðstoðar- yfirlögreglu- þjóna árið 2014. Mynd | Heiða Dómurinn er sigur fyrir lögreglukonur regluþjóns hafði engin kona fengið yfirmannsstöðu innan lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu fram að þeim tíma og telur Gná það vera ástæðu þess að gengið var fram hjá henni. „Ég held að þeir hafi bara ekki getað séð það fyrir sér að kona gæti stjórnað. Þetta er ástæðan fyrir því að það er erfitt fyrir konur að komast að, því þeir sem ráða máta umsækjendur við sinn eigin skiln- ing. Og þess vegna þarf að taka ákvörðun um að breyta þessu,“ segir Gná sem er mjög ánægð með úrskurðinn. Menning sem kerfið ber ábyrgð á „Það þurfti að fá það staðfest af dómara að þessi vinnubrögð eru ekki í lagi. Ein fyrsta lögreglukon- an okkar, Dóra Hlín Ingólfsdótt- ir heitin, reyndi mikið að komast áfram innan lögreglunnar en komst aldrei áfram. Hún var ein fyrsta konan sem ég sagði frá að ég ætl- aði að kæra og hún var mjög glöð því á þeim tíma hafði engin kona farið þessa leið. Ef konur fá aldrei tækifæri til að reyna sig þá fá þær aldrei þessa reynslu sem strákarn- ir fá. Á sama tíma er verið að hvetja konur til að sækja um svo þetta er algjör þversögn. Þetta snýst ekki um að benda á menn og dæma því þetta er menning sem stjórnkerfið ber ábyrgð á. Ég trúi því að þetta sé skref í rétta átt og það sé vilji til að breyta þessari menningu.“ Dýrt að halda í störfin Það hefur lengi legið fyrir að ráðast þyrfti í hafnarframkvæmdir á Akranesi, segir verkalýðsforinginn á staðnum. Byggðamál Greiða hefði mátt 93 starfsmönnum HB Granda á Akra- nesi, 20 milljónir hverjum, fyrir það framlag sem bærinn þarf að leggja í hafnarframkvæmdir til að koma til móts við óskir HB Granda sem annars ætlar að hætta fiskvinnslu í bænum. „Ég held að það sé ekki hægt að setja dæmi þannig upp. Það hefur lengi legið fyrir að það þurfi að ráð- ast í hafnarframkvæmdir og þegar Faxaflóahafnir voru stofnaðar var talað um að Akraneshöfn yrði efld sem fiskiskipahöfn,“ segir Vilhjálm- ur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness. En hvort heldurðu að starfsmennirn- ir 93 hefðu viljað 20 milljónir í vas- ann eða halda vinnunni? „Akranes hefur verið einn stærsti fiskibær landsins í tugi ára, á árum áður voru rekin hér 3 til 4 frystihús og saltfiskur og skreiðarverkun. Við viljum halda þessu mikilvæga fyrir- tæki innan okkar bæjarfélags,“ seg- ir Vilhjálmur Birgisson. Búa þarf til nýtt fjögurra hektara land og hlaða nýjan sjóvarnagarð. Áætlað er að kostnaður Faxaflóa- hafna við verkið gæti numið um eða yfir tveimur milljörðum króna. Á móti þeim kostnaði verða vissulega til verðmætar lóðir á hafnarsvæð- inu. Gísli Gíslason hafnarstjóri seg- ir í samtali við Skessuhorn á Akra- nesi að auk þess verði að ráðast í gerð nýs aðalskipulags fyrir svæð- ið og í framhaldi þess vinna við deiliskipulag. | þká Íhuga mannréttindadómstól með staðgöngumæðrunarmál Tvær íslenskar konur íhuga að leita til mannréttindadómstóls Evrópu til að fá viðurkennd fjölskyldutengsl við dreng sem staðgöngumóðir í Bandaríkjunum gekk með fyrir þær. Konurnar komu með hann til landsins árið 2013 og hefur hann alist upp hjá þeim. Hæstiréttur neitaði í vikunni að viðurkenna fjölskyldutengslin. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Hæstiréttur staðfesti í vikunni dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli drengs sem fæddur var af stað- göngumóður í Bandaríkjunum árið 2013. Íslensku konurnar voru í hjúp- skap þegar þær leituðu til stofnun- ar í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna stað- göngumóður fyrir þær. Parið gerði samning við staðgöngumóðurina um að hún gengist undir tæknifrjóvgun og gengi með barn fyrir þær, þar sem sæði og egg var fengið úr nafnlaus- um gjöfum. Á bandarísku fæðingar- vottorði eru konurnar skráðar mæð- ur þess. Eftir heimkomu til Íslands sendu konurnar Þjóðskrá beiðni um skrán- ingu barnsins. Beiðninni var hafn- að af Þjóðskrá en sú niðurstaða var kærð til innanríkisráðuneyt- isins. Ráðuneytið staðfesti niður- stöðu Þjóðskrár og synjaði barninu um ríkisborgararétt. Þóttu því mál barnsins óljós og konurnar tvær fengu að gera fósturforeldrasamn- ing um það. Barninu var því skipað- ur lögráðamaður sem er sjálfstætt starfandi sálfræðingur sem barna- verndaryfirvöld í Garðabæ leituðu til. Með niðurstöðu Hæstaréttar er drengnum gert að vera fósturbarn til átján ára aldurs. Konurnar verða ekki viðurkenndar mæður þess og barnið ekki lögformlegur erfingi þeirra. „Niðurstaða Hæstaréttar er mikil vonbrigði. Mér finnst ekki að neinu leyti hafa verið litið til hagsmuna barnsins. Ég hefði viljað að horft væri á málið út frá því hvað er drengnum fyrir bestu,“ segir Þyrí Steingríms- dóttir, lögmaður kvennanna. „Við íhugum að fara með málið til mann- réttindadómstóls Evrópu en það er heilmikið ferli.“ Hún segir jafnframt að skipaður lögráðamaður barnsins sé hlynntur málaferlunum og telji barninu fyrir bestu að fá fjölskyldu- tengsl við konurnar viðurkennd. Þyrí Steingrímsdóttir, lögmað- ur kvennanna, íhugar að leita til mannréttindadómstóls Evrópu með mál drengs sem fæddur er af stað- göngumóður.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.